Fréttablaðið - 22.07.2022, Page 10

Fréttablaðið - 22.07.2022, Page 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það er eins og allir missi áhugann á þessum kröftum hækkandi hitastigs í öðru mun mikilvæg- ara sam- hengi. Það samhengi heitir hlýnun jarðar. Frá þess- ari hátíð heima- manna á Álfaskeiði gengur þannig slík íþrótta- bylgja að enn lifir 80 árum síðar! Það er mitt sumar og milt veður. Fólk safnast saman, fagnar fríinu. Grasið dúar undan fótum unga fólksins. Eftirvænting í lofti. Fremstu íþróttamenn landsins að mæta. Sumarið er 1942. Úti í Evrópu er stríð, en í Hreppum er friður. Uppgangur. Áður óþekkt tækifæri. Ung­ mennafélag Hrunamanna hefur undirbúið völlinn á Álfaskeiði í Langholtsfjalli. Það fer kliður um hópinn þegar hinn fjaðurmagnaði Torfi Bryngeirsson skokkar inn á völlinn, Skúli Guðmundsson sveiflar löngum leggjum, heljarmennið Gunnar Huseby hitar sig upp með því að sippa af léttleika og hraða sem sjálf Katrín Tanja væri kát með. Heimamenn tefla fram sínu fremsta fólki, en það á ekki roð í gestina, í brekkunni tala menn um að þeir séu með þeim bestu í heimi, við Íslendingar getum! Unga fólkið fer heim að móti loknu innblásið af kraftinum sem kempurnar gáfu. Heima eru grafnar gryfjur, áhöld keypt, spjótum kastað, hlaupið um holt og móa. Það sem enn meira máli skiptir, leiðtogar stíga fram, félög eflast, æfingum fjölgar. Frá þessari hátíð heima­ manna á Álfaskeiði gengur þannig slík íþróttabylgja að enn lifir 80 árum síðar! Grípum tækifærin Það er mitt sumar og milt veður. Fólk fagnar fríinu. Í dag getum við á mjúkri þúfu í hvaða hreppi sem er, horft í símanum á heimsins besta íþróttafólk etja kappi í heiðarlegri keppni, hvort sem það eru stelp­ urnar okkar á Englandi, eða heimsins fremstu frjáls­ íþróttamenn sem nú keppa á HM í Oregon. Í dag er okkar að njóta íþróttanna, hrífast af hetj­ unum, takast á loft undir einstakri lýsingu snillingsins Sigurbjörns Árna, en þegar við lendum aftur er okkar sjálfra að taka til höndum. Ef við viljum að íþróttabylgja sumarsins ’22 vari í áttatíu ár, þá er okkar að grípa tækifærin, slökkva á skjánum, fara heim og „grafa gryfjur“, efla æfingarnar og unga fólkið, hvetja áfram og þakka leiðtogum, eða stíga sjálf á stokk! n Frá Álfaskeiði til Oregon Freyr Ólafsson formaður Frjálsíþrótta­ sambands Íslands ser@frettabladid.is Vonbrigðin Landsmenn eru nú í óðaönn að búa sig undir vonbrigði næstu viku, en þau hverfast eins og fyrri árin um það hversu erfitt verður að tjalda um verslunarmanna­ helgina og taka seglið saman í lokin, ef það er þá yfirleitt mögu­ legt. Allt saman minnir þetta eyjar skeggj ana á að rigningin á Íslandi er ekki einasta mæld í millimetrum heldur líka í gráð um, það er að segja hvað vatnsveðrið hallar mikið í átt að fangi ferðamannsins, en þar ræður fjölbreytnin ein, allt frá því að úrfellið komi skáhallt að ofan á bringu manns, slepjan dembist lárétt í kviðinn, ellegar að hraglandinn feykist upp undir mann allan. Einnota Það er af þessum sökum sem Íslendingar – og líklega einir þjóða – kaupa sér að jafnaði einnota tjöld til að dvelja í um umrædda helgi. Það hættir enginn rán­ dýrum og margnota