Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 21 Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat og því eru ekki lokapróf í annarlok. Fjarnemendum stendur til boða að mæta í tíma með dagskólanemendum í Grundarfirði eða á Patreksfirði. Kennarar aðstoða nemendur m.a. í MOODLE, TEAMS og í tölvupósti. Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa agnes@fsn.is og aðstoðarskólameistara solrun@fsn.is og í síma 4308400. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga hrafnhildur@fsn.is Dagskóli Innritun fyrir nám í dagskóla á vorönn 2022 fer fram rafrænt á menntagatt.is dagana 1. - 30. nóvember. Fjarnám Opið er fyrir umsóknir í fjarnám. Umsækjendur um fjarnám geta skráð sig í nám á heimasíðu skólans undir flipanum „Fjarnám“ Stúdentsbrautir: • Félags- og hugvísindabraut • Náttúru- og raunvísindabraut • Nýsköpunar- og frumkvöðlabraut • Opin braut til stúdentsprófs • íþróttabraut Framhaldsskólabrautir • Framhaldsskólabraut 1 • Framhaldsskólabraut 2 Starfsbraut Innritun á vorönn 2022 SK ES SU H O R N 2 02 1 Bændahöfðingi er orðið sem í huga kemur þegar minnst er Bjarna í Nesi, í bestu merkingu þess orðs. Héraðið hefur misst einn af sínum bestu forustumönnum. Lífsstarf hans er á við að margir menn hafi þar verið að verki. Hann var bóndi sem skildi eftir sig djúp spor og verðugt er að heiðra þennan sóma mann með nokkrum orðum. Samleið og kynni höfum við Bjarni í Nesi átt í um 35 ár. Ég sat minn fyrsta aðalfund Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar um tvítugt, sá þar fyrst og kynntist forustu- manni okkar bænda í Borgarfirði. Framganga hans og framtíðarsýn var hrífandi ungum manni. Hægt og örugglega flutti hann mál sitt. Markmiðin skýr, framlag hans og vinna fyrir Búnaðarsambandið langt umfram það sem í raun var hægt að ætlast til. Þannig var Bjarni, hann taldi ekki sporin, hann taldi ekki vinnu- stundir í þágu samfélagsins. Þess vegna hefur honum auðnast að koma mörgu í verk og skila stærra ævistarfi en flestir menn. Þakkaskuldin við Bjarna verður aldrei jöfnuð. Á vettvangi búnaðarsambandsins var útgáfa af ritinu Byggðir Borg- arfjarðar, stórvirki í fjórum bind- um, ekki síst borin uppi af honum. Bjarni vann og samdi talsvert af efni bókanna. Á formanns árum Bjarna var húsnæði sambandsins stækkað, starfsemin aukin og lagður grunnur að sameiningu búnaðarsambanda á Vesturlandi undir merkjum Búnað- arsamtaka Vesturlands. Búnaðarsambandið var í for- ustu fyrir baráttu um bættar sam- göngur um héraðið. Að sótt væri til nýrra atvinnuhátta í sveitum. Að nýta tækifærin, byggja á auðlindum sveitanna. Bjarni sat sem fulltrúi Búnaðar- sambands Borgarfjarðar mörg kjör- tímabil á Búnaðarþingi og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Bændasam- tök Íslands. Bjarni var leiðtogi. Hann sá fyr- ir mörgu, hann skynjaði betur en flestir menn, sem ég hef átt sam- leið með, breytingar. Hann var líka óhræddur við breytingar, við að umbylta. Fyrir endurreisn Reykholts- staðar, verður hans vafalaust lengst minnst. Enda stórbrotið af- rek. Samheldni og samstarf þeirra sr. Geirs Waage, til að skapa þar glæsilegt kirkju-, menningar- og fræðamiðstöð munu fáir leika eftir. Segja má að þar hafi hann lagt allt sitt undir í bókstaflegri merkingu. Hann vílaði ekki fyrir sér að vinna að því með eigin höndum og tíma. Veðsetja jörð sína og bú til að koma framkvæmdum áfram. Mér er minnisstætt að eitt sinn er ég leitaði til hans um aðstoð í félagsmálum bænda, mætti hann heim til okkar með sex metra stál- bita hengdan á bíl sinn. Af því að hann átti leið um og gat nýtt ferðina, vegna aðdrátta við kirkju- bygginguna. Hann gekk í að útvega orgel sem verið var að taka nið- ur í annarri kirkju og þar sem ekki var komið að því að setja það upp í hinni nýju Reykholtskirkju byggði hann geymslu yfir það í Nesi og hýsti árum saman. Svona starfa að- eins hugsjónamenn. Á vettvangi búskapar bar bú hans framsýni hans merki. Hann byggði með fyrstu bændum á Íslandi, fjós með legubásum og mjaltabás. Hönnuður að því fjósi var rétt ný- kominn frá skóla, er Bjarni bað um teikningu að slíku fjósi og í áratugi eftir það, byggðu bændur eftir eldri hönnun. Annað merkisframtak hans var að láta flytja inn til landsins rúllu- bindivél. Bjarni hafði lesið í norsku landbúnaðarriti um slíka tækni og mætti til vélaumboðsins með blað- ið og bað um að flutt yrði inn fyr- ir búið í Nesi Claas rúllubindivél. Sú fyrsta hér á landi. Búið í Nesi í Reykholtsdal var líklega fyrsta búið á Íslandi að verka allt sitt hey í rúlluböggum. Tækni sem hvað mest breytti heyskaparháttum bænda í seinni tíma, og má segja að hafi verið forsenda þess nútíma bú- skapar sem er í landinu í dag. Ég varð með ákveðnum hætti sporgöngumaður Bjarna, á vett- vangi félagsmála. Það voru Bjarni í Nesi og Kristján Axelsson í Bakka- koti sem höfðu afgerandi áhrif á að tveir ungir bændur völdust til að sitja búnaðarþing. Við áttum seinna báðir eftir að gegna formennsku í Bændasamtökum Íslands. Bæði þá og síðar var Bjarni ráðhollur og traustur bakhjarl. Það er ungum mönnum hollt að vera treyst til slíkra verka og geta átt vinskap og stuðning þeirra sem reynslu hafa. Má segja að Bjarni Guðráðsson hafi öðrum fremur haft afgerandi áhrif á þá leið sem ég hef sjálfur fetað frá þeim tíma að ég sat minn fyrsta aðalfund Búnaðar- sambands Borgarfjarðar. Fyrir leið- sögn hans og vináttu þakka ég. Bjarni varð aldrei gamall, þó aldurinn væri orðinn hár. Þrek hans var aðdáunarvert. Vinnusemi og áhugi á framkvæmdum og framför- um. Eftir að búskap með kýr lauk í Nesi, breytti hann hluta túna sinna í golfvöll. Byggði upp myndar- lega aðstöðu og opnaði hús sín fyr- ir margskonar starfsemi. Allt fram á síðasta dag. Ekki fyrir löngu hitti ég Bjarna heima í Nesi. Hann þá að slá golfvöllinn. Þar var Bjarna best lýst – alltaf leitandi og óhræddur að feta nýjar leiðir. Guð blessi minningu bænda- höfðingjans, Bjarna Guðráðssonar í Nesi. Haraldur Benediktsson, bóndi Vestra-Reyni Krónan hefur úthlutað 25 verk- efnum og aðilum um sjö milljónir króna í formi samfélagsstyrkja fyrir verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar. Af þeim 25 verkefnum sem fengu styrk eru 17 á landsbyggðinni, þar af tvö á Akranesi. