Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 4
Ný rannsókn kann að skýra
hvers vegna hinsegin fólk
verður í meiri mæli fyrir
meiðandi framkomu og róg-
burði en fyrir Covid. Umfang
persónulegs óhróðurs í sögu-
legum hæðum.
bth@frettabladid.is
SAMFÉLAG Óbirtar niðurstöður úr
viðamikilli rannsókn sýna fram á
að 16 prósent þátttakenda eldri en
18 ára hafa undanfarið orðið þol-
endur glæpa á internetinu. Mikil
aukning hefur orðið á rógburði eða
meiðyrðum á netinu.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor
í félagsfræði við HÍ, og Jónas Orri
Jónasson, sérfræðingur hjá Lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu,
gerðu snemmsumars mælingu á
reynslu Íslendinga af netbrotum í
samstarfi við Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands.
Rannsóknin sýnir að sigið hefur á
ógæfuhliðina er kemur að rógburði
og meiðyrðum. Alls eru glæpir sem
varða meiðyrði eða rógburð á net-
inu tæplega 40 prósent allra brota
sem þolendur greindu frá.
„Þarna er um talsverða aukn-
ingu að ræða, því rétt um 30 pró-
sent nefndu þessi brot árin 2018 og
2020,“ segir Helgi. „Hlutfall persónu-
legs óhróðurs á netinu jókst umtals-
vert á Covid-tímabilinu.“
Umfang þessara brota hefur
aldrei mælst meira en í ár. Fylgi-
kvillar farsóttarinnar leynast því
víða að sögn Helga. Innilokun og
samkomubönn virðast hafa brotist
fram í meira persónubundnu níði á
netinu en áður.
Mikil umræða hefur orðið um
bakslag undanfarið í málefnum
samkynhneigðra. Spurður hvort
vísbending sé um að jaðarhópar
hafi farið verr út úr Covid-tíman-
um en meginstraumshópar í ljósi
niðurstaðna rannsóknarinnar, segir
Helgi:
„Já, jaðarhópar hafa væntanlega
orðið meira fyrir þessum Covid-
áhrifum en aðrir. Það verður berg-
málshellir í einverunni á Covid-
tímanum, netið kemur sterkar inn
sem samskiptatæki. Menn verða
dómharðari gagnvart því sem þeim
finnst aðeins öðruvísi og þá virðist
aukin hætta á neikvæðum áhrifum
fyrir samkynhneigða eða hinsegin
fólk,“ segir Helgi.
Þeir sem helst telja að þeir hafi
orðið þolendur internetsglæpa eru
flestir undir þrítugu. Fleiri karlar en
konur telja sig fórnarlömb. Margir
þátttakenda nefndu að hafa orðið
fyrir fleiri en einu broti.
Auðvelt er að sögn Helga að
slengja fram persónulegum óhróðri
um nafngreindar persónur á netinu
svo sem í athugasemda- eða kom-
mentakerfum. Ljóst er að mörgum
svíður undan reynslu af því tagi.
Ekki virðist vanþörf á að brýna fyrir
netverjum að sýna aðgát í nærveru
sálar og viðhafa meiri háttvísi í sam-
skiptum á netinu, að sögn Helga.
Helgi segir áhugavert að hlutfall
kynferðislegrar áreitni á netinu hafi
aukist í kjölfar #MeToo-bylgjunnar
sem reið yfir Vesturlönd árið 2017.
Ekki sé ósennilegt að aukin með-
vitund um brot af þessu tagi skýri
aukninguna. Hótun um of beldi
skipi stærri sess en nokkru sinni.
Alls 26 prósent brotanna séu þess
eðlis nú í stað 17 og 21 prósents áður.
Kynferðisleg áreitni er nefnd álíka
oft og 2018 og 2020, eða í 21 prósenti
tilfella, einkum meðal kvenna.
„Það sem er jákvætt við þróunina
er að mun færri nefna að myndefni
af þeim hafi verið dreift án leyfis
en áður, eða 11 prósent brotanna í
stað 16 og 17 prósenta 2018 og 2020.
