Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Qupperneq 12

Skessuhorn - 11.08.2021, Qupperneq 12
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 202112 Á fundi sínum síðastliðinn föstudag ræddi ríkisstjórnin áhersluatriði er lúta að aðgerðum vegna nýjustu bylgju Covid-19 hér á landi. „Brýn- ast er að herða aðgerðir á landa- mærum, styrkja innviði heilbrigðis- kerfisins og bæta við örvunarbólu- setningum vegna Covid-19,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Nú- verandi sóttvarnarreglur gilda til föstudagsins 13. ágúst og var kynnt á fundi ríkisstjórnar i gær að þær verði framlengdar um tvær vikur til viðbótar. Eftirtaldar aðgerðir voru ákveðnar á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag: Aðgerðir á landamærum Ákveðið var að bólusettir farþeg- ar og þeir sem hafa vottorð um fyrri sýkingu með tengsl við Ís- land þurfi frá og með 16. ágúst að fara í sýnatöku innan 48 klukku- stunda frá komu til landsins. Áfram eru börn fædd 2005 og síðar und- anskilin þeirri reglu. Einstakling- ar með tengsl við Ísland teljast; ís- lenskir ríkisborgarar, einstakling- ar búsettir á Íslandi, einstaklingar með atvinnuleyfi á Íslandi og um- sækjendur um atvinnuleyfi eða al- þjóðlega vernd á Íslandi. umrædd- ir farþegar munu ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýna- töku liggur fyrir. gert er ráð fyr- ir að fólk fari annaðhvort í hrað- apróf (antigen) eða PCR-próf, en nánara fyrirkomulag verður unn- ið í samráði við sóttvarnalækni. Þá verður hægt að fara í sýnatöku ann- aðhvort á landamærum eða á sýna- tökustöð innan tímamarkanna og verður sýnatakan gjaldfrjáls. Heim- ilt verður að sekta þá einstaklinga sem ekki fara í sýnatöku innan til- tekins tíma. Styrking innviða heil- brigðiskerfisins Nauðsynlegt er að styrkja heil- brigðiskerfið til þess að takast á við faraldurinn og aðra slíka faraldra til lengri tíma. Vinna við slíka áætlun er nú hafin í heilbrigðisráðuneyt- inu. Nú þegar hefur verið gripið til ýmissa aðgerða svo sem á Landspít- ala. Þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í eða eru í burðarliðun- um eru eftirfarandi: Mönnun Forstöðumenn stofnana hafa kallað heilbrigðisstarfsfólk úr sumarleyf- um til þess að bregðast við auknum fjölda innlaga í kjölfar smita. Jafn- framt var bakvarðasveit heilbrigð- isþjónustunnar endurvakin til þess að bregðast við auknu álagi inn- an heilbrigðiskerfisins og ákveðið hefur verið að kalla til heilbrigðis- starfsfólk sem nýlega hefur hafið töku lífeyris. mikið álag hefur verið á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins við sýnatökur þar sem þúsundir sýna eru tekin hvern dag. Ákveðið var að stofna sérstaka sýnatökusveit þar sem fólk getur boðið sig fram til aðstoðar við sýnatökur og geng- ur mönnun vel. Landspítali Til stendur að opna fleiri gjör- gæslurými á Landspítala auk þess að breyta á nýtingu á Landakoti og fjölga þar með hjúkrunarrým- um, þ.m.t. endurhæfingarrýmum og líknarrýmum. Tillögur eru jafn- framt væntanlegar frá Landspítala um styrkingu veiru- og sýklafræði- deildar til framtíðar auk þess um styrkingu á tækjabúnaði spítalans til rannsókna. Þá er til skoðunar að koma á fót sérstakri Covid-einingu á Landspítala sem myndi starfa til lengri tíma. Hjúkrunarrými og þjónusta við aldraða gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til þess að létta á Landspít- ala og með því að bæta þjónustu við aldraða. Búið er að tryggja 30 rými utan spítalans fyrir aldraða, en frá og með þessari viku munu Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja taka við sjúklingum frá Landspítala. Þá mun Heilbrigðisstofnun Vestur- lands aðstoða Landspítala varðandi mönnun fagfólks. Sjúkratrygging- ar Íslands hafa hafið vinnu við gerð samninga um endurhæfingarrými fyrir