Skessuhorn - 03.11.2021, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202120
Skagamenn og gestir þeirra geta
farið að hlakka til næsta laugar-
dags en þá fer fram tónlistarhátíðin
Heima-Skagi á Akranesi. Hátíðin
er haldin í tengslum við Vökudaga,
menningarhátíð Skagamanna. Alls
koma átta flytjendur fram og held-
ur hver flytjendanna tvenna tón-
leika. Flytjendurnir bjóða því upp
á sextán tónleika í átta vel völdum
húsum og geta gestir hátíðarinnar
ákveðið sína dagskrá sjálfir.
Flytjendurnir sem fram koma
eru Eddi Lár og Andrea Gylfa, The
Vintage Caravan, Bjartmar, Svav-
ar Knútur, Unnur Birna og Bjössi
Thor, Kristín Sesselja, Lay Low og
Svala. Tónleikastaðirnir eru eft-
irfarandi: Blikksmiðja Guðmund-
ar við Akursbraut, Bíóhöllin, Bár- an Brugghús og Akraneskirkja auk
heimahúsa. Þau eru Skólabraut 20
þar sem Lilja og Guðni búa, Vest-
urgata 71b þar sem Einar Skúla-
son býr, Grundartún 8 en þar búa
Pálmi og Elfa og Vitateigur 2, þar
sem Martha og Björn búa.
Fyrstu tónleikarnir hefjast kl.
20:00 og þeim síðustu lýkur um
kl. 23:00. Að auki fer fram Heima-
-Skagi barnanna í kirkjunni fyrr
um daginn eða klukkan 15:30. Þar
verða Svavar Knútur og sérstakur
gestur hans, Valgerður Jónsdótt-
ir, bæjarlistamaður Akraness 2021.
Aðgangur er ókeypis.
Þegar tónleikunum lýkur um
kvöldið opnar Gamla kaupfélag-
ið dyr sínar fyrir gestum. Þar gefst
fólki kostur á að koma saman eft-
ir Heima-Skaga tónleikana og deila
upplifun og skemmtun í góðra vina
hópi. Þangað mætir Mummi á pí-
anóið og spilar sína bestu tóna.
Á Útgerðinni verður boðið upp
á geggjaða drykki á hlægilegu verði
á milli kl. 17 og 20 auk þess sem
þar verður hægt að halda áfram
gleðinni með tónlistarmanninum
Didda kl. 23. Kaupfélagið verður
jafnframt opið frá kl. 17:30 þar sem
gestum stendur til boða svokallað
fiskipönnutilboð. Kokkarnir Arn-
ar, Birkir og Gunni Hó matreiða
þar allskonar ljúffenga fiskrétti sem
bornir eru fram á hlaðborð ásamt
meðlæti. Þá verður á boðstólum
Sjávaréttasúpa og nýbakað brauð
sem hægt er að gæða sér á fyrir og/
eða með matnum.
Ólafur Páll Gunnarsson, ann-
ar af aðstandendum hátíðarinnar
segist í samtali við Skessuhorn vera
mjög spenntur fyrir laugardegin-
um. Hann segir að í sumum hús-
unum verði fríar veitingar en sam-
skotabaukar þar sem gestir geta lagt
sitt að mörkum. Þá segir Ólafur að
ekkert sé því til fyrirstöðu að taka
með sér bakpoka með eigin veiting-
um á tónleikana.
Að sögn Ólafs, hefur miðasalan
farið vel af stað en þegar hátíð-
in var haldin síðast seldist upp á
tónleikadag og komust færri að en
vildu. Það eru þau Ólafur og Hlé-
dís Sveinsdóttir sem standa að há-
tíðinni. Segja þau að Heima-Skagi
sé hátíð sem er komin til að vera.
Eins og áður segir hefst hátíðin
kl. 20 á laugardagskvöld. Miðar eru
seldir á tix.is og aðgangsarmbönd
verða afhent á Gamla kaupfélaginu
frá kl. 17 sama dag.
frg / Ljósm. aðsendar.
Ingibjartur Þórjónsson fór á eftir-
laun árið 2009 eftir að hafa starf-
að sem leiðbeinandi og síðar verk-
menntakennari í grunnskólum á
Akranesi í samtals í 27 ár. Hann
starfaði í Grundaskóla á Akranesi
í fjögur ár, eitt ár í Heiðarskóla í
Leirársveit og loks í 22 ár í Brekku-
bæjarskóla. Á þeim tímamótum var
hann aldeilis ekki á því að setjast í
helgan stein heldur hefur hann not-
ið eftirlaunaáranna með því að út-
búa sér aðstöðu í bílskúrnum sín-
um. Þar hefur hann verið að smíða
leikföng úr timbri, aðallega vöru-
bíla, dúkkurúm, fugla en einnig
margt fleira. Eru þessi munir all-
ir listasmíði hjá Ingibjarti. Að sögn
Ingibjarts fór hann upphaflega að
smíða leikföngin til jólagjafa fyrir
barnabörnin og ættingja.
