Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 28

Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 28
28 Rit Mógilsár 80% tilvika vatn úr lækjum eða öðrum náttúrulegum uppsprettum á landinu (Halldórsdóttir 2014). Í 59% til vika nutu hrossin skjóls af landslagi eða voru án skjóls. Í öðrum tilvikum var komið upp brynn ingu og manngerðu skjóli. Kostnaður við skjól og brynn ingu er því hér talinn óveruleg viðbót við landsmeðaltals- kostnað við hagagöngu og undanskilinn í þessu mati. Í könnun Sigrúnar Eddu var ekki spurt hvað væri inni- falið í greiðslum fyrir hagagöngu. Oftast er girðing og eftirlit með hrossunum innifalið í greiðslu fyrir hagagöngu en greitt sérstaklega fyrir heygjöf, salt- steina og fleira.83 Við mat á landrentu er gert ráð fyrir að eftirlit og girðingar séu innifaldar í greiðslum fyrir haga göngu hrossa en sérstaklega sé greitt fyrir heygjöf, saltsteina og annað sem lýtur að velferð hross anna. Kostnaður við heygjöf og saltsteina var hér metinn til að skoða hve viðkvæmt mat á land- rentu er fyrir kostnaðarforsendum. Vinna við eftirlit með stóði var metin út frá tíðni og tímalengd eftirlitsferða. Tíðni eftirlitsferða var metin út frá upplýsingum um tíðni eftirlitsferða samkvæmt könnun um aðbúnað útigangshrossa.84 Líklegasta tíðni var metin 2/3 (tveir af þremur dög- um) og útgildin daglega (mest) og 1/14 (aðra hverja viku). Besta gildi fyrir tíðni eftirlitsferða var metið samkvæmt PERT-aðferð 0,62 (lítið eitt sjaldnar en líklegasta gildi). Líklegasti vinnutími í eftirlitsferð var metinn 30 mín- útur og útgildin 10 mínútur og 2 klst. Við mat á út- gildum var stysti tíminn miðaður við litla girðingu nærri bæ en sá lengsti nokkrar stórar girðingar fjarri bæ sem ekki verða skoðaðar nema fara á staðinn. Líklegustu laun (útseld vinna með VSK) fyrir útselda vinnu voru metin kr. 7.000 á klst. Útgildin voru metin kr. 5.000 og kr. 8.000 á klst. Besta mat skv. PERT- aðferð var kr. 6.833 á klst. Árlegur vinnutími við eftirlit hrossastóðs var met inn fyrir líklegasta vinnutíma á dag og bæði útgildi lík- legasta daglegs vinnutíma. Vinnutíminn var metinn besta gildi fyrir tíðni eftirlitsferða sam kvæmt PERT- aðferð sinnum vinnutími á eftirlitsferð marg faldað með 365 dögum á ári. Árlegur launa kostnaður (út- seldur) við eftirlit með stóði var metinn margfeldi árlegs vinnutíma og besta mats á útseldum launum. Árlegur kostnaður á hektara í hestagirðingu var met- inn sem árlegur eftirlitskostnaður með stóði deilt með landstærð. Kostnaður var reiknaður fyrir lík leg- ustu gildi og útmörk fyrir kostnað og landstærð. Lengd girðingar var metin út frá flatarmáli girts haglendis (126,4 ha) með jöfnu 13: Þar sem L er lengd girðingar (metrar), A er flatarmál girðingar (hektarar) og f er fasti sem lýsir fráviki girðingar lögunar frá ferningi og var metið f = 1,5. Líklegur stofnkostnaður girðingar um hrossahaga á verðlagi í ágúst 2019 var metinn 643 kr. á metra með útgildi 275 kr. á m fyrir ódýrustu girðingar og 1.010 kr. á m fyrir dýrustu gerð. Árlegt endurnýjunarhlutfall var metið 5% af stofnkostnaði líklegustu girðingar, 4% af ódýrustu girðingu og 7% af dýrustu gerð. Líklegasti árlegur viðhaldskostnaður girðingar var metinn út frá þessum forsendum (stofnkostnaður x endurnýjunarhlutfall) 32 kr. á m með útgildi 11 kr. á m og 71 kr. á m. Besta gildi var metið með PERT- aðferð 35 kr. á girðingarmetra. Árlegur girðingarkostnaður á hektara var metinn fyrir líklega, stóra og litla girðingu. Girðingarkostnaður var reikn aður lengd girðingar (metrar) x árlegur endur nýjunar kostnaður (35 kr. á metra) og deilt með girðingar stærð (126,4 ha). Landrenta af leigu lands til hagagöngu hrossa var metin hreinar árstekjur umfram gjöld deilt með land- verði. Innifalið í greiðslu fyrir hagagöngu er oftast kostnaður við girðingar og eftirlit með hrossunum. Hreinar tekjur voru metnar tekjur af hagagöngu (kr. 9.917 á hektara) að frádregnum kostnaði af umsjón hrossanna (mestur k. 6.419 kr. á ha, líklegur 3.061 kr. á ha, minnstur 1.622 kr. á ha) og girðingarkostnaði (hæstur 2.390 kr. á ha, líklegur 1.388 kr. á ha, minnst- ur 981 kr. á ha). Hreinar tekjur voru þannig metnar minnstar 1.107 kr. á ha, líklegar 5.468 kr. á ha og mestar 7.313 kr. á ha. Besta mat með PERT-aðferð var 5.049 kr. á ha (meðalarður af hagagöngu hrossa). Deilt með vegnu meðallandverði (kr. 163.815 kr. á ha) var metin landrenta með PERT-aðferð 3,08% (minnst 0,68%, líkleg 3,34%, mest 4,46%). Á sjö ára tímabili (2013-2019) voru um 10 hesta stóði (8-15 hross, meðaltal 9,9 hross) í Flóahreppi gefnar 103,5 heyrúllur allt tímabilið. Árlegur heygjafartími var að meðaltali 5,4 mánuðir, flest ár frá desember fram í maí. Á heyverði 2019 var meðalkostnaður fyrir mánaðar lega heygjöf í haga 3.493 kr. á hross eða á ári 18.960 kr. á hross. Besta gildi fyrir þéttleika hrossa í haga (7,71 ha á hest) var deilt í árskostnaðinn til að áætla árlegan kostnað við heygjöf á hektara (2.459 kr. á ha). Á húsi sleikja hestar um 33,3 g af saltsteini á dag (Guð bjartsdóttir 2012). Út frá því má ætla að árs neysla með óheftum aðgangi sé 12 kg á hross. Samkvæmt mynd 12 og 13, bls. 20, í Halldórsdóttir (2014) hafa um 73% hrossa í hagagöngu aðgang að salti eða stein efnum í haganum. Meðalneysla gæti því verið 8,7 kg (12 x 0,73). Hér var verð saltsteins áætlað 300 kr. á kg og ársneyslan kosti 2.621 kr. á hest. Meðal- saltkostnaður er þá 340 kr. á hektara. 83 Munnleg heimild, Anna Lilja Jónsdóttir. 84 Mynd 26, bls. 26, Sigrún Edda Halldórsdóttir (2014). += Af Af AL 22100 (13)

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.