Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 11

Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 11
Rit Mógilsár 11 verð fasteigna, tækja, bústofns og framleiðsluréttar að meðaltali kr. 178.851.103 á hvert bú. Árið 2019 voru tvö fjárbú í rekstri boðin til sölu ásamt húsum, bústofni, framleiðslurétti, tækjum og öðru sem tengist búrekstrinum. Verð sauðfjárbúanna umfram landverð var að meðaltali kr. 28.713.469. Það er um fjórum milljónum hærra verð en meðalverð húsa á bújörðum án búrekstrar á sama tíma. Verðmæti bústofns, framleiðsluréttar og búnaðar fjárbúanna er því mjög lítið samanborið við kúabú í mjólkurframleiðslu. Fjögur hrossabú í rekstri voru til sölu árin 2014 og 2019 og verð þeirra umfram landverð var að meðaltali kr. 113.700.973. Þrjú ferðaþjónustubýli voru til sölu þessi ár og verð þeirra umfram landverð var að meðaltali kr. 137.711.532. Eignarnámsbætur Gögnunum var skipt í tvo hópa, land sem matsnefnd eignarnámsbóta mat hærra en 3 milljónir á verðlagi 2019 og lægra metnar spildur. Þriggja milljóna markið er nærri neðri mörkum lands með þekkt söluverð sem notað var til að skala líkanið (4. mynd). Miðgildisstærð lands sem nefndin mat hærra en 3 milljónir var 12,7 ha, en lægra metna landsins 2,4 ha. Á árunum 1982-2019 mat nefndin landspildur í 42 tilvikum minna virði en þrjár milljónir leiðrétt fyrir verðlag í ágúst 2019. Í 6 tilvikum (14%) var hið metna land stærra en 10 hektarar og í 3 tilvikum (6%) stærra en 15 ha. 4. mynd. Samanburður á verðmæti eignarnumins lands (náttúrulegur lógri af bótafjárhæð fyrir landspildu en ekki af hektara- verði) samkvæmt úrskurðum matsnefndar eignarnámsbóta (y-ás) og spá landverðslíkans (x-ás). Brotin lárétt lína markar bóta- fjárhæð kr. 3 milljónir. Gráir punktar eru úrskurðir yfir kr. 3 milljónum en svartir punktar bótaupphæð undir kr. 3 milljónum. Rauðir tíglar sýna samanburð verðs samkvæmt sölusamningum (y-ás) og verðspár skv. landverðslíkani (x-ás). Heil lína sýnir fullkomið samræmi raunverðs og verðspár. 12 14 16 18 12 14 16 18 R au n ve rð , l n (k r. ) Verðspá, ln(kr.) 47 Línulegt aðhvarf landverðs samkvæmt úrskurði matsnefndar að spá samkvæmt landverðslíkani (hvort tveggja lógra-gildi af verði): Leiðrétt R² = 0,6758; N = 28; matsverð, ln(verð) = g + h*( f * verðspá); g = 1,6925 ± 1,9185; h = 0,8966 ± 0,1185* (meðaltal ± staðalskekkja, „standard error“), F1,26 = 57,280, p < 0,0001. 48 Skurðpunktur við y-ásinn var ekki marktækt frábrugðinn 0, t26 = 0,882; p = 0,385748; og aðeins um 1,4% óskýrðs breytileika stöfuðu af fráviki frá 0, Ubias = 0,0014; og einungis 2,8% óskýrðs breytileika stöfuðu frá fráviki hallatölunnar, Uβ-1 = 0,0284. 49 Ue = 0,9701. 50 Landstærðarbil: 0,054-14,72 ha, N = 25. Úrskurðir matsnefndar eignarnámsbóta þar sem hið eignarnumda land var metið dýrara en 3 milljónir voru í góðu samræmi við landverðslíkanið47 (4. mynd). Verðspáin var óskekkt48 og nánast allur óskýrður breyti leiki var vegna tilviljanakenndra frávika frá spálínunni (>97%)49. Miklu munaði á úrskurðum mats- nefndarinnar og verðspá líkansins fyrir land sem nefndin mat minna virði en þrjár milljónir (3. mynd). Samanborið við úrskurði matsnefndar eignarnáms- bóta virðast verðspár líkansins traustar fyrir land sem er stærra en 15 ha en óvíst um gildi líkansins undir þeim mörkum. Á árunum 2010-2019 úrskurðaði matsnefnd eignar- náms bóta bætur vegna lands í 25 matsmálum er vörðuðu 23 jarðir. Meðalstærð lands í þessum úr- skurð um var 4,8 ha50 og helmingur úrskurðanna varð aði litlar spildur sem voru fjær höfuðborginni en 200 km.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.