Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 10

Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 10
10 Rit Mógilsár 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 0 20 40 60 80 100 La n d ve rð ( 1. 00 0 kr .) Landstærð (ha) Meðalverð > 15 ha 15 ha B A 3. mynd. Hektaraverð 12 landspildna í meira en 200 km fjarlægð frá Lækjartorgi. Söluverð fimm spildna sem voru minni en 15 ha (rauðir punktar) og 7 spildna sem voru stærri en 15 ha (bláir punktar) í landverðsgagnagrunni45 ásamt áætluðu hektaraverði46 fyrir þessar 12 spildur með landverðslíkani (svartir krossar tengdir með strikalínu), meðalsöluverð spildna yfir 15 ha var 279.877 kr. á ha (blá lárétt strikalína). Lóðrétt svört strikalína sýnir 15 ha landstærð. Meðalstærð (ha) og meðaltal metins hektaraverðs (1.000 kr. á ha) í 12 úrskurðum matsnefndar eignarnámsbóta á árabilinu 2010-2019 sem vörðuðu land í meiri fjarlægð en 200 km frá Lækjartorgi (grár tígull merktur A). Meðalstærð og meðaltal reiknaðs hektaraverðs (söluverðs) í þessum 12 úrskurðum mats nefndar eignarnámsbóta (grænn tígull merktur B). Meðalstærð og meðalverð í þessum 12 úrskurðum er sýnt ásamt staðal frávikum (heilar línur með þverstriki). Land, hús og starfsemi Í gagnaskránni voru 290 landspildur án mannvirkja eða annarra gæða en landsins sjálfs og minni en 100 ha að flatarmáli41. Meðalstærð spildnanna var 24,5 ha en miðgildisstærðin 14,1 ha. Spildurnar voru flestar í innan við 200 km fjarlægð frá Lækartorgi (96%). Aðeins 12 spildur voru fjær höfuðborginni en 200 km. Meðalstærð þeirra var 32,9 ha, miðgildisstærðin 23 ha og sú minnsta 1,2 ha. Af þessum 12 spildum voru sjö stærri en 15 ha. Meðalstærð þeirra var 51,1 ha og ásett verð var að meðaltali 399.825 kr. á hektara (söluverð metið um 280.000 kr. á ha42). Þær fimm spildur sem voru innan við 15 ha að stærð voru að meðaltali 7,3 ha og ásett meðalverð þeirra var 1.696.327 kr. á hektara (söluverð metið um 1.187.000 kr. á ha43). Þótt tilvikin séu fá virðast smærri spildur fjarri höfuðborginni seljast hærra verði en stórar44. Áhrif landstærðar á hektaraverð landspildna fjarri höfuðborgarsvæðinu virðist því áþekk og landverðslíkanið spáir. Árið 2011 voru 10 jarðir til sölu sem höfðu nothæf íbúðar hús og aðrar byggingar, árið 2014 voru jarð- irnar 94 og 56 árið 2019. Meðalverð jarðanna með 41 Þetta var land án húsa, án tekjustofns s.s. hlunninda eða atvinnu- reksturs, án birkikjarrs, skógar eða skógræktarsamnings. 42 Söluverð metið f x ásett verð ( f = 0,7 án MSE/2). 43 Söluverð metið f x ásett verð ( f = 0,7 án MSE/2). 44 Tilvikin voru of fá fyrir raunhæfan tölfræðilegan samanburð. 45 Söluverð metið 0,7 x ásett verð. 46 Án MSE/2-leiðréttingar ( f = 0,7). húsum var, á verðlagi í ágúst 2019, kr. 57.793.559 árið 2011, kr. 55.313.322 árið 2014 og kr. 64.010.714 árið 2019. Áætlað meðallandverð á þessum jörðum var kr. 33.706.124 árið 2011, kr. 35.711.587 árið 2014 og kr. 39.240.702 árið 2019. Meðalverðmæti íbúðarhúsa og annarra bygginga virðist því kr. 24.087.435 árið 2011, kr. 19.601.735 árið 2014 og kr. 24.770.013 árið 2019. Út frá reiknuðu vegnu meðaltali þessara þriggja ára var landverð um 65% af jarðarverði en húseignir 35% heildar verðsins. Árin 2014 og 2019 voru í gagnagrunninum til sölu sjö kúabú í fullum rekstri. Að frátöldu landverði var

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.