Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Síða 1

Skessuhorn - 03.11.2021, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 44. tbl. 24. árg. 3. nóvember 2021 - kr. 950 í lausasölu sími 437-1600 Næstu viðburðir á Söguloftinu STORMFUGLAR Einars Kárasonar Fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:00 Miðasala á tix.is og borðapantanir: landnam@landnam.is og í síma 437-1600 Í BRAUÐRASPI DEEP FRIED BREADED SHRIMP 999 kr. mÁLTÍÐ CHEESEBURGER MEAL 1.699 kr. Tilboð gildir út nóvember 2021 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Hrekkjavaka nýtur ört vaxandi vinsælda meðal barna og yngra fólks. Sem hluti af dagskrá Vökudaga á Akranesi í liðinni viku var í Hafbjargarhúsinu á Breið sett upp hryllingsvölundarhús á sunnudagskvöldið. Uppvakningar og draugar tóku þar á móti gestum - sem þangað þorðu. Sjá myndasyrpu frá þessu og öðrum viðburðum Vökudaga í blaðinu í dag. Ljósm. ki Heilbrigðisstofnun Vesturlands mun taka yfir rekstur hjúkr- unarheimilis í Stykkishólmi á næsta ári. Nú standa yfir framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili við Aust- urgötu 7 í Stykkishólmi, í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Áætluð verklok eru 1. júní 2022 og flytja íbúar hjúkrunarheimilis- ins þá frá Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi við Skólastíg 16 í nýtt hjúkrunarheimili við Austur- götu 7. Stjórnendur Dvalarheimil- is aldraðra og stjórnendur HVE til- kynntu sínu starfsfólki nú á dögun- um þá ákvörðun að HVE myndi taka við rekstri heimilisins við flutninginn, en Stykkishólmsbær rekur eins og kunnugt er hjúkr- unarheimilið í dag. Samkvæmt samantekt um kostnað við rekstur heimilisins á árunum 2014-2020 greiddi Stykkishólmsbær 140 millj- ónir með rekstrinum. „Þessar töl- ur staðfesta að daggjöld frá ríkinu hafa ekki dugað til að standa und- ir kostnaði við reksturinn,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjar- stjóri Stykkishólmsbæjar í samtali við Skessuhorn. Á Dvalarheimili aldraðra í Stykk- ishólmi eru í dag 15 hjúkrunarrými auk þess sem þrjú hjúkrunarrými eru á sjúkrahúsi HVE í Stykkis- hólmi. Eftir færslu heimilisins verða hjúkrunarrými á hjúkrunarheim- ilinu 18, eins og er í dag. Spurður hvað verði gert við húsnæðið þar sem hjúkrunarheimilið er í dag seg- ir Jakob að það verði nýtt til að efla enn frekar þjónustu við eldri borg- ara í Stykkishólmi. „Við skipuð- um starfshóp sem er að endurskil- greina þörf fyrir aukið húsnæði og þjónustu við eldri borgara í Stykk- ishólmi. Eins og staðan er í dag er dvalarheimilið í miðjunni á milli búsetuíbúða fyrir aldraða. Þegar við höfum fært hjúkrunarrýmin getum við fjölgað búsetuíbúðum og von- andi byggt nýjan þjónustukjarna og jafnvel öflugri félagsaðstöðu fyr- ir eldri borgara, þar sem við getum sinnt þeirra þörfum betur,“ segir Jakob en bætir við að þetta eigi þó eftir að útfæra nánar. arg Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ sá Ríkið tekur yfir rekstur hjúkrunarheimilis í Stykkishólmi Arion appið Fyrir hverju langar þig að spara í ár? Reglulegur sparnaður í Arion appinu er alltaf góð hugmynd

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.