Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2022, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 22.07.2022, Qupperneq 22
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Birna Lárusdóttir Hveralind 2, lést á Hjartadeild Landspítalans mánudaginn 18. júlí, í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 27. júlí klukkan 13. Athöfninni verður streymt á www.lindakirkja.is/utfarir. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjartadeildar Landspítalans fyrir einstaka alúð í veikindum hennar. Bjarni Lárus Harðarson Nína Vilborg Hauksdóttir Kristján Þór Harðarson Geirlaug B. Geirlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Steindórssonar Ljósheimum 16a, Reykjavík. Katrín Sigurðardóttir Sonnentag Þorsteinn Jóhannsson Páll Sigurðsson Wieslawa Paszek Kristín, Páll og Pétur Antoni og Tymon Þorsteinn Örn Algjör draumur fyrir ungan tónlistarmann María Emilía hóf tónlistarnám sitt aðeins þriggja ára gömul. MYND/ATLI ARNARSSON 1227 Valdimar sigursæli bíður ósigur gegn þýsku greif- unum í orrustunni við Bornhöved. 1245 Kolbeinn ungi Arnórsson, höfðingi af ætt Ásbirn- inga, andast 37 ára að aldri. 1513 Kristján II. verður konungur Danmerkur og Noregs. 1581 Áttatíu ára stríðið hefst: Norðurhéruð Niðurlanda sverja afneitunareiðinn og segja sig úr lögum við Filippus II. Spánarkonung. 1684 Gísli Þorláksson biskup á Hólum andast 53 ára. Hann er þrí- kvæntur. 1910 Zeppelin-loft- farið flýgur í fyrsta skipti. 1929 Landakotskirkja í Reykjavík er vígð. 1939 Tveir þýskir kafbátar koma til Reykjavíkur. Þetta eru fyrstu kafbátarnir sem koma til Íslands. 1992 Bandaríska leikkonan Selena Gomez fæðist. 2003 Uday og Qusay Hussein, synir Saddams Hussein, eru felldir eftir umsátur í Írak. 2011 Eden í Hveragerði brennur til kaldra kola í stór- bruna. 2013 Georg prins af Cambridge fæðist á þessum degi. Merkisatburðir Strauss norðursins María Emilía Garðarsdóttir fiðluleikari var ein af örfáum sem fengu aðild að nýstofnaðri akademíu Fílharmóníusveitar Kaupmannahafnar. arnartomas@frettabladid.is Lumbye-akademían er glæný stofnun á vegum Fílharmóníusveitar Kaupmanna- hafnar þar sem lagt er upp með að styðja við bakið á efnilegu tónlistarfólki víðs vegar um Evrópu og undirbúa það fyrir þær síbreytilegu kröfur sem fylgja því að vera í sinfóníuhljómsveit. María Emilía Garðarsdóttir fiðluleikari var ein þeirra sem sóttu um þegar akademían aug- lýsti eftir umsóknum og tryggði sér eitt örfárra sæta sem í boði voru. „Ég veit ekki hversu margir sóttu um, en það var þrjátíu og einn fiðluleikari sem fékk að koma í prufu fyrir þau fjögur pláss sem í boði voru,“ segir María Emilía, sem lýsir prufuspili sem sér- stakri reynslu. „Það spila allir það sama og maður þarf að spila allt fullkomlega án þess að virðast vera varkár, því maður verður að skapa tónlistarlega upplifun á örfáum sekúndum fyrir dómnefndina til að standa upp úr fjöldanum.“ Draumi líkast María Emilía segir það algjöran draum fyrir ungan tónlistarmann að fá inni í akademíunni. „Að komast þangað inn þýðir að ég hef stöðugt starf í hljómsveit næstu tvö árin þar sem ég mun hafa mikið af forsendum til þess að verða betri í mínu fagi,“ segir hún og bendir á að eitt af markmiðum akademíunnar sé að meðlimir fái sæti í fremstu sinfóníuhljómsveitum heimsins þegar tveggja ára samningnum lýkur. „Mér finnst það ennþá svo óraunveru- legt að hafa unnið starf í hljómsveitinni næstu tvö árin, því þetta er alveg týpískt eitthvað sem mig myndi dreyma um í svefni og vakna svo ótrúlega vonsvikin og fúl.“ Blíðviðri og skosk hálandanaut Aðspurð segist María Emilía í rauninni alltaf hafa spilað á fiðlu. Hún hóf nám í Suzuki-deild Tónskóla Sigursveins þriggja ára og var þar trygg og trú þar til hún útskrifaðist þaðan með Auði Haf- steinsdóttur sem aðalkennara. „Þá var förinni heitið til Kaupmanna- hafnar í Konunglega danska tónlistar- konservatoríið þar sem ég kláraði bakka lárgráðu 2021, en ég er þar enn í námi og á eitt ár eftir af meistaranáminu mínu, þar sem ég hef Frederik Øland úr Danska strengjakvartettinum, og Elisa- beth Zeuthen Schneider sem leiðbein- endur.“ Og lífið í Danmörku er ansi gott. „Veðrið er gott og maður getur hjólað allt sem maður fer. Ég hef ekki mikið rúm fyrir önnur áhugamál utan tón- listarinnar, en þar sem það tekur mikið á að vera að fara í mikið af keppnum og prufuspilum reyni ég að vera mikið í náttúrunni því það hjálpar mér mikið með streituna sem fylgir þessu. Það er til dæmis stór villtur garður beint við hlið- ina á heimilinu mínu í Kaupmannahöfn þar sem skosk hálandanaut ganga laus, og það er einmitt uppáhaldsstaðurinn minn til að vera og svara tölvupóstum og svoleiðis.“ n Hans Christian Lumbye fæddist í Kaupmannahöfn 2. maí 1810. Hann stundaði tónlist frá unga aldri og fékk stöðu sem hornleikari í sin- fóníuhljómsveit aðeins fjórtán ára gamall. Þegar Tívolíið í Kaupmannahöfn var opnað 1843 var Lumbye gerður að stjórnanda Tívolísveitarinnar, sem síðar varð að Fílharmóníusveit Kaupmannahafnar. Hann samdi um 700 verk fyrir sveitina á næstu þrjá- tíu árum, einna helst polka og valsa. Lumbye var ástsælt skáld, þekktur fyrir aðgengileg tónverk sín þar sem hljóð sem ekki eru framkölluð úr hljóðfærum voru notuð í mörgum þeirra, til dæmis hvellur úr kampa- vínsflösku í einu þekktasta verki hans, Kampavínsgalloppinu. Lumbye var undir miklum áhrifum frá austurríska tónskáldinu Johan Strauss eldri og fékk því viðurnefnið „Strauss norðursins“. Lumbye var hins vegar í svo miklum metum hjá Dönum að þeir tóku upp á því að kalla Johan Strauss yngri „Lumbye suðursins“. Þetta er alveg týpískt eitthvað sem mig myndi dreyma um í svefni og vakna svo ótrúlega von- svikin og fúl. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 22. júlí 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.