Skessuhorn - 11.08.2021, Page 15
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 2021 15
- Opnum Leigubílastöð á Akranesi –
Akrataxi
Leyfishafar geta sótt um pláss með
því að senda á akrataxi@simnet.is
Umsóknarfrestur er til 25. ágúst
Akrataxi
Við sögðum frá því á vef Skessu-
horns síðdegis á miðvikudaginn að
börn sem voru að leik í fjörunni við
tjaldsvæðið við kalmansvík á Akra-
nesi fundu skjaldböku í flæðarmál-
inu. Tóku þau skjaldbökuna, sem er
af gerð rauðeyrna, til handargagns
og hugðust koma henni í Húsdýra-
garðinn daginn eftir. Af því varð þó
ekki. um hálftíma eftir að fréttin
fór í loftið á vefnum fóru að ber-
ast ábendingar um skjaldböku sem
saknað hafði verið úr heimahúsi við
Esjubraut frá því fyrir um þremur
vikum síðan. Finnendur skjaldbök-
unnar fóru því og afhentu eigand-
anum dýrið strax um kvöldið.
gunnar Elís Tómasson er eig-
andi skjaldbökunnar marteins, sem
kallaður er matti. Hann segir matta
vera 27 ára og þar af hafi hann átt
dýrið síðastliðin 14 ár. matta hafi
því verið sárt saknað af heimilinu
undanfarnar vikur og ekki fund-
ist í nágrenninu þrátt fyrir mikla
leit. gunnar segir að hann hafi far-
ið með matta í heita pottinn fyrir
nokkrum vikum og hafi hann náð
að stinga af.
Líkt og eigendurnir virðist matti
hafa verið feginn því að komast aft-
ur heim í öryggið og hlýjuna. Hann
kom sér fyrir í bælinu hjá læðunni á
heimilinu sem er með nokkra kett-
linga á spena. Þar hjúfraði hann sig
að þeim í hlýjunni, örygginu feg-
inn.
mm
Skjaldbakan Marteinn komin heim eftir þriggja vikna strok
Gunnar Elís með börnin sín og Matta.
Hópur frændsystkina sem fann Matta í fjörunni við Kalmansvík.
Matti kominn í hlýjuna hjá heimilis-
læðunni og kettlingum hennar.
Matti skjaldbaka er 27 ára og af ætt
amerískra ferskvatnsskjaldbaka sem
kallast rauðeyru.