Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 20218 Ólöglegur innflutningur á dýrum LANDIÐ: Matvælastofn- un hefur óskað eftir opinberri rannsókn lögreglu á einstak- lingi sem grunaður er um að hafa flutt til landsins slöngur, snáka, eðlur og tarantúlur. Slíkt er eins og flestir þekkja með öllu óheimilt, hvort sem um villt eða tamin dýr er að ræða. Refsingar liggja við brotum á lögunum. Hægt er að sækja um undan- þágu til slíks innflutnings. Tvö leyfi þarf til þess, annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá Umhverfisstofnun. Eini innflutningurinn á snák- um og tarantúlum sem leyfður hefur verið til Íslands er heimild sem húsdýragarðurinn fékk fyr- ir 10-15 árum. „Matvælastofn- un varar eindregið við ólögleg- um innflutningi á dýrum. Með þeim hætti geta borist hættuleg smitefni til landsins sem ógna heilsu fólks og dýra,“ segir í til- kynningu. -mm Bílvelta á Ólafsbraut SNÆFELLSBÆR: Umferð- aróhapp varð á Ólafsbraut, rétt austan við bæinn Geirakot í Snæfellsbæ á ellefta tímanum á laugardagsmorguninn. Höfðu þá myndast skilyrði sem leiddu til ísingar í stuttan tíma. Komu þau ökumanni á óvart og missti hann stjórn á bílnum sem valt og fór þrjár veltur og hafnaði á hjólunum. Ökumaður og far- þegi kenndu eymsla en farþegar og ökumenn voru allir í bílbelt- um. Sjúkrabíll flutti hina slös- uðu til skoðunar á heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík. Bíllinn var óökufær eftir óhappið og var fjarlægður með kranabíl. -frg/ Ljósm. þa Vildi ekki valda óþarfa ónæði VESTURLAND: Á laugar- dagsmorgun barst lögreglu til- kynning um útafakstur við Langá á Mýrum. Þar hafði öku- maður misst stjórn á bíl þegar sprakk á vinstra framhjóli og hafnaði utan vegar. Óhappið átti sér stað um nóttina en öku- maður tilkynnti um óhappið um hálf níu þar sem hann vildi ekki valda óþarfa ónæði um nóttina. Ekki urðu slys á fólki. -frg Styttu sóttkví og einangrun LANDIÐ: Almenn krafa um sóttkví fyrir þá sem hafa orðið útsettir fyrir kórónuveirusmiti hefur verið stytt úr sjö dögum í fimm, samkvæmt breyting- um heilbrigðisráðherra á reglugerð, að fengnum til- lögum sóttvarnalæknis. Enn- þá þarf að fá neikvæða niður- stöðu úr PCR prófi til þess að losna úr sóttkví, annars þarf að sæta sóttkví í 14 daga. Þá getur einangrun þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni farið niður í sjö daga sé um að ræða einkennalausan fullbólusettan einstakling eða einkennalaust barn fætt 2009 eða síðar. Þá getur einangrun farið niður í tíu daga hjá fullbólusettum einstaklingi eða barni fætt árið 2009 eða síðar, ef einkenni eru í rénum og viðkomandi hef- ur verið hitalaus í tvo sólar- hringa fyrir afléttingu, og hjá óbólusettum og einkennalaus- um einstaklingi. Tóku þess- ar breytingar gildi síðastliðinn föstudag. -arg Loðnan skilar auknum verð- mætum LANDIÐ: Á fyrstu níu mánuðum ársins er útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða komið í rúma 213 milljarða króna. Það er rúmlega 8% aukning í krónum talið mið- að við sama tímabil í fyrra. Gengi krónunnar hefur að jafnaði verið um 2% sterkara fyrstu níu mánuði ársins mið- að við sama tímabil í fyrra og er aukningin þar með að- eins meiri í erlendri mynt, eða 10%. Aukningu í útflutnings- verðmætum sjávarafurða má að langstærstum hluta rekja til loðnu. Á fyrstu níu mánuðum ársins er útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæplega 21 milljarð króna. Á sama tímabili í fyrra var verðmæti þeirra rétt um tveir millj- arðar króna, en þar var um birgðasölu að ræða enda hafði loðnubrestur verið undan- gengin tvö ár. Ef verðmæti loðnuafurða er undanskilið í tölum um útflutning, stend- ur útflutningsverðmæti sjávar- afurða nánast í stað á milli ára. -mm Ekið á barn á hjóli AKRANES: Ekið var á barn á hjóli á gangbraut á Garða- grund á Akranesi á mánudag. Barnið var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi. Ekki er ljóst hvort barnið er alvarlega slasað. -frg Búið er að ganga frá samningi um rekstur veitingastaðarins Food Station við Digranesgötu 4 í Borg- arnesi. Það er Hendrik Hermanns- son eigandi H veitinga sem