Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 2
Bandaríkjamenn köll-
uðu kínverska sendi-
herrann á teppið.
Glóðheitar sýnaveiðar
Eldgosið í Meradölum er einstakt tækifæri til rannsókna. Í gær voru vísindamenn að safna kvikusýnum sem er ekki hættulaust verk. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Jökulsárhlaupið fer fram í
dag í fyrsta sinn síðan Covid-
faraldurinn flautaði það af.
Hilmar Gunnarsson, verk-
efnastjóri hlaupsins, getur
ekki beðið eftir að fólk fari
eina fallegustu hlaupaleið
landsins, frá Dettifossi niður
í Ásbyrgi. Sjálfboðaliðar bera
drykki yfir einn kílómetra.
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Það er gríðarleg til-
hlökkun. Mikil eftirvænting og
maður hefur auðvitað verið með í
maganum síðustu daga og vikur yfir
veðrinu því þetta sumar er búið að
vera nánast eins og Skálmöld söng
í gamla daga, myrkur, kuldi, ís og
snjór,“ segir Hilmar Gunnarsson,
verkefnastjóri Jökulsárhlaupsins,
sem hófst í dag í 19. sinn.
Hlaupinu hefur verið af lýst síð-
ustu tvö ár vegna Covid en í fyrra
var það f lautað af nánast korteri
fyrir ræsingu.
Margir hlauparar færðu skrán-
ingu yfir á þetta ár en síðan fyrst var
hlaupið hefur yfirleitt selst upp í það
á fjórum til sex mínútum.
„Við höfum ekkert verið að gera í
markaðssetningu. Þetta selst alltaf
upp og þetta er kannski ekki mjög
sýnilegt hlaup. Við erum með gamla
heimasíðu og Facebook-síðu sem er
virk tvisvar á ári nánast. En við erum
pínu viljandi að gera það því eftir-
spurnin er allt of mikil nú þegar,“
segir Hilmar.
Sólin skein skært á Norðurlandi
í gær þegar Fréttablaðið sló á þráð-
inn til Hilmars. Hann var þá sæll og
glaður enda hefur veðrið verið hálf-
ömurlegt þetta sumarið.
„Það er pínu léttir að sjá hvernig
veðrið er að spilast. Maður er nánast
að fara á límingunum að sjá tveggja
stafa hitatölur,“ segir hann léttur.
Um 40-50 sjálf boðaliðar standa
að hlaupinu og fjögurra manna
stjórn ber hitann og þungann af því.
„Allir þessir sjálf boðaliðar eru
heimamenn úr Kelduhverfi og Öxar-
firði. Þessu er haldið uppi af þeim.
Þetta er stór viðburður og væri ekki
möguleiki án allra sjálfboðaliðanna.
Margir hverjir hafa verið að vinna
við hlaupið frá upphafi.“
Í Jökulsárhlaupinu er hægt að
hlaupa þrjár vegalengdir: 32,7 kíló-
metra, 21,2 kílómetra og 13 kíló-
metra. Öll hlaupin enda í Ásbyrgi.
Lengsta leiðin byrjar við Dettifoss.
Millivegalengdin leggur af stað frá
Hólmatungum og stysti leggurinn
byrjar við Hljóðakletta.
Hilmar bendir á að fimm drykkj-
arstöðvar séu á leiðinni og klöngrast
sjálf boðaliðar með vatn og annað
allt að einn og hálfan kílómetra frá
vegi.
„Það er bras að koma öllu þangað.
Það er hægt að keyra langleiðina en
það þarf að bera allt á stöðvarnar
yfir móa og mela.“ n
Sjálfboðaliðar leggja margt
á sig í erfiðu Jökulsárhlaupi
Í Jökulsárhlaupinu er þrjár vegalengdir: 32,7 kílómetrar, 21,2 kílómetrar og 13
kílómetrar. Allir endar í Ásbyrgi. Ræst er við Dettifoss. MYND/JÖKULSÁRHLAUP
Maður er nánast að
fara á límingunum að
sjá tveggja stafa hita-
tölur.
Hilmar Gunnars-
son, verkefna-
stjóri Jökulsárs-
hlaupsins
ARCTIC HEALTH
AHI.IS
KALK
HREIN ÍSLENSK FÆÐUBÓT
VÖÐVAR
TENNUR
BEIN
Í POKUM FYRIR LÁGMARKS KOLEFNISSPOR
kristinnhaukur@frettabladid.is
SAMFÉLAG Kiwanismenn og Eim-
skip gáfu börnum í bænum Gimli
í Manitoba-fylki í Kanada hjóla-
hjálma í byrjun mánaðarins. Um
áraraðir hafa íslensk börn fengið
hjólahjálma að gjöf en þetta er í
fyrsta sinn sem Vestur-Íslendingar
fá slíkar gjafir. Gimli er stærsti bær-
inn í Vestur-Íslandi og þar búa rúm-
lega tvö þúsund manns.
Hjálmarnir, sem voru tæplega
100 talsins, bárust á sama tíma og
Íslendingahátíð var haldin í bænum.
Meðal þeirra sem fengu hjálma voru
börn úkraínskra flóttamanna.
Það voru hjónin Terry og Sam
Sekhon sem höfðu frumkvæði og
milligöngu um gjafirnar. Hugmynd-
ina fengu þau í heimsókn til Íslands
árið 2019. n
Gáfu hjólahjálma
í Vesturheimi
Hjálmarnir vöktu mikla lukku barna í
bænum Gimli. MYND/SEKHORN-HJÓNIN
gar@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL „Ég hef aldrei upp-
lifað jafn mikinn sársauka,“ segir
hinn 32 ára Olivier Ishimwe frá
Kaupmannahöfn við Danmarks
Radio um reynslu sína af apabólu.
Að sögn DR hefur 101 smitast í
Danmörku. Olivier greindist í júní.
Lýsir hann fyrstu vikunum þar á eftir
eins og „löngu sársaukahelvíti“ sem
hann gæti ekki óskað sínum versta
óvini að ganga í gegnum. „Ég tók
allar mögulegar tegundir af verkja-
töf lum en þær slógu ekki á sárs-
aukann. Ég hélt ég myndi deyja.“ n
Leið óbærilegar
kvalir af apabólu
Maður með apabólu. Myndin tengist
fréttinni ekki beint. kristinnhaukur@frettabladid.is
TAÍVAN Kínverjar hafa slitið sam-
starfi við Bandaríkjamenn í ýmsum
málaf lokkum, þar á meðal lofts-
lagsmálum. Er ástæðan heimsókn
Nancy Pelosi þingforseta til Taívan.
Auk loftslagsmála hafa Kínverjar
slitið samstarfi við Bandaríkjamenn
í málefnum ólöglegra innflytjenda,
fíkniefnamálum og nokkrum fleiri
málaflokkum.
Bandaríkjamenn svöruðu þessu
með því að kalla kínverska sendi-
herrann í Washington á teppið og
fordæma ábyrgðarleysi Kínverja. n
Kínverjar hætta
loftslagssamstarfi
2 Fréttir 6. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