Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 12

Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 12
12 Rit Mógilsár Meðalbótafjárhæð fyrir eignarnumið land var kr. 2.907.83251. Í mörgum tilvikum voru önnur gæði en land einnig metin og heildarbætur þá töluvert hærri, en í öllum tilvikum var landverðsþátturinn skýrt af- mark aður frá öðrum gæðum. Matskostnaður, þ.e. kostnaður matsnefndar eignar- náms bóta og lögfræðikostnaður matsþola, var að meðaltali kr. 2.442.67952. Í flóknum matsmálum sem vörðuðu marga eigendur, margskipt land og ólík gæði var matskostnaður yfir meðaltali en matskostnaður virtist lítið háður landstærð53 eða upphæð bóta fyrir land54 og var óháður heildarbótafjárhæð55. Bótafjárhæð fyrir land, að viðbættum matskostnaði, var að meðaltali kr. 5.350.512 fyrir þessar 25 spildur. Landbætur að viðbættum matskostnaði voru meira en tvöfalt hærri upphæð (2,17x) en landbæturnar einar. Þess ber að geta að kostnaður matsbeiðanda kemur ekki fram í matinu þannig að heildarkostnaður við eignarnámið er töluvert hærri56. Í 23 matsmálum57 á þessu tímabili hafði matsbeiðandi boðið matsþola bætur áður en til eignarnáms kom. Meðalstærð þessa lands var 4,2 ha, meðalboð var 647.863 kr. á hektara en úrskurðaðar bætur í þessum málum voru 1.154.576 kr. á hektara. Tilboðið var því að meðaltali 56% af meðallandbótum fyrir hektara. Í tólf matsmálum á þessu tíu ára tímabili58 var hið metna land innan við 15 hektarar að flatarmáli og fjær höfuð borginni en 200 km. Meðalstærð hins eignar numda lands var 5,2 ha en miðgildið 4,6 ha. Úr skurðað ar bætur fyrir landið voru að meðaltali 469.936 kr. á ha en útreiknað verð með landverðs- líkan inu var að meðaltali 1.108.587 kr. á ha. Úrskurð- að ar bætur voru því 42% af reiknuðu verði skv. land- verðs líkani. Verðspá líkansins gaf áþekkt verð fyrir eignarnumdu spildurnar og meðalverð spildna í landverðs grunninum sem voru minna en 15 ha og fjær Lækjar torgi en 200 km59. Úrskurðaðar bætur virt ust áþekkar eða heldur hærri en verð fyrir land spildur í gagnagrunninum sem voru í meira en 200 km frá borginni og töluvert stærri en 15 ha. Landrenta Vegin meðallandrenta (landsmeðaltal) af haga- göngu hrossa var metin að meðaltali 3,1% án hey- gjafar eða saltsteins60 (sjá nánar í Viðauka 2, bls. 27). Reiknað á föstu verðlagi í ágúst 2019 var greiðsla fyrir hagagöngu fyrir einn hest í 8-15 hrossa stóði í Flóan- um árin 1989-2003 að meðaltali 2.173 kr. á mánuði. Í banka bólunni 2004-2008 fór meðalgreiðslan fyrir hest inn í 3.266 kr. á mánuði en frá 2008-2019 var hún að meðaltali 2.752 kr. á mánuði fyrir hestinn (5. mynd). Í þessum viðskiptum voru afnot af girtu beitar landi og eftirlit með hrossunum innifalið í greiðslu fyrir hagagöngu en greitt var sérstaklega fyrir hey gjöf og annað tilfallandi. 51 Bótafjárhæðarbil: kr. 44.460-kr. 18.150.000; N = 25. 52 Kostnaðarbil: kr. 1.050.000-kr. 5.886.105; N = 25. 53 R2 = 0,23; N = 25. 54 R2 = 0,15; N = 25. 55 R2 = 0,0124; N = 25. 56 Sennilega um og yfir þriðjungi hærri. 57 23 matsmál af þeim 25 málum sem matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði á árunum 2010-2019. 58 Úrskurðir matsnefndar eignarnámsbóta árin 2010-2019 59 Ásett verð 1.696.327 kr. á ha. Söluverð metið 0,7 x ásett verð eða um 1.187.000 kr. á ha. 60 Yfirleitt er greitt sérstaklega fyrir heygjöf. Væri heygjöf og salt- steinn innifalið í greiðslu fyrir hrossabeit væri meðal landrentan 1,4%. 0 1.000 2.000 3.000 4.000 0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 Á rs g ja ld fy ri r h ag ag ö n g u (k r. á h ro ss ) La n d re n ta ( % ) Almanaksár 5. mynd. Gjald fyrir árshagagöngu (kr. á hross, gjald fært að almennu verðlagi í ágúst 2019), heil græn lína, og landrenta (%), blá brotalína, árin 1989-2019 í langtímaviðskiptum í Flóahreppi, Árnessýslu.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.