Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Qupperneq 10

Skessuhorn - 03.11.2021, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202110 Í síðustu viku var steypt gangstétt við Gilið, neðarlega í Kirkjutúninu í Ólafvík. Er þetta áfangi í að lag- færa árfarveginn en hann var far- inn að grafa frá grjóthleðslu neðar- lega Kirkjutúnsmegin í gilinu. Eftir framkvæmdir 2010 varð göngustíg- ur sem lagður var á brúninni fljót- lega ótryggur til notkunar vegna hruns úr kantinum. Nú er búið að endurhlaða kant Gilsins og þar sem mest hrundi úr hefur verið komið fyrir í svokölluðum grjótkistum og steypt gangstétt í fullri breidd. þa Vinna við endurbyggingu Norð- urtanga í Ólafsvík hefur gengið vel. Byrjað var á því að grafa 128 metra langan þilskurð áður en hægt var að byrja að reka niður tvöfald- ar stálþilsplötur en þær eru 94 tals- ins. Brjóta þurfti og fjarlægja kant, polla og þekju af gömlu bryggjunni en nýja stálþilið var fjórum metrum utan við það gamla. Ekið var með 6000 rúmmetra af möl sem fengin var úr Ólafsvíkurenni í fyllinguna en mölin var svo þjöppuð niður. Nú er búið að steypa tæplega helm- inginn af þeim 130 metra langa kantbita með pollum, kanttré, stig- um og fríholtum sem eftir á að setja á stálþilið. Einnig er búið að sjóða helminginn af þeim 47 sinkkubb- um sem koma eiga í veg fyrir tær- ingu en þeir eru soðnir á neðansjáv- ar. Þegar þessari framkvæmd lýkur nú síðar í nóvember mun aðstað- an á þessum hluta hafnarsvæðisins batna enda um mikla endurnýjun að ræða. Masturshús rís Nýtt masturshús er nú tekið að rísa á Norðurgarðinum. Verkefnið er liður í að bæta aðstöðu í höfn- um sveitarfélagsins. Ásamt því að skipt verður um alla rafmagnskapla voru settar nýjar rafmagnstöflur. Nýtt mastur var sett við hliðina og voru allar vatnslagnir endurnýjaðar. Þegar verkinu verður lokið verður því komið nægt rafmagn fyrir alla báta og skip sem liggja við hafnir Snæfellsbæjar. Mastrið og masturs- húsið, sem er á miðri þekjunni á Norðurgarðinum, verður einnig fjarlægt. þa Nýting á þorski hér á landi er á heimsmælikvarða en þó má gera betur, að mati Íslenska sjávarklas- ans. Íslenskur sjávarútvegur hefur um árabil verið í forystu í nýtingu hliðarafurða á hvítfiski í heiminum. Verulega hallar á þau lönd sem við berum okkur saman við þegar kem- ur að nýtingu hliðarafurða. Þó má merkja vaxandi áhuga margra er- lendra fyrirtækja á vinnslu hliðar- afurða og mörg þeirra sýna áhuga á að læra af Íslendingum í þessum efnum. Sjávarklasinn hefur gert úttekt á því hversu mikinn hluti þorsk- afurða er nýttur hérlendis en nýjar tölur hafa ekki legið fyrir um nokk- ur skeið. Athugunin leiðir í ljós að Íslendingar halda enn forystu í þessum efnum og nýtingarhlutfall- ið er rúmlega 90% sem er töluvert umfram það sem fyrri tölur gáfu til kynna. Enn eru þó veruleg tæki- færi til að vinna meira úr hliðar- afurðum og skapa verðmæti og ný störf. Fullvinnsla hliðarafurða er skilgreind hér sem nýting á öllum pörtum fisksins, öðrum en fiskflak- inu. Nýting hliðarafurða hefur verið lítil í mörgum þeim löndum sem við berum okkur saman eða einungis 45-55% af hvítfiski. Þarna er um veruleg verðmæti að ræða sem fara í súginn hjá öðrum þjóð- um. Hér liggja því tækifæri fyrir aðrar sjávarútvegsþjóðir til að gera betur og fyrir Íslendinga að koma að þeim verkefnum með íslenska tækni og þekkingu. Samkvæmt athugunum sjávar- klasans eru 35 fyrirtæki í landinu sem sinna lang stærstum hluta vinnslu hliðarafurða. Upplýs- ingar fengust um veltu tæplega 30 þessara fyrirtækja. Á árunum 