Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2022, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 07.07.2022, Qupperneq 26
Öðlingurinn, ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Örn Steinsen KR-ingur, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 13. júlí klukkan 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Framtíðarsjóð KR. Erna G. Franklín Arna K. Steinsen Magnús Pálsson Stefán Þ. Steinsen Edda B. Guðmundsdóttir Anna G. Steinsen Jón Halldórsson Brynja D. Steinsen Arnar Þ. Friðgeirsson Saga, Örn Rúnar, Sjöfn, Andri, Agnar Smári, Erna Guðrún, Sara, Stefán Jr., Emma, Andrea, Bjarki, Aron, Eva, Arnór, Aníta og langafabörnin fimm. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Halldórs Jónatanssonar fv. forstjóra Landsvirkjunar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu Sléttuvegi fyrir góða umönnun. Dagný Halldórsdóttir Finnur Sveinbjörnsson Rósa Halldórsdóttir Vilhjálmur S. Þorvaldsson Jórunn Halldórsdóttir Steinunn Halldórsdóttir Raj K. Bonifacius afa- og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, amma og tengdamóðir, Anna Kristjánsdóttir lést á hjartadeild Landspítalans þann 5. júlí. Minning hennar lifir í hjörtum okkar. Katla Steinsson Ársæll Þorsteinsson Hanna Lára Steinsson Kristján Jóhann Steinsson Andri Snær Ársælsson Anna Sjöfn Ársælsdóttir Haukur Þorsteinsson Kristmann Þorsteinsson Elsku hjartans bróðir okkar, mágur og frændi, Reynir Ríkarðsson Viðarrima 42, 112 Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 2. júlí. Heimir Ríkarðsson Hildur Ríkarðsdóttir Ellert Már Jónsson Steinberg Ríkarðsson Ingimundur Bergmann Þórunn Kristjánsdóttir systkinabörn og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, Ásdís Aðalsteinsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þann 12. júní. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Börn og barnabörn. Elsku hjartans móðir okkar, amma og langamma, Ingveldur Magnea Knaran Karlsdóttir (Stella) Lindarholti 1, Ólafsvík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 29. júní. Hún verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 9. júlí kl. 14. Maggý Hrönn Hermannsdóttir Hermann M. Maggýjarson Regína V. Reynisdóttir Ingvaldur M. Hafsteinsson María Káradóttir Kristrún Hafsteinsdóttir Fannar Hilmarsson Tómas Hermannsson Stella Tómasdóttir og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Inga G. Guðmannsdóttir áður til heimilis að Vesturbergi 21, Reykjavík, lést á Hrafnistu Ísafold, miðvikudaginn 29. júní. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju, þriðjudaginn 12. júlí, kl. 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti líknarfélög njóta þess. Guðmann Elísson Anne Katrine Hame Valborg Huld Elísdóttir Björn Geir Ingvarsson Úlfhildur Elísdóttir Snæbjörn Tr. Guðnason Elsa Kristín Elísdóttir Gunnar Viggósson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Stefánsdóttir Hlíf 2, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 9. júlí klukkan 14.00. Bjarni Jóhannsson Guðrún Guðmannsdóttir Sigrún María Bjarnadóttir Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir Jóhann T. Guðmundsson Tryggvi Snær Guðmundsson og langömmubörn. 1211 Suðurlandsskjálfti, margir bæir hrynja og 18 manns farast. 1307 Játvarður II. verður konungur Englands. 1637 Hornsteinn er lagður að Sívalaturni í Kaupmanna- höfn. 1874 Á Akureyri er vígður Gudmannsspítali, sem er til húsa í Aðalstræti 14, en það er elsta tvílyfta íbúðar- hús á Íslandi, reist 1836. 1915 Konur fagna nýfengnum kosningarétti sínum með hátíðarfundi á Austurvelli. Sama dag stofna þær Landspítalasjóð Íslands. 1922 Lúðrasveit Reykjavíkur er stofnuð upp úr lúðra- félögunum Hörpu og Gígju og er hún elsta starfandi lúðrasveit á Íslandi. 