Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Síða 12

Skessuhorn - 03.11.2021, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202112 Golfklúbburinn Leynir hefur aug- lýst eftir nýjum veitingaaðila í frí- stundamiðstöðinni Garðavöllum á Akranesi. Hilmar Ólafsson fram- kvæmdastjóri Galito Bistro, sem hefur verið með veitingareksturinn frá vígslu hússins 2019, hefur sagt upp samningnum. Í frétt klúbbsins segir að um sé að ræða framúrskar- andi aðstöðu fyrir veislur og við- burði ásamt fullbúnu eldhúsi með tækjum og leirtaui. Mikil sóknar- færi fyrir réttan aðila. Nánari upp- lýsingar fyrir áhugasama má finna á heimasíðu Leynis. mm Nú er farið að styttast í jól og Mæðrastyrksnefnd Akraness undir- býr úthlutanir fram að hátíðum. Nefndin var á hrakhólum með hús- næði en nú er orðið ljóst að að- staða hennar verður á sama stað og í fyrra, í húsinu sem flestir Ak- urnesingar þekkja sem HB-hús- ið en í dag hefur Breið þróunarset- ur aðstöðu í húsinu. Gengið er inn um aðalinngang við Hafnarbraut. Að sögn Maríu Ólafsdóttur hjá Mæðrastyrksnefnd tafði óvissan um húsnæði undirbúning en nefndin er nú að afla framlaga frá hinum ýmsu fyrirtækjum, bæði á Akranesi og víðar. Þá styrkir Kaupfélag Skag- firðinga góðgerðarfélög með mat- argjöfum í nóvember og desember. María segir að ljóst sé með út- hlutun síðustu vikuna í nóvember en að ekki sé ljóst hvort önnur út- hlutun verði fram að jólaúthlutun sem fer fram 16. desember. Hvet- ur María fyrirtæki og einstaklinga til að taka myndarlegan þátt í þessu verkefni sem snýst um að styðja við þá sem verst standa í samfélaginu. Fyrir þá sem vilja styrkja Mæðra- styrksnefnd með fjárframlögum er bankareikningur nefndarinn- ar: 0552-14-402048 og kennitalan 411276-0829. frg/ Ljósm. jho. Áhættumatsnefnd hefur að beiðni Matvælastofnunar rannsakað hvort neysla orkudrykkja, sem inni- halda koffín, hafi neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskól- um. Niðurstaða nefndarinnar er að neysla íslenskra ungmenna sé tölu- vert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. Framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hér- lendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. „Niðurstöð- ur nefndarinnar gefa til kynna að takmarka þurfi aðgengi ungmenna að orkudrykkjum t.d. innan veggja skólanna og á vegum íþróttahreyf- inganna og minnka þannig neikvæð áhrif koffíns á heilsu þeirra,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Til að meta hvort neysla íslenskra ungmenna geti verið skaðleg fyr- ir heilsu er stuðst við viðmiðunar- mörk, sem Matvælaöryggisstofn- un Evrópu (EFSA) hefur sett, fyr- ir annars vegar svefn og hins vegar hjarta- og æðakerfið. Mörkin fyrir hjarta-og æðakerfið eru mishá eft- ir því hvort um ræðir einstaklinga undir 18 ára aldri eða 18 ára og eldri. mm Skagamaðurinn Smári Hrafn Jóns- son hefur um árabil búið á Spáni. Föstudaginn 5. nóvember næst- komandi mun hann opna mynd- listarsýningu í hinum aldagamla listamannabæ Altea á Spáni. Seg- ist hann þannig ætla að verða með Skagamönnum í anda þegar Vökudagar fara fram. Í samtali við Skessuhorns segir Smári að upp- haflega hafi staðið til hjá honum að opna sýninguna í apríl 2020 en því hafi verið slegið á frest vegna mjög strangs útgöngubanns þar í landi á þeim tíma. Nú segir hann að smit- tölur séu með lægsta móti og lítið um hömlur vegna kórónaveirunnar og skapast hafi tækifærið til að setja upp sýninguna. „Það er búinn að vera draumur hjá mér í nokkur ár að halda sýningu hér í Altea, þess- um mikla listamannabæ. Þegar mér var boðið að setja upp sýningu í Al- tearte í Altea fannst mér það mikill heiður og þáði boðið að sjálfsögðu. Það má kannski segja í gamni að ég haldi mína Vökudaga hér í Altea þetta árið, en ég tók þátt í Vöku- dögum heima á Akranesi áður en við fluttum hingað út,“ segir Smári. Smári, og eiginkona hans Guð- björg Nielsdóttir Hansen, hafa búið í Altea í tæp sex ár. „Altea er mikill listamannabær á Costa Blanca ströndinni og er bærinn sem slíkur ein af ástæðunum fyrir því að við fluttum hingað. Margir ís- lenskir ferðamenn sem hafa komið til Benidorm og Albir, næsta bæjar við okkur, þekkja Altea enda mæla ferðaskrifstofur með því að fólk skreppi í gamla bæinn í Altea sem er einstaklega fallegur og heillandi. Eitt af áhugamálum mínum í gegn- um tíðina hefur verið myndlist. Ég er búinn að dunda mér við að mála til fjölda ára. Það er frábært að búa hér með þetta áhugamál,“ segir Smári. Þetta er hans fyrsta einkasýn- ing utan landsteinanna. Áður hefur Smári tekið þátt í samsýningu átta listamanna, af fimm þjóðernum, í Altearte í febrúar 2020. mm Mæðrastyrksnefnd Akraness undirbýr úthlutanir Leynir óskar eftir nýjum rekstraraðila á Garðavöllum Portrett á striga. Verður með Skagamönnum í anda á Vökudögum Smári Jónsson opnar myndlistarsýningu í listamannaþorpinu Altea á Spáni Smári Hrafn og Guðbjörg á góðri stund á Spáni. Ljósm. úr einkasafni. Myndin Sólarupprás við Krókalón er forsíðumynd sýningarinnar. Gullinn máni. Telja að takmarka verði aðgengi að orkudrykkjum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.