Fréttablaðið - 07.07.2022, Síða 14
En margar
milljónir
flýja auk
þess vegna
hungurs-
neyða af
völdum
þurrka og
annarra
náttúru-
hamfara.
Í dag er talið að yfir 100 milljónir
manna séu á f lótta í heiminum.
Langf lestir f lýja heimkynni sín
vegna stríðsástands í heimalandi
sínu þar sem stjórnvöld hafa
stundum enga stjórn á ástandinu.
Ófriði er komið af stað þar sem
mismunandi vitskertir valdamenn
ráða lögum og lofum og vilja öllu
ráða. Þá er mannréttindum og lýð
ræðislegum stjórnarháttum fyrst
komið fyrir kattarnef til að ráða
betur yfir landi og lýð með of beldi.
En margar milljónir f lýja auk
þess vegna hungursneyða af völd
um þurrka og annarra náttúru
hamfara.
Flóttamannavandamálið er ekki
nýtt í sögunni. Fyrir meira en 2000
árum flúðu þau Jósef og María með
Jesúbarnið frá heimalandi sínu til
Egyptalands vegna ofríkis Her
ódesar konungs. Líklega er þessi
litla fjölskylda þekktasta f lóttafólk
sögunnar.
Skömmu fyrir stríð eða um mitt
ár 1938 beitti Þjóðabandalagið sér
fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í Sviss.
Þá var f lóttamannavandinn skil
greindur þannig að um 8 milljónir
manna væru á f lótta, f lestir Gyð
ingar frá sæluríki Hitlers. Í fyrstu
leit út fyrir að ráðstefna þessi,
sem var sú hinsta á vegum Þjóða
bandalagsins, skilaði tilætluðum
árangri. Mörg ríki buðust til að
taka við nokkrum tugum þúsunda
og gengu þátttakendur ráðstefnu
undir manns hönd og settu fram
nýjar hugmyndir um hvernig leysa
mætti vandræði þessi sem stöfuðu
af því að þáverandi þýskum stjórn
völdum þótti Gyðingum ofaukið í
ríki sínu. Til allrar óhamingju hafði
Þjóðabandalagið boðið þýskum
stjórnvöldum að senda fulltrúa
sinn fyrir kurteisissakir jafn
vel þótt Hitler hefði tekið eina af
sínum fyrstu umdeildu ákvörðun
um, að segja Þýskaland frá Þjóða
bandalaginu.
Þessi ráðstefna fór því miður út
um þúfur vegna þessa þýska full
trúa sem vann ötullega að því að
sá efasemdum meðal ráðstefnu
fólksins. Enda fór svo að árangur
ráðstefnunnar varð enginn og
Þjóðabandalagið leystist nánast
upp og heyrði þar með sögunni til.
Um þetta má lesa í Morgunblaðinu
9. júlí 1938 en Sigurður Benedikts
son var þá fréttaritari blaðsins
í Kaupmannahöfn og skrifaði
margar fréttir heim. Oft studdist
hann við Völkischer Beobachter,
málgagn þýska nasistaflokksins.
Sagt er að sagan eigi til að endur
taka sig. Já, meira að segja margoft
enda sömu mistökin gerð aftur og
aftur. Þessi ráðstefna hefði getað
haft betri árangur, að vonin um
að glíman við nasismann og þau
fasísku öfl hefði skilað sér.
Þessi fasísku öfl miða að því að ýta
mannréttindum og lýðræðislegum
stjórnarháttum til hliðar. Hvað er að
gerast núna í Rússlandi? Tyrklandi?
Brasilíu og f leiri löndum þar sem
lýðræði og mannréttindi eru ekki
metin mikils af stjórnvöldum? n
Flóttamannavandinn
Barnavernd Reykjavíkur gefur nú í
fyrsta skipti út ársskýrslu. Í henni er
fjallað um helstu þætti í starfsemi
Barnaverndar, tölfræði og fjárhags
upplýsingar. Auk þess eru úrræðum
Barnaverndar gerð góð skil og
fjallað um þær áskoranir sem blasa
við í starfseminni.
Undir lok þessa árs heyra barna
verndarnefndir sögunni til og við
tekur umdæmisráð barnaverndar
sem verður sjálfstæður úrskurðar
aðili í málum þar sem beita þarf
þvingun eða ekki næst samkomu
lag við aðila máls. Að öðru leyti mun
starfsemi Barnaverndar Reykjavík
ur, sem lögum samkvæmt fer með
barnaverndarþjónustu í Reykjavík,
heyra undir velferðarsvið og vel
ferðarráð Reykjavíkurborgar.