1941 Bandaríkjaher kemur til landsins og tekur við vörnum þess af Bretum. Síðustu hermennirnir fara héðan í apríl 1947. 1966 U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna kemur í tveggja daga heimsókn til Íslands. 1974 Kútter Sigurfari er settur á byggðasafnið í Görðum á Akranesi. 1974 Vestur-Þýskaland vinnur heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu þegar lið landsins sigrar Hollendinga 2-1. 1983 Ray Charles skemmtir á Broadway ásamt 25 manna hljómsveit. Merkisatburðir Þjóðleg tónlist frá Íslandi, Mexíkó, Gíneu og Grikklandi er meðal þess sem má heyra á Þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði. arnartomas@frettabladid.is Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hófst í gær og stendur yfir fram á sunnudag. Hátíðin er haldin ár hvert með það að markmiði að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. „Það hefur verið óvenjumikið um fyrirspurnir í ár, sérstaklega að utan, svo hátíðin virðist vera að ná út fyrir landsteinana hvað áhuga snertir,“ segir Gunnsteinn Ólafsson listrænn stjórn- andi hátíðarinnar. „Það kemur þægi- lega á óvart hvað við fáum margar fyrir- spurnir um hátíðina miklu fyrr en við erum vön. Það er eins og fólk sé þyrst í að koma á þjóðlagahátíð!“ Alþjóðlegir straumar Hátíðin var fyrst haldin árið 2000 og er skipulögð í nafni Félags um Þjóð- lagasetur séra Bjarna Þorsteinssonar í samstarfi við Síldarminjasafnið og Siglufjarðarkirkju. Tónlistin á hátíðinni kemur úr ólíkum áttum og er mikill alþjóðabragur yfir dagskránni í ár. Gunnsteinn segir að lagt sé upp úr því að hafa tónlistina sem fjölbreyttasta og ólíka á milli ára. Okkur til mikillar ánægju kemur Svanlaug Jóhannsdóttir að syngja söngva frá Mexíkó um lífið og dauð- ann og það verður vafalaust á meðal hápunkta hátíðarinnar,“ segir hann um tónleika sem fara fram í Bátahús- inu á föstudagskvöld. „Hljómsveitin er í f lottum búningum og f lutningurinn allur með mexíkóskum hætti.“ Á hátíðinni verður boðið upp á kelt- neska tónlist en þar er á ferð skoski hörpuleikarinn Ruth Wall. Miðjarðar- hafið verður líka með fulltrúa á hátíð- inni þar sem Rasoulis-systkinin frá Krít munu spila gríska þjóðlagatónlist. Einn- ig má vænta strauma frá Gíneu þegar hópurinn Dance Africa Iceland stígur villtan dans við dynjandi trommuslátt. „Mamady og Sandra Sano hafa áður komið á hátíðina og kennt dansa en nú fannst okkur við hæfi að þau væru með eigin sýningu,“ segir Gunnsteinn. Þá verður íslenska þjóðararfinum einnig gert hátt undir höfði, meðal ann- ars með rímnanámskeiði Ragnheiðar Ólafsdóttur auk þess sem kveðskapar- hópurinn Rímþursar og frenjur kveða rímu Skúla Pálssonar um stígvélaða köttinn. Standa vörð um þjóðararfinn Þjóðlagasetrið á Siglufirði var sett á lagg- irnar 2006 og er í Madömmuhúsi þar sem Bjarni Þorsteinsson þjóðlagasafnari bjó fyrstu ár sín á Siglufirði. Setrið hefur staðið fyrir söfnun þjóðlaga í góðum mynd- og hljóðgæðum hvaðanæva af landinu. „Þarna er hægt að hlusta á og horfa á myndbönd af fólki alls staðar að  af landinu dansa, kveða og syngja íslensk þjóðlög,“ segir Gunnsteinn, sem ferðað- ist ásamt kvikmyndagerðarmanninum Dúa Landmark um landið til að safna efni fyrir setrið. „Hingað getur fólk komið og séð efnið, ýmist á skjám eða í tölvum eða leikið á langspil og íslenska fiðlu að vild.“ Dagskrána í heild má finna á heima- síðu Þjóðlagahátíðarinnar. n Þjóðlög heimsins mætast á Sigló Rasoulis-systkinin frá Krít flytja gríska þjóðlagatónlist. MYND/AÐSEND Hörpuleikarinn Ruth Wall flytur kelt- neska tónlist frá Skosku hálöndunum. Mexíkóskir söngvar í flutningi Svan- laugar Jóhannsdóttur verða einn af hápunktum hátíðarinnar. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 7. júlí 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.