2012 til 2019 jókst velta þeirra um 35%. mm Daníel Haraldsson er nýr dýra- læknir sem sinnir dýralæknaþjón- ustu á Ströndum, Reykhólahreppi og í Dalabyggð. Frá þessu segir á vef Reykhólahrepps, en Daníel tók við 1. október síðastliðinn og tek- ur við af Gísla Sverri Halldórs- syni sem sinnt hefur embættinu frá 2012. Dýralæknirinn í Búðardal sinnir fimm sveitarfélögum á nokk- uð stóru svæði en auk fyrrgreindra sveitarfélaga fer hann í Árneshrepp og Kaldrananeshrepp og að auki í gamla Bæjarhrepp, þ.e. alveg inn í botn Hrútafjarðar. Starfið fel- ur í sér að gegna dýralæknisþjón- ustu fyrir búfé og gæludýr á svæð- inu og tryggja þar með dýraeigend- um nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr. Daníel lærði dýralækningar í Kaupmannahöfn og starfaði fyrstu tvö árin í Svíþjóð en eftir að hann kom heim leysti hann af dýralækn- inn í Stykkishólmi 2016-2017. Þá hefur hann rekið sína eigin dýra- læknastofu á Egilsstöðum síðan. Daníel flutti í hús fyrirrennara síns og tók við allri aðstöðu svo dýra- lækninn má finna á sama stað og áður að Ægisbraut 19 í Búðardal. Aðspurður segist Daníel á vef Reykhólahrepps lítast vel á starfið en hann er enn að koma sér fyrir í Búðardal og hlakkar til að kynnast fólkinu á svæðinu. Hann á ættir að rekja til svæðisins en forfeður hans voru frá Goddastöðum í Laxárdal og Dagverðarnesseli á Ströndum. Símatími dýralæknis er alla virka daga frá klukkan 9-11 í síma 434- 1122 en þess utan er hægt að ná í Daníel í síma 841-8422. vaks Dagana 4. til 7. nóvember munu björgunarsveitir Slysavarnafélags- ins Landsbjargar selja Neyðarkall- inn um land allt. Neyðarkallinn í ár er sjóbjörgunarmaður, sem er vel við hæfi þar sem nýverið var skrifað undir samning um endur- nýjun á björgunarskipum félags- ins. Salan á Neyðarkallinum er ein stærsta fjáröflun björgunar- sveitanna á landinu og því gríðar- lega mikilvæg. M.a. verður hægt að nálgast Neyðarkallinn hjá sjálf- boðaliðum í helstu verslanakjörn- um um helgina. arg Nú er hafinn undirbúningur fyrir heimsiglingu varðskipsins Freyju frá Rotterdam, en það bætist nú í flota Landhelgisgæslunnar. Skip- ið, sem smíðað var árið 2010 hef- ur undanfarin ár þjónustað olíu- iðnaðinn, en mun eftir lagfæringar og málun verða siglt til Íslands og fá heimahöfn á Siglufirði. Áhöfn skipsins er mætt ytra og undir- býr heimsiglinguna. Áætlað er að skipið verði komið til Siglufjarð- ar 6. nóvember, ef allt gengur eft- ir. Varðskipið Freyja er sambæri- legt varðskipinu Þór hvað varð- ar stærð og aðbúnað, en býr yfir meiri dráttar- og björgunargetu en Þór. Skipið er 86 metra langt og 20 metra breitt. „Með tilkomu Freyju í flota Landhelgisgæslunnar mun Land- helgisgæslan hafa á að skipa tveim- ur afar öflugum varðskipum, sér- útbúnum til að sinna löggæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland,“ segir í tilkynn- ingu frá Landhelgisgæslunni. mm Bæta gönguleiðina við Gilið Sala á Neyðarkallinum verður á næstu dögum. Sala á Neyðarkallinum um næstu helgi Siglufjörður verður heimahöfn Freyju Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir í Búðardal. Ljósm. af vefsíðu Reykhólahrepps Nýr dýralæknir tekinn til starfa í Búðardal Það voru þeir Gylfi Freyr Karlsson og Vigfús Kristinn Vigfússon starfsmenn hjá Jónasi Kristóferssyni smiði sem voru að slá upp fyrir masturshúsinu þegar fréttaritari staldraði við. Miklar framkvæmdir í gangi við Ólafsvíkurhöfn Möl sturtað í rýmið milli þekjunnar og gömlu bryggjunnar. Níutíu prósent þorsks eru nýtt

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.