Fréttablaðið - 06.08.2022, Page 49

Fréttablaðið - 06.08.2022, Page 49
kopavogur.is Kópavogsbær leitar að öflugum stjórnanda til að leiða launadeild bæjarins. Launadeild tilheyrir fjármálasviði bæjarins, næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjármálasviðs. Í deildinni vinna níu starfsmenn sem heyra undir stjórnandann. Launadeild annast launavinnslu um 3.000 starfsmanna mánaðarlega og á sumrin bætast við u.þ.b. 1.200 starfsmenn. Leitað er eftir skipulögðum, öflugum og lausnamiðuðum leiðtoga til að stýra deildinni, þjónusta og leiðbeina stjórnendum og leiða umbætur og breytingar. Yfirmaður launadeildar er í miklum samskiptum við aðra stjórnendur hjá bænum. Helstu verkefni og ábyrgðr · Stýrir starfsemi launadeildar, gæðastarfi deildar og samræmingu verklags. · Ábyrgð á mánaðarlegri launavinnslu. · Ráðgjöf til stjórnenda varðandi launavinnslu og launa- og viðverukerfi. · Ábyrgð á framkvæmd kjarasamninga. · Þátttaka við undirbúning og gerð launaáætlunar. · Ábyrgð á gerð leiðbeininga og kennslu á launa- og viðverukerfi. · Samskipti við stjórnendur, lífeyrissjóði, stéttarfélög, RSK o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur · Háskólapróf í verkfræði, viðskiptafræði eða sambærilegu námi. · Reynsla af stjórnun og starfsmannamálum æskileg. · Góð samstarfs- og samskiptahæfni. · Hæfni til að leiða breytingar og umbótaverkefni. · Mjög góð tölvukunnátta. · Þekking og reynsla af launavinnslu kostur. · Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar. · Gott vald á íslensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er til og með 15.ágúst 2022. Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/ Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs. Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Egilsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs í netfanginu kristin.egilsdottir@kopavogur.is eða í síma 693-9801. Yfirmaður launadeildar Kópavogsbæjar Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is Erum við að leita að þér?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.