aldraða, líknarrými, hjúkrun- arrými og skammtímarými. Jafn- framt er unnið að opnun tíu Covid- rýma á höfuðborgarsvæðinu. Einn- ig stendur til að gera breytingu á reglugerð um færni- og heilsumat til þess að liðka fyrir útskriftum af Landspítala. Loks er til skoðun- ar að lengja opnunartíma Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins á ein- hverjum starfsstöðvum og auk þess stendur til að ráða fleira fólk til stofnunarinnar sem og í netspjall Heilsuveru. Bólusetningarátak Hér á landi hefur náðst mjög góður árangur í bólusetningu en til að efla varnir gegn delta afbrigðinu eru nú hafnar örvunarbólusetningar, í samræmi við tillögu sóttvarnalækn- is. Þeir hópar sem brýnast er að fái örvunarbólusetningu eru: Einstaklingar án sögu um Co- vid-19/mótefni sem bólusettir voru með Janssen bóluefni, en það eru um 53.000 manns og er þegar hafin bólusetning á þessum hópi. Skjólstæðingar hjúkrunarheimila og aðrir mjög viðkvæmir þjónustu- þegar velferðarþjónustu (áður hóp- ur 3) og verður þá farið inn á hjúkr- unarheimilin og þeim boðin örvun- arbólusetning sem vilja þiggja. um 14.000 manns er að ræða á landinu öllu. 80 ára og eldri utan hjúkrunar- heimila sem eru um 12.000 manns á landsvísu og yrðu boðaðir miðlægt út frá tímasetningu grunnbólusetn- ingar eða á opna daga. mjög ónæmisbældir einstakling- ar með áframhaldandi ónæmisbæl- ingu og yrðu boðaðir miðlægt út frá tímasetningu grunnbólusetningar og greiningarskráningu í gögnum landlæknis. Sérfræðilæknar geta óskað eftir því að sjúklingahópi/ greiningum sé bætt við með sam- skiptum við sóttvarnalækni eða ein- staklingum sé bætt við með lækna- bréfi til heilsugæslu viðkomandi. Sá hópur er um 1.000 manns. 60 ára og eldri utan hjúkrunar- heimila sem eru um 60.000 á land- inu öllu. um aðra hópa, svo sem yngri einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri Covid-19 sýkingu, þarf að fjalla þegar ofangreint er komið vel á veg. Áætlað er að örvunarbólu- setningar þessara hópa fari fram á næstu vikum og ljúki í september. Loks er hafinn undirbúningur að því að bjóða bólusetningu fyrir 12–15 ára börn. mm um 6.500 plöntum af alaskaösp og stafafuru var plantað í landi Reyk- holts í Borgarfirði í liðinni viku af körfuknattleiksdeild Skallagríms. markar þetta verkefni hluta af fyrsta áfanga í annars fimm ára áætlun um að gróðursetja 60.000 plöntur í Reykholtslandi á árinu. Stefnan er sett á að gróðursetja svipaðan fjölda af plöntum næstu fimm árin á 165 hektara landi í Reykholti. Skóg- ræktarfélag Borgarfjarðar er með samning við kolvið sem vinnur eft- ir leiðbeiningum Skógræktarfélags Íslands um skógrækt í sátt við um- hverfið og rammasamning Samein- uðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar. Þessi fimm ára áætlun Skóg- ræktarfélags Borgarfjarðar í landi Reykholts er tileinkuð stefnu og markmiðum kolviðs. Er tilefni sem þetta gjarnan nýtt til fjáröflunar og því hefur Skógræktarfélagið far- ið í samstarf við körfuknattleiks- deild Skallagríms sem mun koma að gróðursetningu trjánna. glh/ Ljósm. Pavle Estrajher Guðveig Lind Eyglóardóttir, formaður kkd. Skallagríms ásamt Jónínu Ernu Arnardóttur í sjálfboðastarfi við gróðursetningu plantna um liðna helgi. Búið er að stofna til Facebook hópsins: Hjálparhendur Skallagríms Körfubolta, í þeirri von að auðvelda fjáröflunarstarf félagsins og dreifa sjálfboðavinnu á stærri hóp einstaklinga, en oft reynist erfitt að fá fólk til að leggja hönd á plóg fyrir félagið sem byggir í raun eingöngu á sjálfboðastarfi. Samstarfsverkefni skógræktarfélags og Skallagríms Fullur bíll af stafafuru. Herða aðgerðir á landamærum, styrkja innviði heilbrigðiskerfis og hefja örvunarbólusetningar Ríkisstjórnin leggur línurnar vegna fjölgunar kóvidsmita

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.