Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 18
18 Rit Mógilsár
Ferðaþjónusta, frístundir og
stórlaxar
Ferðaþjónusta er gott dæmi um starfsemi sem skapar
staðarvirði en lítið landnýtingarvirði. Þar sem landið
er fagurt og ferðavænt getur verið álitlegt að koma
upp ferðaþjónustu. Fyrir starfsemina þarf lóð undir
gistingu, veitingarekstur og ýmsa aðstöðu. Sjaldnast
er nokkur hagur af því að eiga landið umhverfis. Hér á
landi er fólki almennt heimil för um land óháð eignar-
haldi og litlir möguleikar eru á að taka gjald eða á
annan hátt að hafa tekjur af landsafnotum ferða-
manna. Þótt gjaldtaka af ferðafyrirtækjum renni að
hluta til uppbyggingar á ferðamannastöðum er það
ekki greiðsla til landeigenda fyrir landsafnot. Hvað
varðar verðmyndun á landi hefur ferðaþjónusta
staðar virði en ekkert nýtingarvirði.
Frístundaland er staður fyrir dvöl utan vinnutíma.
Verð mæti yndisstundanna birtist í landleigu sem
greidd er fyrir frístunda land. Frístundaland er m.a.
sumar bústaða lóðir og spildur fyrir ræktun í tóm-
stund um en stundum heilar jarðir og jafnvel heil
héruð. Frí stunda land, hvort heldur stórt eða smátt,
hefur staðar virði en sjaldnast fjárhagslegt nýtingar-
virði.
Í samdrætti búvöruframleiðslunnar eftir 1980 brugðu
margir bændur búi og seldu jarðirnar. Landið var þá
oftast keypt til frístundanotkunar eða hrossa ræktar.
Unga fólkið fluttist á mölina og því eru erfi ngjar
gamalla bænda flestir í þéttbýli. Úthagi er undan-
skilinn í fasteignamati og fasteignagjöld reiknast
einungis af húsum, ræktun og hlunnindum. Það
er því tiltölulega ódýrt að eiga landmikla jörð og
kostnaður inn oft á tíðum engu meiri en af sumarhúsi
á lítilli lóð í þéttri frístundabyggð. Við fráfall gamalla
bænda hafa bújarðir oft orðið að frístundalandi
erfing janna.
Íslenskir auðmenn hafa lengi sóst eftir landi en með
samningnum um evrópska efnahagssvæðið opnaðist
erlendum auðmönnum leið til jarðakaupa á Íslandi.
Jarðir auðmanna eru oftast stórt frístundaland án
beinna tekna af landinu sjálfu. Landið er stöðutákn,
yndisreitur og umhverfi fyrir viðskipti. Í þéttbýlum
heimi með mannþröng og skarkala er nokkurs virði
að geta boðið vinum og viðskiptafélögum til sín á
friðsæl og að því er virðist ósnortin víðerni.
Land er rauneign sem heldur verðgildi sínu þótt
peninga legar eignir rýrni í verðbólgu og rekstur tapi
verð gildi í kreppu eða mislukkuðum viðskiptum.
Jarða kaup eru því einnig örugg geymsla á peningum
í verð tryggðum eignum með langtíma ávöxtun.
Jarða sala tekur oft langan tíma72 og jarða kaup um
fylgir því veruleg lausafjár áhætta, þ.e. sú áhætta að
geta ekki losað féð í tæka tíð ef á því þarf að halda.
Fyrir þá sem hafa næg fjárráð er það ekki endilega
mikið vanda mál.
Þegar til langs tíma er litið hækkar raunverð lands
vegna fólksfjölgunar og hagvaxtar. Landverð hækkar
vegna þess að sama land skiptist á fleira fólk og
stærra land þarf fyrir meiri starfsemi. Þannig hækkar
staðarvirðið en nýtingarvirði hækkar ekki nema
land nýtingin verði hagkvæmari eða afurðaverð
hækki umfram önnur gæði. Á árunum 1997 til 2019
hækk aði landverð á Íslandi að meðaltali um 3,4% á
ári um fram almennt verðlag.
Raunávöxtun landsins skilar sér ekki fyrr en landið er
að lokum selt. Jarðeignum fylgir árlegur kostnaður.
Kostnaður af víðlendum jarðasöfnum með litlar eða
ónýtar byggingar er tiltölulega lítill í samanburði
við eignina og eignamyndun. Engu að síður er
eftirsóknar vert að eignin standi undir sér. Ein aðferð
er að útvista kostnaðinum af eigninni. Það má gera
með því að leigja húseignir og ræktun. Það dugar
til að leigan dekki fasteignagjöld og annan kostnað
af eigninni. Því virðast þessar eignir auðmanna oft
leigðar á góðum kjörum frá sjónarhóli leigutakans.
Auðmenn hafa sérstaklega sóst eftir jörðum með
laxveiðihlunnindum73. Á því er lítill vafi að þessir
menn hafa einlægan áhuga á laxveiði og verndun
villtra laxastofna. Laxveiðidagar í góðum ám eru dýrir,
laxveiðimenn flestir efnaðir og veiðiferðir stöðutákn.
Veiðifélög um laxveiðiár skila umtalsverðum arði
og laxveiðiár eru arðbærar eignir. Þær eru hluti
jarðar sem þar með skilar arði þótt úthaginn vegi
létt í innkomunni. Fyrir þolinmóða efnamenn sem
vilja sýna veldi sitt, vilja geyma hluta eigna sinna í
öruggri, nánast verðtryggðri fjárfestingu eru jarða-
kaup góður kostur og laxveiðijarðir eru sérstaklega
áhugaverðar þar sem þær bæði hækka í verði og
geta skilað árlegum arði umfram tilkostnað við
eignina.
Landverðsspá
Landverðslíkanið gefur líklegt verðmæti óræktaðs
lands af tilgreindri stærð og í tiltekinni fjarlægð frá
72 Út frá nýskráningardegi á vefskrám fasteignasala hafa sumar
jarðir verið mörg ár á söluskrá. Samanburður á sölulistum
Fasteigna miðstöðvarinnar frá 1997 og 1999 bendir til að tekið hafi
að meðal tali 1,5 ár að selja þær eignir sem boðnar voru til kaups
árið 1997.
73 Þekktasta dæmið eru jarðakaup breska auðmannsins Jims
Ratcliffe sem keypt hefur fjölda laxveiðijarða og er sagður eiga
um 1% Íslands (http://uti.is/2019/08/jim-ratcliffe-and-his-feudal-
hold-of-icelandic-salmon-rivers-and-farming-communities/).
Annar nafn kunnur fjárfestir er J. Harald Örneberg, sænskur skógar-
fjárfestir í Brasilíu, forstjóri og aðaleigandi The Forest Company
(http://www.theforestcompany.se/about-us/investment-
manager). Hann keypti jarðir við Langadalsá við Ísafjarðardjúp.
(https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1635609/). Hann skoðaði
mögu leika á skóg rækt til að auka fiskgengd í ánum en var andvígur
fiskeldi við Ísafjarðar djúp og hugsanlegri erfðamengun frá henni.
Þegar ljóst var að laxeldi yrði leyft seldi hann jarðirnar. Hann átti
áður laxveiðiá í Skotlandi en seldi hana vegna átroðnings og þess
að hann sá ekki framtíð í þeirri eign, m.a. vegna hlýnandi loftslags.
Þessu til skýringar má nefna að eftir að Skotar fengu heimastjórn
og þingið í Edinborg var endurreist, hefur ný lagasetning veikt
stöðu stórlandeigenda gagnvart umferð almennings.