Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Qupperneq 1

Skessuhorn - 11.08.2021, Qupperneq 1
Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 31-32. tbl. 24. árg. 11. ágúst 2021 - kr. 950 í lausasölu ALLA LEIÐ Vegabréf sími 437-1600 Landnámssetrið Borgarnesi Skemmtilegur og lifandi vinnustaður Óskum eftir starfsfólki í hlutastörf, aðallega um kvöld og helgar Hægt er að senda umsóknir á landnam@landnam.is Upplýsingar í síma 437-1600 Áslaug eða Sirry Stallbræðurnir Ragnar Þór Ing- ólfsson formaður VR og Vilhjálm- ur Birgisson formaður VLFA hafa á síðustu dögum hvor um sig ritað harðorðar greinar um þann mikla hagnað sem viðskiptabankarnir þrír hafa skilað. Á færslu á Facebo- ok síðu sinni skrifaði Vilhjálmur 4. ágúst síðastliðinn að frá fjármála- hruninu, eða frá 2009, hafi Lands- bankinn skilað 334,1 milljarða króna hreinum hagnaði en Arion banki og Íslandsbanki 268 millj- örðum hvor banki. „Ég verð að lýsa undrun minni á þeim grímulausa hagnaði sem viðskiptabankarnir þrír hafa skilað frá hruni en sam- tals nemur hagnaðurinn hjá þeim 870 milljörðum og ef tekið er til- lit til hagnaðarins fyrstu sex mán- uðina á þessu ári nemur hann yfir 900 milljörðum. Hvernig má vera að bankar sem hafa það hlutverk að lána og geyma fjármuni lands- manna skuli skila slíkum ofsahagn- aði,“ spyr Vilhjálmur og bætir við: „Það hlýtur að blasa við enn og aft- ur að bankakerfið er að níðast á sín- um viðskiptamönnum með of háum vöxtum, verðtryggingu og himin- háum þjónustugjöldum því það er og getur ekki verið eðlilegt að með- altalshagnaður viðskiptabankanna sé 24 milljarðar króna á ári.“ Ragnar Þór Ingólfsson formað- ur VR tekur í sama streng í grein sem hann ritar á Vísi 6. ágúst ásamt Ásthildi Lóu Þórsdóttur formanni Hagsmunasamtaka heimilanna. „Þrátt fyrir að bankarnir hafi stöð- ugt aukið álagningu og hirt ávinn- ing af lækkun bankaskatts og stýri- vaxta er fólkinu á gólfinu fækkað, útibúum lokað, og þjónusta stór- lega skert. Til að bæta gráu ofan á svart er banki allra landsmanna að reisa höfuðstöðvar, í mikilli óþökk þjóðarinnar, á dýrasta byggingar- reit landsins, sannkallaðan minnis- varða um samfélagsmein. Áætlað er að herlegheitin kosti litlar 12.000 milljónir hið minnsta. Á meðan verkamenn blágrýtishjúpa höfuð- stöðvarnar standa hundruð þús- unda fermetra af hagkvæmu skrif- stofurými tómt. Á sama tíma ríkir kreppa á húsnæðismarkaði,“ segir Ragnar. Ragnar Þór og Ásthildur Lóa minna jafnframt á í grein sinni að fjármunir bankanna koma í raun frá heimilunum, frá fólkinu í landinu, með beinum og óbeinum hætti. „Heimilin eru undirstaða þjóð- félagsins því án þeirra væri ekki þörf fyrir nein fyrirtæki, hvað þá einhverja fjárfesta. Vaxtarstig bank- anna er augljóslega óþarflega hátt og það getur ekki talist eðlilegt að ef svo fer sem horfir jafngildi hagn- aður bankanna því að hver ein- asti einstaklingur í 360.000 manna þjóðfélagi leggi 200.000 krónur í púkkið; á einu ári. Það er ansi margt sem fjögurra manna fjölskylda gæti gert fyrir 800.000 krónur,“ skrifuðu Ragnar Þór og Ásthildur Lóa. mm Verkalýðsforingjum blöskrar ofurhagnaður bankanna Heyjað undir hlíðum Stapans Í hægviðrinu síðastliðinn sunnudag unnu frístundabændur á Bjargi á Arnarstapa við heyskap. Rökuðu saman og rúlluðu heyinu af heimatúninu. Ferðamenn sem voru margir staddir á útsýnispallinum við höfnina fylgdust með og mynduðu milli þess sem þeir dáðust af útsýninu yfir Arn- arstapahöfn. Ljósm. mm Aukinn sveigjanleiki og betri kjör á bílalánum arionbanki.is Nú býður Arion banki allt að sjö ára bílalán. Aldur bíls og lánstími getur verið fimmtán ár samanlagt. Við bjóðum líka lægstu vexti á bílalánum skv. aurbjorg.is. Kynntu þér bílalán Arion banka

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.