Leikfangasmíðin er þó ekki að
það eina sem Ingibjartur hefur tek-
ið sér fyrir hendur á eftirlauna-
árunum. Hann hefur verið mik-
ið í gluggasmíði en vill nú fara að
hætta því enda verður hann 80 ára á
næsta ári og ber aldurinn vel. Ingi-
bjartur rak einnig fyrirtæki sem
hét Tölvusel en það annaðist mæl-
inga- og reikniþjónustu og tók að
sér að gera tilboð í verk fyrir iðnað-
armenn eftir verklýsingum. „Ég fór
og lærði þessi fræði á námskeiðum í
Reykjavík. Þá vann ég einnig mikið
fyrir Sjóvá í tjónamati,” segir Ingi-
bjartur.
„Eftir að að ég hóf leikfangasmíð-
ina hef ég framleitt fjölda vörubíla
frá því að ég byrjaði að smíða þá og
liggur langstærsti hluti smíðarinnar
í þeim. Ég hef reyndar verið heldur
minna í smíðunum síðustu tvö árin
en er samt að dunda mér í þessu af
og til,“ sagði Ingibjartur þegar tíð-
indamaður Skessuhorns leit við hjá
honum í bílskúrnum nýlega.
„Þessar smíðar hjá mér byrjuðu
upphaflega á því að ég smíðaði fyr-
ir barnabörnin og ættingja vörubíla
og dúkkurúm til jóla- eða afmæl-
isgjafa. Þetta vakti mikla lukku og
spurðist út enda þykja þetta vand-
aðir bílar, þannig jókst smíðin stig
af stigi. Auk þessa alls þá langar mig
að prófa mig áfram að gera skúlpt-
úra og hver veit nema ég geri eitt-
hvað slíkt í garðinum hjá mér ein-
hvern tímann á næstunni.“
Þakkar Guði fyrir að
hafa ekki lent í Reykja-
vík
Ingibjartur er fæddur og uppalinn í
Ólafsvík og lærði þar trésmíði áður
en hann flutti á Akranes. „Það er
skemmtileg saga að segja frá því
hvernig ég kom á Akranes,“ seg-
ir Ingibjartur. „Þannig var að ég leit
við á Akranesi hjá systur skólabróð-
ur míns, Þorvaldar Jónassonar sem
var Ingunn Jónasdóttir og manni
hennar Jónasi Arnfinnssyni, en þá
var Þorbergur Þórðarson smiður að
setja hurðir í hjá þeim. Fór hann að
spyrja mig við hvað ég starfaði og ég
sagði honum það. Þá vildi svo til að
trésmiðju hans vantaði smið og var
ég ráðinn nánast á staðnum til Tré-
smiðju Sigurjóns og Þorbergs. Þar
vann ég í nokkra mánuði. Ég fór síð-
an að vinna í slippnum hjá Þorgeiri
& Ellert hf. Fór svo að vinna hjá Tré-
smiðjunni Akri og var þar í fimm ár.
Þá fór ég út í það að vinna sjálfstætt
og var í því um tíu ár. Byggði ég m.a.
mörg einbýlishús hér á Grundunum
á Akranesi. Ég ákvað að hætta því
síðan og réði mig til Íslenska járn-
blendifélagsins í tvö ár áður en ég fór
í kennsluna. Upphaflega var ég leið-
beinandi og var það í fjögur ár. Ákvað
síðan að fara í Kennaraháskólann til
þess að ná mér í kennsluréttindi til
þess að verða löglegur verkmennta-
kennari og árin urðu 27 eins og áður
sagði,“ segir Ingibjartur. Þá segist
hann þakka Guði fyrir að hafa ekki
lent í Reykjavík, eins og margir sem
flutt hafa úr hans heimahögum, því
hvaða staðir eru betri en Akranes -
og Ólafsvík? se
Vörubílar sem Ingibjartur Þórjónsson smíðar.
Ingibjartur smíðar falleg leikföng úr tré
Ingibjartur Þórjónsson á verkstæði sínu.
Heima-Skagi 2021 fer fram næsta laugardag
Björn og Martha búa á Vitateig 2. Þau
ætla að opna heimili sitt fyrir gestum
tónlistarhátíðarinnar Heima-Skagi.
Einar Skúlason býr að Vesturgötu 71b.
Hann mun taka á móti gestum.
Pálmi og Elfa búa að Grundartúni 8.
Ísólfur og félagar hans taka á móti
gestum Heima-Skaga á Bárunni
brugghúsi við Bárugötu.
Guðni og Lilja taka á móti gestum
Heima-Skaga á heimili sínu að Skóla-
braut 40.