Fréttablaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Hlutir sem verða sérkennilegir og einhverjum finnast gallaðir búa oft yfir miklum sjarma. Matar- stellið okkar samanstendur af mismunandi stórum diskum og skálum af ýmsum gerðum, segir Margrét. Útsýnið er stórfenglegt úr stofunni. Leirlistaverkin eru fjölmörg og í margs konar útfærslum. Afskorin blóm setja mikinn svip á heimilið. jafnfram að þegar þau fluttu í húsið hafi þau farið í ýmsar endur- bætur en skipulagið og hönnunin hafi verið þannig að það þurfti ekki stórar breytingar. Listmunir, bækur og tónlist Þegar Margrét er beðin um að lýsa heimilisstílnum stendur ekki á svari. „Heimilið okkar er afslappað og skapandi. Eðli málsins sam- kvæmt er heimilið fullt af list- munum eftir mig sjálfa og aðra listamenn en svo er líka mikið af hljóðfærum þar sem maðurinn minn og dóttir eru bæði í músík. Bækur og tónlist skipa stóran sess í okkar heimilislífi. Það sem mér finnst gera heimili að heimili er auðvitað fólkið sem býr þar og að áhugamál heimilisfólksins og yndi endurspeglist í húsinu.“ Hjarta heimilisins slær í stofunni. „Við erum með arin í stofunni og þar finnst okkur ósköp gott að sitja, bæði á köldum vetrardögum og regnvotum sumarkvöldum.“ Jarðlitir og ljósir tónar Jarðlitir eru ríkjandi á heimilinu með mildum og ljósum tónum. „Við notumst nær eingöngu við jarðliti og ljósa, milda tóna. Áferð hlutanna skiptir mig miklu máli, kannski vegna þess að ég vinn mikið með áferð í minni listsköp- un. Ég vil hafa náttúrulega áferð á hlutunum og efnisvalið er eftir því, olíuborið timburgólf, ull, bómull og hör eru áberandi hér heima. Mér finnst náttúruleg efni verða fallegri við notkun með árunum. Allir útveggir inni í húsinu eru málaðir með kalkmálningu frá Kalklitum. Áferðin er lifandi og hlýleg og hefur enst alveg ótrúlega vel. Innveggir hússins eru allir mál- aðir með hvítri, mattri málningu.“ Saga og minningar skipta máli Margir hlutir og munir á heimilinu eiga sér sögu og hafa tilfinninga- legt gildi fyrir hjónin. „Heimilið okkar Guðmundar hefur þróast með okkur þessi rúmu 30 ár sem við höfum verið saman. Okkur þykir vænt um húsgögnin okkar og erum ekki mikið að skipta þeim út. Mér þykir fallegt þegar það sést á hlutum að þeir eru notaðir og eru jafnvel orðnir svolítið slitnir og lífsreyndir. Þá fylgir þeim saga og minningar sem eru svo mikils virði. Hins vegar skipti ég gjarnan um ábreiður og púðaver eftir árstíðum. Þegar daginn fer að lengja er gaman að taka inn bjartari og glað- legri liti en þegar vetrar rúllum við út mottum og drögum fram dekkri púðaver og setjum kerti í öll skúmaskot. Ég hef svo mikið dálæti á borðum af öllum stærðum og gerðum og á aldrei nóg af þeim. Borðstofuborðið hefur fylgt mér lengi. Ég hannaði það og bjó til fæturna úr leir. Innskotsborðin eru orðin mjög gömul, þau eru eftir afa minn og ég held mikið upp á þau.“ Allt leirtau á heimilinu er eftir Margréti og fær að njóta sín. „Ég tek gjarnan með mér heim af verk- stæðinu hluti sem verða aðeins öðruvísi en þeir áttu að verða. Hlutir sem verða sérkennilegir og einhverjum finnast gallaðir búa oft yfir miklum sjarma. Matarstellið okkar samanstendur af mismun- andi stórum diskum og skálum af ýmsum gerðum en þegar þetta raðast saman myndar það sterka heild.“ Körfustóllinn ómissandi Eldhúsið er stílhreint, stórt og bjart með stórum gluggum þar sem útsýnið er stórfenglegt og má segja að þar sé lifandi málverk á ferð sem breytist frá degi til dags. Mar- grét hefur gaman af því að sýsla í eldhúsinu og segir að það sé einn hlutur þar sem henni finnst ómiss- andi af hafa. „Í eldhúsinu er gamall notalegur körfustóll sem gott er að setjast í. Þegar verið er að sýsla í eldhúsinu finnst fólki gott að setjast í hann, þá er hægt að spjalla á meðan er verið að stússast. Eldhúsið er þannig ekki bara vinnusvæði heldur einnig rými þar sem hægt er að slaka á,“ segir Margrét, sem kann svo sannarlega að njóta, enda mikill lífskúnstner. Blóm skipa líka ákveðinn sess á heimilinu og í eldhúsinu er ein risastór planta sem setur sterkan svip á eldhúsið. „Ég er mikil blómakona og þarf að skrafa aðeins við blómin á hverjum degi. Pelargóníur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér en þær eru viljugar að blómstra. Á veturna er ég mikið með afskorin blóm og mér finnst það alltaf gefa heimil- inu fallegan svip.“ Villt náttúran fær að njóta sín Lóðin í kringum húsið er ekki hefðbundin. „Það eru klappir á lóðinni, mosi, stórar breiður af roðafífli og margar blómategundir sem vaxa villtar í náttúrunni. Við viljum hafa sem minnst af grasi sem þarf að slá og reynum að haga garðinum þannig að hann þurfi ekki mikla umhirðu. Ég hef ekki viljað hafa mikið af blómabeðum en bóndarósir get ég ekki staðist svo þær eru nokkrar í beði sunnan undir vegg. Þegar ég huga að garðinum finnst mér gott að gera það seint á kvöldin og njóta um leið kvöldsólarinnar, kyrrðar- innar og þessa dásamlega útsýnis sem hér er.“ Heimili Margrétar er hennar griðastaður og veitir henni vel- líðan. „Mér finnst alltaf gott að koma heim til mín og það er ómetanlegt að eiga heimili þar sem manni líður vel og finnur frið, ró og skjól með sínu góða fólki. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Margrét að lokum. n Okkur þykir vænt um hús- gögnin okkar og erum ekki mikið að skipta þeim út. 2 kynningarblað A L LT 22. júlí 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.