hefur tekið reksturinn á leigu af Kaup- félagi Borgfirðinga en eigandi hússins er Borgarland, dótturfélag KB. Margrét Katrín Guðnadóttir kaupfélagsstjóri fagnar samningn- um og segir í samtali við Skessu- horn að aldrei hafi staðið til að kaupfélagið sjálft annaðist rekstur í húsinu, þrátt fyrir að sú hafi orðið raunin þegar ákveðið var að opna 2019. Það sé hins vegar styrkleiki Hendriks hjá H veitingum að reka veitingaþjónustu og því hafi ver- ið ákveðið að semja við hann. Fyr- ir reka H veitingar veitingasölu á Hvanneyri og Bifröst ásamt veislu- þjónustu og útkeyrslu á mat í Borg- arnesi. Hendrik Björn kveðst í samtali við Skessuhorn vera bjartsýnn á reksturinn á Food station, en hann mun breyta ýmsu, bæði matseðli, þjónustu og öðru. Nú verður m.a. farið í að stækka veitingasalinn og bæta við veislusal í áður ónotuðu rými í húsinu. Þá verður einnig lifandi tónlist af og til og sitthvað fleira sem koma mun betur í ljós innan tíðar. mm Setning Vökudaga fór fram á fimmtudaginn á Byggðasafninu að Görðum. Þar var jafnframt til- kynnt um hverjir hlytu Menningar- verðlaun Akraness fyrir árið 2021, en þau voru afhent nú í 15. sinn. Guðríður Sigurjónsdóttir, varafor- maður menningar- og safnanefnd- ar, sagði í erindi sínu að það væri nefndinni sönn ánægja að veita viðurkenninguna til þremenning- anna Flosa Einarssonar, Gunnars Sturlu Hervarssonar og Einars Viðarssonar fyrir þeirra framlag til listgreina innan skólasamfélagsins. Í máli Guðríðar kom fram að þeir hafa frumsýnt og leikstýrt fjölda söngleikja við fádæma undir- tektir. Samstarf þeirra hófst árið 2002 með söngleiknum Frelsi en höfundar þess voru Flosi og Gunn- ar Sturla. Einar Viðarsson bætt- ist í hópinn þegar Hunangsflug- ur og villikettir komust á fjalirnar árið 2005. Draumaleit var svo sam- starfsverkefni við skóla á Ítalíu, Sví- þjóð og Tyrklandi. Sá söngleikur var sýndur í hverju landi fyrir sig og loks var sameiginleg sýning í Stokkhólmi í desember árið 2007. Enn fremur hafa litið dagsins ljós söngleikirnir Vítahringur (2009), Nornaveiðar (2012), Úlfur, úlfur (2015) og Smellur (2018). Guðríður sagði að lokum að nefndin telji að þessi viðurkenn- ing sé tímabær og í takt við áhersl- ur menningarstefnu Akraneskaup- staðar. „Um leið og ég óska þrem- enningunum innilega til hamingju með þessa viðurkenningu óska ég þess að þetta verði þeim hvatning til frekari dáða og þeir séu engan veginn hættir á vegferð sinni í að gefa nemendum tækifæri á að taka þátt í leiklistarsýningum. Því þátt- taka í skapandi listgreinum er svo dýrmætt veganesti út í lífið.“ vaks Umhverfisráðherra ákvað í síðustu viku fyrirkomulag rjúpnaveiða í ár en tímabilið hófst á mánudaginn, 1. nóvember og stendur út mánuðinn. Eins og áður verður aðeins heim- ilt að veiða frá föstudegi til þriðju- dags, en veiði má ekki hefjast fyrr en á hádegi og er heimil á meðan bjart er. Rjúpnastofninn hefur dregist verulega saman síðustu ár og er einn sá minnsti síðan mælingar hófust árið 1995. Aðeins einu sinni áður hefur stofninn verið metinn svona lítill, en það var árið 2002. Sam- kvæmt mati Náttúrufræðistofnunar Íslands er veiðiþol rjúpnastofnsins 20 þúsund fuglar í ár en reynslan sýnir að raunveiði hefur ver- ið nokkuð umfram ráðgjöf þegar stofninn er í lágmarki. Guðmund- ur Ingi Guðbrandsson umhverfis- ráðherra segir að tryggja þurfi sjálf- bærni í veiðum og gæta þess að fara ekki yfir mat á veiðiþoli. Þá hvet- ur hann veiðimenn til að veiða ekki fleiri en þrjár til fjórar rjúpur í ár, eða sleppa því alfarið að veiða og leyfa þannig rjúpunni að njóta vaf- ans. Þá er ítrekað að sölubann er á rjúpu. arg Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður og Margrét Katrín Guðnadóttir kaupfélagsstjóri. H veitingar teknar við rekstri Food Station Þau voru við afgreiðslu í Food Station síðastliðinn fimmtudag þegar H veitingar voru nýteknar við. F.v. Sandra Björk, Hendrik Björn og Ólafur Páll Einarsson Rjúpnaveiði hafin en veiðitími styttur Gunnar Sturla, Flosi og Einar. Menningarverðlaun Akraness afhent við setningu Vökudaga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.