Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 16

Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 16
16 Rit Mógilsár landbúnaðarhéruð í Árnessýslu mat nefndin verð- mæti landsins ekki út frá hagagöngu eða ræktunar- möguleikum heldur út frá hugsanlegri nýt ingu eða skerðingu á nýtingarmöguleikum undir frístunda- land.68 Árið 2004 voru sett ný jarðalög (81/2004) sem rýmk uðu heimildir til eigendaskipta og annarrar notkun ar en landbúnaðar. Það sama ár (2004) fóru bankar á Íslandi að bjóða lán til fasteignakaupa á lág um vöxtum og buðu lán fyrir öllu kaupverðinu69. Fasteigna- og landverð rauk upp (1. mynd). Afleið- ingin var fasteignabóla sem sprakk í bankahruninu árið 2008. Ásett verð lækkaði lítið eða ekkert en eignir seldust ekki. Fyrst eftir bankahrunið voru nán- ast einu viðskiptin kaup kröfuhafa á uppboðum. Fremur hátt landverð árið 2011 var sennilega vegna tregðu seljenda til að lækka verð þótt það væri of hátt í augum kaupenda og engin spurn væri eftir eignum á þessu verði. Markaður með jarðir og lönd staðnaði fram til 2013 en þá voru jarðir farnar að seljast á ný (Elíasdóttir 2015). Næstu ár jókst ferðaþjónusta hratt. Ný bókunarkerfi gerðu íbúðareigendum fært að leigja ferðamönnum gistingu og íbúðir hurfu af almennum leigumarkaði. Á sama tíma fluttist fólk til landsins til að vinna í ferða- þjónustu og byggingariðnaði. Þetta varð með öðru til þess að fasteignaverð reis í nýjar hæðir (1. mynd). Á árinu 2020 lækkaði Seðlabankinn vexti veru lega og lán með lágum vöxtum flæddu inn á fasteigna- markaðinn. Haustið 2020 voru vísbendingar um nýja eignabólu sem næði til landeigna. Afnot og þolinmæði Hvort heldur landverð er myndað af staðarvirði eða nýtingarvirði eru tengsl milli landverðs og þeirra gæða sem landið veitir. Gott land selst dýrara en lak- ara land og það má skýra út frá núvirði tekjustraums70 eftir að allur kostnaður við landnýtinguna er að fullu greiddur. Þessar hreinu tekjur nefnast arður. Þegar land verði er deilt í árlegan arð fæst hlutfallstala sem nefnist landrenta. Á sama hátt má reikna rentu af fjár magni, t.d. leiguhúsnæði. Þá er húsverði deilt í ársleigu að frádregnum öllum kostnaði við leigu- húsnæðið. Fyrir hús eða aðstöðu greiðist lóðarleiga sem myndar þar með arð af landinu. Munurinn á staðar virði og nýtingarvirði birtist í því hvort arður- inn tengist staðnum óháð stærð eða breytist með landstærð. Renta af landi og fjármagni er yfirleitt fá prósent og hefur verið skýrð með tímagildismati (Piketty 2014). Það er einfald lega biðlund eða hve lengi við nennum að bíða eftir framtíðargæðum. Með öðrum orðum þolin mæði. Segja má að ef rentan er 3,1% eins og hún reiknaðist í þessari rannsókn þá nennum við að bíða eftir árlegum tekjum sem greiðast í 32 ár eða eitt kynslóðabil. Að meðaltali tekur þá næsta kynslóð við keflinu í boðhlaupi kynslóðanna. Tímagildismatið virðist arfbundinn eiginleiki manna og dýra. Dýratilraunir hafa sýnt að stórar og um leið langlífar dýrategundir eru þolinmóðari en smærri og skamm lífari skepnur (Stevens & Mühlhoff 2012). Rann sóknir á hagtölum hafa sýnt að fjármagnsrenta er svipuð í flestum ríkjum. Í Bretlandi og Frakklandi hefur hún verið furðu stöðug í a.m.k. þrjár aldir og að því er virðist miklu lengur (Piketty 2014). Þótt það sé flökt á rentunni virðist hún alltaf sækja í sama farið. Rentan er þá „töfratalan“ sem breytir arði í verð eða verði í arð. Střeleček et al. (2010) mátu rentu af landbúnaðarlandi í löndum Evrópusambandsins og sýndu að hún var um 2%-3%. Landrenta af hrossabeit á Íslandi virðist nálægt þessari evrópsku meðalrentu. Að framan- sögðu lýsir landrentan fremur tímagildismati en að- stæðum og því má búast við álíka rentu af annarri landnýtingu. Engin fjárhagsleg nýting landgæða þýðir ekki endi- lega að nýtingarvirðið sé ekkert og verðið algerlega óháð stærð. Að öðru jöfnu bætir stórt land við ánægju eigandans umfram lítinn skika og skilar því yndisarði þótt nýtingin skili engum peningalegum arði. Eins og áður er lýst er landrentan öðru fremur mælikvarði á huglægt gildi þeirra gæða sem við fáum af landinu og þar með verðið sem við erum tilbúin að greiða fyrir umráð landsins. Hluti nýtingarvirðis eins og það er reiknað hér er yndisarður71 fremur en fjárhaglegur arður af landnýtingu. Í sauðfjárrækt virðist afkoman léttvæg og þar að auki óháð stærð heimahaga (sjá síðar). Því er vandséð að beitin skili jafnvel því lága nýtingarvirði sem hér reiknaðist í sauðfjársveitum. Reiknað nýtingarvirði lands í sauðfjársveitum fjarri þéttbýli er trúlega að verulegu leyti tilfinningaarður þess að telja sig meiri mann af því að eiga stórt land en smátt. Þá er ekki átt við tilfinningar bóndans til landsins heldur fyrst og fremst efnaðra kaupenda. Eignarréttur Eignarréttur á landi og þar með landverð og leiga eru lögvarin umráð afmarkaðs lands en eiga sér bæði hagnýtan og líffræðilegan grunn. Sumar dýrategundir marka sér óðal og meina öðrum dýrum sömu tegundar að frátaldri eigin fjölskyldu að fara um eða nýta óðalið. Aðrar tegundir marka sér engin óðul og reika yfir landið í leit að lífsviðurværi. 68 T.d. Matsnefnd eignarnámsbóta, matsmálið nr. 19/1997, úrskurð- ur frá 1. júlí 1999. 69 100% lánsfjármögnun. 70 Tekjustraumur er endurteknar greiðslur svo sem mánaðarleg leiga eða tekjur af árlegri uppskeru. 71 Yndisarður er hér haft um þau huglægu gæði sem ekki verða metin beint til peningavirðis en birtast í hegðun okkar.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.