Fréttablaðið - 22.07.2022, Síða 17
Hvað er að gerast núna um helgina? n Tískutröll vikunar
Föstudagur Laugardagur Sunnudagur22.
júlí
23.
júlí
24.
júlí
n Sumarhátíð
Hótel Flatey – Alla helgina
Hótel Flatey býður upp á tón
listarveislu í sumar. Tómas R.
Einarsson og Ómar Guðjónsson
spila.
n Reykholtshátíð
Reykholtskirkju –
alla helgina
Sígild tónlist í sögulegu um
hverfi. Hátíðin er sett með tón
list eftir Mozart og Schumann.
n Prins Póló og Moses
Hightower
Gamla Bíó – 21.00
Standandi partí með Prinsinum
og Moses sem
hafa átt í nánu
samstarfi
undanfarið.
n Pallaball á Frönskum dögum
Skrúði, Fáskrúðsfirði – 23.50
Páll Óskar mætir á Franska daga
og verður með alvöru Pallaball.
n Hinsegin listamarkaður
LHÍ Þverholti – 16.00
Hinsegin list eftir hinsegin lista
menn til sölu. Bæði laugardag
og sunnudag.
n Druslugangan
Miðbæ Reykjavíkur – 14.00
Gengið verður frá Hallgríms
kirkju niður að Austurvelli þar
sem efnt verður til sam stöðu
fundar með ræðuhöldum og
tónlistarflutningi.
n Bræðslan
Borgarfirði eystri – 19.00
Tónlistarhátíð Borg
firðinga. Fram koma
Skálmöld, Írafár,
Flott, Mugison &
KK og Malen.
n Trilludagar
Siglufirði –
10.00
Fjölbreytt dag
skrá allan daginn
og eitthvað fyrir
alla fjölskyld
una alla helgina.
n Flug & fákar
Egilsstaðaflugvöllur
Flugbrautin hefur verið mal
bikuð á ný og því ber að fagna
með því besta sem flugið hefur
upp á að bjóða. Fornbílar og
listflug.
n Að slaka á – Svava Dögg
Strandgata 19, Hafnarfirði –
13.00- 17.00
Myndlistarkonan Svava Dögg
heldur einkasýningu sína í
Litla galleríi. Hún segir verkin
endurspegla innri ólgu og sækir
innblásturinn í persónulegt
ferðalag sem endaði með því að
slaka á.
n Aðalstræti ... sagan heldur
áfram
Borgarsögusafn, Aðalstræti 10,
Reykjavík – 10.00–17.00
Fjölskylduvæn og fræðandi
sýning um þróun Reykjavíkur frá
býli til borgar. Sýningin teygir
sig neðanjarðar frá Landnáms
sýningunni í Aðalstræti 16 yfir
í elsta hús Kvosarinnar, sem er
Aðalstræti 10. Sýningin er fram
hald af Landnámssýningunni og
rekur sögu byggðar í Reykjavík
allt frá landnáminu til sam
tímans.
Bandaríski kvikmyndaleikarinn
Brad Pitt er tískutröll vikunnar
en stílistar um víða veröld tóku
andköf af hrifningu þegar kynn-
ingarherferð nýjustu myndar
kappans, Bullet Train, fór af stað
í vikunni. Brad klæðist litríkum
jakkafötum í sumarlegum litum úr
léttum efnum eins og hör. Þá mátti
sjá hann í pilsi á frumsýningu
Bullet Train í Berlín í fyrradag. Hin
íslenska Elísabet Rónaldsdóttir
klippti kvikmyndina. n FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FRÁBÆRT ÚRVAL
— TGI FRIDAYS VÖRUR —
GOTT
VERÐ!
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að segja sína skoðun óháð áliti annarra
• Kjark til að tala um eigin líðan og annarra
• Leiðir til að eignast vini, bæta samskipti og styrkja sambönd
• Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
Það styttist í skólann og nú er tækifærið að styrkja
mikilvæga þætti fyrir veturinn.
Námskeiðin eru metin til eininga í framhaldsskólum.
Hægt að nota frístundastyrki.
Undirbúningstímabilið er hafið!
Skráning á dale.is
*Hægt er að nota frístundastyrki bæjarfélaga sem greiðslu - Youth_Ad_122721
Námskeið hefjast:
9 til 12 ára 8. ágúst 9.00 til 16.30 fjóra daga í röð
10 til 12 ára 3. ágúst 9.00 -13.00 átta virka daga í röð
13 til 15 ára 3. ágúst 9.00 -13.00 átta virka daga í röð
16 til 19 ára 3. ágúst 18.00 -22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
20 til 25 ára 2. ágúst 18.00 -22.00 tvisvar í viku, 9 skipti
ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 22. júlí 2022