Í skýrslunni er vikið að dóma
framkvæmd hjá Mannréttinda
dómstól Evrópu undanfarin ár.
Dómstóllinn hefur í nokkrum
fjölda dóma gert athugasemdir við
vinnslu barnaverndarmála í Noregi
en ákveðinn samhljómur er með
íslenskum barnaverndarlögum og
framkvæmd þeirra og þeirri fram
kvæmd sem ríkjandi var í Noregi
um árabil. Barnaverndarnefnd
Reykjavíkur hefur kallað eftir því
við mennta og barnamálaráðu
neyti að hugað verði að þessari
þróun við þá endurskoðun barna
verndarlaga sem nú er í bígerð.
Í lok árs 2021 störfuðu 62 starfs
menn á skrifstofu Barnaverndar
Reykjavíkur í fimm mismunandi
teymum. Teymin hafa hvert sína
sérhæfingu og hafa það öll að mark
miði að efla og byggja upp þekkingu
og tengsl við börn, foreldra og þá
aðila í nærumhverfi barna sem hafa
með málefni þeirra að gera og geta
komið að því að styrkja aðstæður
barnanna. Í skýrslunni er sagt frá
teymunum, helstu verkefnum
þeirra og áskorunum.
Tilkynningum til Barnaverndar
Reykjavíkur fækkaði um 6,8% milli
áranna 2020 og 2021 eftir mikla
fjölgun milli áranna 2019 og 2020.
Tilkynningum um vanrækslu fækk
aði um 4,8% en tilkynningum um
áhættuhegðun um 11%. Tilkynn
ingum um kynferðisofbeldi fjölgaði
verulega milli ára eða um 50%, voru
142 árið 2020 en 213 árið 2021. Ætla
má að aukin umræða um kynferðis
of beldi og ákveðin vitundarvakn
ing eigi sinn þátt í þessari fjölgun
tilkynninga. Það er fyrst og fremst
hlutverk barnaverndar að koma
málefnum barna í þessari stöðu í
farveg í Barnahúsi þar sem málin
eru könnuð og boðið upp á með
ferðarviðtöl.
Það er von okkar að ársskýrslan
varpi ljósi á það mikilvæga starf sem
unnið er hjá Barnavernd Reykja
víkur og snertir fjölda barna og
fjölskyldna þeirra í Reykjavík. Fram
undan eru mikilvæg verkefni við
uppbyggingu vistheimila á vegum
Barnaverndar Reykjavíkur, auk inn
leiðingar á samþættingu þjónustu í
þágu farsældar barna.
Ársskýrslu Barnaverndar Reykja
víkur 2021 má skoða á vef Reykja
víkurborgar, reykjavik.is. n
Af vettvangi Barnaverndar Reykjavíkur
Abdul (nafni breytt) er bara venju
legur maður. Hann kláraði sitt fag í
tölvum, bætti við sig smám saman,
og var duglegur. Hann vann sig upp
í sínu fagi og er í dag einn af betri
mönnum sem ég þekki. Abdul er
rúmlega þrítugur, er giftur og á tvo
stráka, 12 og 8 ára, og eina stelpu, 3
ára.
Abdul er tölvunörd sem er
klár og útsjónarsamur og góður
vinnufélagi. Hvað sem ég bið hann
um er gert vel, með glöðu geði,
og vilja til að gera betur. Síðan að
Kabúl féll í hendur Talibana hefur
hann margoft lagt á sig hættuferðir
til vegabréfsskrifstofunnar í Kabúl,
til að hjálpa nemendum í American
University of Afghanistan (AUAF)
að fá vegabréf eða endurnýja. Hann
sér um að fá menn sem taka vega
bréf til endurnýjunar yfir landa
mærin til Pakistan, fyrir þá sem
geta ekki fengið endurnýjun vegna
kerfisins. Þetta skapar alltaf hættu
þar sem Talibanar handtaka alla
sem reyna þetta.
