Fréttablaðið - 06.08.2022, Blaðsíða 60
Kynhneigð segir til
um það hverjum
fólk getur orðið
skotið í, ástfangið af
og laðast að.
Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skil-
greinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins og á
því einnig við um trans. Sumt kynsegin fólk er til
dæmis karlkyns og kvenkyns, hvorki karlkyns né
kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt.
Sískynja, eða sís, er lýsingarorð og
forskeyti sem er notað um fólk sem
upplifir sig á þann hátt að það til-
heyri því kyni sem því var úthlutað
við fæðingu.
Pankynhneigð manneskja hrífst af fólki af öllum
kynjum, konum, körlum og fólki af öðrum kynj-
um. Það þýðir þó ekki endilega að pankynhneigðir
hrífist jafn mikið af öllu fólki.
Fyrsta Pride-gangan var
gengin á Íslandi árið 2000,
þá mættu um tólf þúsund
manns í gönguna. Síðan hefur
gangan verið gengin á hverju
ári og mæta að meðaltali um
100 þúsund manns í miðbæ
Reykjavíkur til að sýna sam-
stöðu með hinseginleikanum.
birnadrofn@frettabladid.is
Þann 28. júní árið 1969 réð-
ust lögreglumenn inn á
Stonewall-krána í Green-
wich Village í New York.
Stonewall var hinsegin
bar og var þetta ekki í fyrsta sinn
sem lögreglan réðst inn á slíka bari
í borginni.
Á þessum degi voru þó viðbrögð
gesta og eigenda staðarins ólík því
sem vant var. Fólkið á staðnum reis
upp gegn lögreglunni og grýtti lög-
reglumennina með smápeningum,
f löskum og steinum. Á endanum
neyddist lögreglan til þess að loka
sig inni á staðnum á meðan hópur
hinsegin fólks stækkaði og stækk-
aði fyrir utan og reyndi að brjóta sér
leið inn.
Óeirðalögregla mætti á staðinn
og tókst henni að lokum að bjarga
lögreglumönnunum og stöðva
uppþotið. Síðar um kvöldið komu
þúsundir mótmælenda aftur saman
við Stonewall-krána svo aftur kom
til uppþota. Mótmælin héldu svo
áfram út vikuna.
Stonewall
markaði upphaf
réttindabaráttunnarKynvitund segir til um hvernig
fólk vill lifa og vera í sínu kyni.
Kynvitund vísar ekki til kynfæra,
líffræði eða útlits heldur upplif-
unar fólks af eigin kyni.
Eikynhneigð manneskja
laðast aldrei eða nær
aldrei kynferðislega að
öðru fólki.
Fyrsta Pride-gangan var haldin í
New York þann 28. júní árið 1970, til
að minnast þess að ár var liðið frá
uppþotinu á Stonewall. Réttinda-
barátta hinsegin fólks tók kipp
eftir uppþotið á Stonewall og er
atburðurinn talinn marka upphaf
réttindabaráttu hinsegin fólks á
Vesturlöndum eins og við þekkjum
hana.
Í fyrstu Pride-göngunni var geng-
ið frá Christopher Street í Central
Park og tóku þúsundir manna þátt
í göngunni.
Allt frá árinu 1970 hafa Pride-
göngur verið haldnar á hverju ári í
New York og fljótlega tóku þær að
breiðast út víðs vegar um heiminn.
Fyrsta hinsegin hátíðin, Hinsegin
dagar, var haldin hér á Íslandi árið
1999 með hátíðardagskrá á Ing-
ólfstorgi. Samtökin ‘78 stóðu fyrir
hátíðinni og á hana mættu um 1.500
manns. Árið síðar var fyrsta Pride-
gangan haldin á Íslandi. Árin 1993
og 1994 höfðu þó verið farnar göng-
ur í Reykjavík þar sem krafist var
jafnréttis, þær voru kallaðar frelsis-
göngur homma og lesbía. Talið er að
um tólf þúsund manns hafi mætt á
fyrstu Pride-gönguna árið 2000.
Frá því að fyrsta Pride-gangan
var haldin hér á landi hafa Hin-
segin dagar verið haldnir árlega
nema síðustu tvö ár þar sem þá voru
í gildi samkomutakmarkanir vegna
Covid-19. Hinsegin dagar eru orðin
ein stærsta hátíð landsins og fram
að faraldrinum mættu að meðaltali
um 100 þúsund manns í miðbæinn
til að fylgjast með göngunni og
styðja við hinseginleikann.
Hátíðin í ár hefur verið með afar
fjölbreyttri dagskrá en hún hófst 2.
ágúst. Í dag fer gangan sjálf fram og
leggur hún af stað frá Hallgríms-
kirkju klukkan 14. n
24 Helgin 6. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