Fréttablaðið - 07.07.2022, Side 36

Fréttablaðið - 07.07.2022, Side 36
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is ninarichter@frettabladid.is Tjaldútilegur henta ekki öllum og ýmsar ástæður geta legið fyrir því að ferðalangar kjósi hótel fram yfir prímus og pakkasúpu. Aðgengismál og heilsa geta spilað þar hlutverk á meðan aðra langar einfaldlega að leyfa sér smá lúxus. Fréttablaðið kannaði verð á hótelgistingu í fjórum landshlutum um verslunarmannahelgina. Sam- kvæmt bókunarsíðunni Booking. com kostar ódýrasta hótelgistingin á landsbyggðinni, frá föstudegi 29. júlí til 1. ágúst, miðað við tvo full- orðna sem deila herbergi, 48.139 krónur á Hótel Eddu á Akureyri, sem Norðlendingar þekkja sem húsnæði gömlu heimavistar Menntaskólans á Akureyri. n Ódýrari gistinætur um verslunarmannahelgina Gisting á tjaldstæði getur kostað skildinginn og það kann að vera kostnaðarsamt að endurnýja útilegubúnaðinn. Ein- hverjir gætu séð sér hag í því að greiða fyrir hótelgistingu í staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Á Hótel Eddu á Akureyri. Á Hótel Laugum í Sælingsdal. MYNDIR/BOOKING.COM Á Guesthouse Svartaskógi. Á Hótel Skálholti. AUSTURLAND Á Austurlandi er lægsta verðið á gistinóttunum þremur 62.681 króna á Guesthouse Svartiskógur í 15 fermetra herbergi með sér baðherbergi. Þar má bæta við morgunverði fyrir 2.229 krónur á mann. NORÐURLAND Ódýrasta gistingin á Norðurlandi er á Hótel Eddu á Akureyri, en þar kosta þrjár nætur í 11 fermetra her- bergi 48.139 krónur. Gestir deila baðherbergi með öðrum hótelgestum. Vilji fólk bæta við morgunverði fer upphæðin í 64.018 krónur. VESTURLAND Á Vesturlandi bjóða Hótel Laugar í Sælingsdal þrjár nætur á 52.608 krónur og þar er morgunverður inni- falinn. Stærð herbergisins er ekki tekin sérstaklega fram en þó kemur fram að flatskjár sé í herberginu. Gestir deila baðherbergi með öðrum hótelgestum og þá er einnig tekið fram að engin lyfta sé í húsinu fyrir aðgengi að herbergjum á efri hæðum. SUÐURLAND Hótel Skálholt býður ódýrustu hótelnæturnar á Suðurlandi en þar eru næturnar þrjár á 84.172 krónur og hægt að bæta við morgunverði fyrir 2.368 krónur á mann. Um er að ræða 15 fermetra herbergi með sérbaðherbergi og fullu aðgengi fyrir hjólastóla. FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fréttavaktin býðum landsmönnum upp á fjölbreytta fréttaumfjöllun í opinni dagskrá. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að ræða helstu mál líðandi stundar. Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga á Hringbraut og frettabladid.is 28 Lífið 7. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.