Abdul vinnur í gagnabankanum
sem ég nota til að koma nemendum
til annarra landa. Þetta er f lókið
og erfitt starf. Fyrr í vor var tvisvar
leitað í íbúð fjölskyldu Abduls
þegar Talibanar voru í leit að vopn
um. Abdul var stoppaður einu sinni
úti á götu og yfirheyrður. Sem betur
fer var hann ekki með neitt sem
benti til að hann ynni fyrir hinn
hataða bandaríska háskóla, AUAF.
Í gærkvöld (2.7.2022) var bankað
á dyr hjá Abdul og elsti strákurinn
hans opnaði dyrnar. Fjórir Talib
anar komu inn og óskuðu eftir að
skoða síma Abduls. Undanfarna
tvo daga hefur verið stór fundur,
kallað Loya Jirga, í háskóla sem er
beint á móti blokkinni þar sem
Abdul býr með fjölskyldunni. ISIS
(eða Afghanistan Liberation Front)
hefur ráðist á svæðið tvívegis með
sprengjum og skotárásum, en þetta
hefur hvergi birst í fréttum.
Abdul hafði sent mér og yfir
manni öryggismála hjá háskóla
mínum myndbönd af þessum árás
um, til að fá ráð um hvað hann ætti
að gera. Þar sást og heyrðist hvað
var í gangi, sprengjur og byssuskot.
Allt þetta hafði gert börn hans
skelfingu lostin, og Abdul átti erfitt
með að halda í sinn innri styrkleika
til að brotna ekki niður.
En þetta átti eftir að verða verra.
Þegar Talibanarnir báðu um sím
ann hans þá vissi Abdul að hann
varð að láta hann af hendi. Þeir sáu
myndböndin af árásunum. Strax
beindu þeir vopnum sínum að
Abdul og skipuðu honum á hnén.
Þeir kröfðust þess að vita hvort
hann hefði deilt þessu.
Elsti strákurinn hans og 85 ára
faðir Abduls féllu á hné við hlið
hans og grátbáðu Talibanana að
þyrma lífi Abduls. Nágranni sem sá
hvað var að gerast kom til hjálpar
og bað Talibanana að sýna mis
kunn. Næstu tvær klukkustundir
fóru Talibanarnir um alla íbúðina
og leituðu að einhverju sem gæti
sannað að Abdul væri mögulega
hryðjuverkamaður fyrir ISIS eða
eitthvað annað.
Abdul er sem betur fer klár og
kann að fela upplýsingar á tölvunni
og símunum. Þeir fundu sem betur
fer ekkert, en á meðan var fjöl
skyldan skelfingu lostin að reyna
að muna hvort eitthvað væri falið
sem gæti komið upp um tengsl
þeirra við háskólann og tengslin
við mig sem yfirmann hans. Rétt
fyrir miðnætti voru þeir búnir að
leita og sáttir við að ekkert virtist
benda til að Abdul væri þess virði
að handtaka. Þeir sögðu honum að
þeir myndu setja verði fyrir utan
íbúðina næstu 24 klukkustundir.
Þeir voru þar þangað til fyrr í kvöld.
Abdul hringdi og sagði að þeir væru
farnir. Það var mikill léttir fyrir fjöl
skylduna.
Ég hef sagt Abdul að athuga hvort
hann geti fengið tímabundið land
vistarleyfi í Pakistan. Ég er hræddur
um að hann hafi tekið of miklar
áhættur, að það sé nú fylgst með
honum. Meira en hundrað nem
endur hafa notið hans hjálpar.
Hann hefur gert þetta af því að ég
bað hann um það. Ég get ekki hugs
að mér að biðja hann um að gera
meira sem gæti sett hann í hættu.
Ef hann kemst til Pakistan með
fjölskylduna þá þarf ég að finna út
hvernig við getum komið honum
eitthvert annað, til lands sem hefur
not fyrir mann eins og hann. Hann
er hetja. n
Hetja
Árni Þór
Arnþórsson
aðstoðarrektor
American
University
of Afghanistan
Guðjón Jensson
leiðsögumaður
og eldri borgari í
Mosfellsbæ
Katrí n Helga
Hallgrí msdóttir
framkvæmdastjóri
Barnaverndar
Reykjaví kur
Í skýrslunni er vikið að
dómaframkvæmd hjá
Mannréttindadómstól
Evrópu undanfarin ár.
En þetta átti eftir að
verða verra. Þegar
Talibanarnir báðu um
símann hans þá vissi
Abdul að hann varð að
láta hann af hendi.
14 Skoðun 7. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