tjöldum inn í ofsaveðrið sem geisar alla jafna um helgina sem verslunarmenn eru einir við í vinnu, heldur er bara farið inn á næstu bensín­ stöð til að hafa þaðan með sér illa saumað seglið sem dugar kannski eina nótt eða tvær áður en flúið er inn í næsta íþróttahús þar sem fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð með þjónustu sérfræðinga í áfallastreituröskun. n Sigurður K. Kolbeinsson ræðir við ýmsa þekkta og óþekkta Íslendinga um lífið og tilveruna og sagðar eru skemmtilega sögur og frásagnir aftur í tímann sem mörgum kunna að þykja skemmilegar. Laugardaga kl. 10.00 www.hotelbokanir.is/lifid-er-lag-hladvarp og á Spotify Árni Óðinsson er næsti gestur hlaðvarpsins. Guðmundur Gunnarsson ggunnars@ frettabladid.is Um tíma fór maður vart í matarboð án þess að verða fyrir barðinu á ástríðufullum umræðum um hægeldað kjöt. Merkilegur tími. Það gafst eiginlega ekki tóm til að ræða neitt annað. Hver reynslusagan rak aðra og maður fylltist aðdáun yfir öllum þessum fullmótuðu skoð­ unum á efninu. Ég sökkti mér ekki sérlega djúpt í þetta en ef ég man rétt þá felst snilldin í því að reka rafstaut ofan í bala fullan af vatni. Þar sem fyrir er hrátt kjöt í lofttæmdum poka. Og nú koma töfrarnir. Stauturinn hækkar hitastigið svo löturhægt í átt að suðu að kjötið fattar ekki að það er verið að elda það. Þessa meintu snilld hef ég reyndar aldrei skilið en hvað um það. Mér finnst alltaf best að líkja þessu við mann­ inn sem situr grunlaus að snæðingi í Perlunni, en fattar svo allt í einu að hann hefur snúist í hálfhring og Vatnsmýrin er horfin. Þannig virka hægfara breytingar. Þetta skilja allir. En svo kemur það sem er svo skrítið. Það er eins og allir missi áhugann á þessum kröftum hækkandi hitastigs í öðru mun mikilvægara samhengi. Það samhengi heitir hlýnun jarðar. Sömu kraftar. Sama lögmál. Nema, í til­ felli loftslagsbreytinga erum við bæði kjötið í pokanum og stauturinn sem stýrir hitanum. Allt ferlið er á okkar valdi. Við sitjum í súpunni. Bókstaflega. Kannski finnst okkur of erfitt að tala um þetta. Sumir kjósa meira að segja að afneita þessu. En staðreyndin er samt sú að þetta er ekki eitthvað mál sem getur beðið þangað til við orkum að takast á við það. Það ganga yfir okkur krampabylgjur. Hiti yfir fjörutíu gráðum. Skógareldar um allar jarðir og stórfljót að þorna upp. Rafstauturinn er löngu farinn að bíta og hann bítur fast. Samt höldum við áfram að spæna upp kjarnhitann. Eða erum við kannski komin að ákveðnum krossgötum í þessu ástar­ og haturssambandi okkar á hægeldun? Nú þegar viðvaranir okkar fremstu vísindamanna eru farnar að rætast. Ef það er raunin þá stöndum við í raun frammi fyrir tveimur kostum. Við getum dregið hraðar úr losun og gripið strax til aðgerða. Við þurfum bara að vakna. Svo er það hinn kosturinn. Við getum líka setið hérna áfram í balanum. Eins og hægeldað kjöt í poka. Kvartandi yfir kjarnhitanum sem við sjálf stjórnum. Spurningin er í raun hvort við elskum hægeld­ un nógu mikið til að sjóða okkur sjálf. n Hægeldað kjöt SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 22. júlí 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.