Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Side 19

Skessuhorn - 11.08.2021, Side 19
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 2021 19 !"#$%&#'(("%)*%&+,&-) !"#$%&'('$%)'*(+(,$-'.,,/#"0123',$ ! ! !"#$%&%'())*))%+,-.)/##0)%% Laust starf í FVA Starfsmaður óskast í ræstingar á húsnæði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Um er að ræða hlutavinnu við þrif, 50% starf, seinni hluta dags. Hæfnikröfur: Rík þjónustulund, þægilegt viðmót, markviss vinnubrögð, stundvísi og áreiðanleiki. Æskilegt að umsækjandi hafi reynslu af hreingerningum og þrifum og geti hafið störf strax. Annað: Umsækendur þurfa að vera orðnir 25 ára og skila sakavottorði. Umsóknir berist aðstoðarskólameistara, Dröfn Viðarsdóttur, drofn@fva.is, sem jafnframt veitir upplýsingar um starfið í síma 433 2505. SK ES SU H O R N 2 02 1 Gróðrarstöðin Grenigerði við Borgarnes Við eigum mikið af fallegu birki í limgerði og einnig stök tré. Ríta og Páll 437-1664 849-4836 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is höndunum núna því þær eiga það til að springa ef þær lenda í einhverju hnjaski, þær eru svo viðkvæmar á þessu stigi í ræktun. Það er mikil spenna í kartöflunni á þessum tíma, hún er að taka svo mikinn vaxtar- kipp. Það þarf að fara varlega með kartöflurnar, leggja þær í fötuna við tínslu í staðinn fyrir að henda þeim,“ útskýrir gunna mæja. „Flusið, eða hýði eins og sagt er hér á Vesturlandi,“ segir Jóhann Páll og glottir til gunnu sinnar. „Það flagnar auðveldlega af, það er svo viðkvæmt. Þegar þetta verður eldra, þá harðnar hýðið utan um og þá skemmast kartöflurnar ekki eins mikið á vélinni þegar við förum með hana yfir garðana.“ Fer allt eftir tíðarfarinu gunna mæja og Jóhann Páll eru að uppskera um 15 til 20 tonn af kart- öflum ef það gengur vel og sumar- ið fer vel með þau, en það fer ein- mitt eftir veðri hvort uppskeran verður lítil eða mikil. „Vorið var til dæmis mjög kalt í ár, það var í raun ekkert vor. Það er fyrst að hlýna núna í júlí,“ útskýrir gunna mæja. „Ef það kemur næturfrost í júlí og grösin falla þá er þetta bara búið og ekkert kemur upp. maður er stöðugt að fylgjast með veðrinu. Það gerðist til dæmis í fyrra í lok júlí að það kom næturfrost. grös- in lifðu en efstu blöðin skemmdust og það sést strax, þá verða blöðin dökk og ljót,“ bætir hún við. „Við búum frekar ofarlega í landi og þetta land er ekkert endi- lega hentugt kartöfluræktarland. Sólin á helst ekki að skína á kart- öflugarðana þegar hún kemur upp ef það er frosið, þá fá plönturnar lengri tíma til að þiðna.“ Vilja koma upp áskrift- arleið að kartöflum Þegar blaðamaður kom á staðinn í liðinni viku var gunna mæja á fullu að afgreiða pantanir á smælki í skemmu á bænum sem átti svo að afhenda síðar um kvöldið. „Það sem við erum að selja núna fer mikið á heimili. Við keyrum svo út í kvöld, bæði í Borgarnes og á Hvanneyri,“ segir gunna mæja. „Ég set auglýsingu inn á Facebook og það gengur vel. Við höfum líka verið að fara svolítið í mötuneytin eins og í grunnskólann á klepp- járnsreykjum. Hugmyndin er að setja upp einhverskonar áskriftar- leið að kartöflum sem myndi þá henta fyrir einstaklinga og fyrir- tæki í héraði,“ bætir hún við. En hvernig sjá þau framhaldið fyrir sér í kartöfluræktun? „Við ætlum allavega að sjá hvernig þetta geng- ur hjá okkur núna loksins þegar við eru að fá almennilega uppskeru og höfum eitthvað til að selja. útspilið er eiginlega núna og kannski næsta ár, þá mögulega stækkar maður ræktunina eða gerir eitthvað. Það er svolítill peningur að koma þessu í gang,“ svarar Jóhann Páll. Stefn- an hjá þeim er svo sett á að koma upp geymslu á bænum undir kart- öflurnar, kaupa einangraðan gám með kælivél sem þægilegt er að stilla. En hvernig kartafla er best? „Ég er aðallega í því að éta ljótu kart- öflurnar svo ég þurfi ekki að henda þeim, ég tími því nefnilega ekki,“ svarar gunna mæja létt í lund. „Ég er mest hrifinn af gullauganu,“ svarar Jóhann að endingu. Hægt er að panta kartöflur hjá Jóhanni og gunnu mæju í gegn- um Facebook síðuna, Jarðepla Jói, senda tölvupóst á gmbjorns@gmail. com eða hringja í síma 846-5195. glh Nýupptekið smælki sem er sérstaklega eftirsóknarvert. Land Róver og nýjar kartöflur. Snartarstaðir í Lundarreykjardal. Í forgrunni má sjá einn af þremur kartöflugörðunum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.