Einnig nefna færri að þeir hafi orðið
fyrir misnotkun á greiðslukortum,“
segir Helgi. n
Meiðyrði og rógburður eru vaxandi
mein samkvæmt óbirtri rannsókn
Samkvæmt
nýrri rannsókn
kann ein skýring
hatursorðræðu
og vaxandi
neikvæðni í
garð samkyn
hneigðra að
eiga sér upptök
í félagslegri ein
angrun á Cov
idtímabilinu.
Gleðigangan
fer fram í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/
HANNA
Helgi Gunn
laugsson, pró
fessor við HÍ
adalheidur@frettabladid.is
FORNMINJAR Svokölluð 100 ára
regla í aldursfriðunarákvæði forn-
leifa í lögum um menningarminjar
er nú til endurskoðunar í umhverf-
isráðuneytinu.
Í kynningu um málið í sam-
ráðsgátt stjórnvalda er lagt til að
miðað verði við tiltekið ártal frek-
ar en aldur húsa. Í kynningunni
segir að af 100 ára reglunni leiði
að stutt sé í aldursfriðun mikils
fjölda steinsteyptra húsa og ann-
arra mannvirkja í þéttbýli og sveit,
sem og innviða úr f jöldafram-
leiddum efnivið, en dæmi um slíkt
eru gaddavírsgirðingar í sveitum
landsins. n
Stefnt að afnámi
100 ára reglunnar
um friðun húsa
Laugavegur 29 er meðal fjölmargra
friðaðra húsa í landinu.
adalheidur@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Héraðssaksóknari
hefur ákært hálfsjötugan ítalskan
karlmann fyrir stórfellt fíkniefna-
lagabrot, með því að hafa flutt inn
til landsins 993,78 grömm af kóka-
íni ætluðu til söludreifingar hér á
landi í ágóðaskyni.
Fíkniefnin f lutti ákærði falin í
niðursuðudósum í ferðatösku sem
hann hafði meðferðis sem farþegi
með f lugi frá Brussel í Belgíu til
Íslands í apríl síðastliðnum.
Maðurinn sætir nú gæsluvarð-
haldi á Hólmsheiði vegna málsins
en það verður þingfest í Héraðsdómi
Reykjaness í næstu viku. n
Ítali ákærður fyrir
kíló af kókaíni í
niðursuðudósum
FIAT.IS • ISBAND.IS
FULLKOMINN Í
BORGARFERÐIR
„Ítölsk hönnun hefur alltaf veitt okkur í HAF
studio mikinn innblástur og þess vegna
varð rafknúinn Fiat 500e fyrir valinu.“
Haf steinn Júlí us son og Karítas Sveins dóttir
NÝ SENDING Á LEIÐINNI – TRYGGÐU ÞÉR EINTAK
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA
kristinnhaukur@frettabladid.is
ELDGOS Reiknilíkön Veðurstof-
unnar gera ekki ráð fyrir því að
gasmengun frá eldgosinu í Mera-
dölum truf li Gleðigönguna og
hátíðarhöldin á Hinsegin dögum
sem fram fara í dag.
„Það er hætta á einhverri móðu
en ekki að hún verði truf landi,“
segir Elín Björk Jónasdóttir veður-
fræðingur. Vindáttin hefur smám
saman verið að snúast í suðvest-
anátt en reiknilíkön gera hins vegar
ekki ráð fyrir gasmengun við yfir-
borð.
Með kvöldinu gæti hins vegar
mælst gasmengun við suðurströnd
landsins, til dæmis á þéttbýlis-
stöðum eins og í Þorlákshöfn og við
Eyrarbakka.
Hægt er að fylgjast með mæling-
um á netinu á vedur.is, appelsínu-
gulum hnappi merktum Reykja-
nesskaga. Einnig rauntímagildum
á loftgaedi.is. n
Á ekki von á að gasmengun trufli hátíðina
Ekki er búist
við gasmengun
við yfirborð á
höfuðborgar
svæðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
4 Fréttir 6. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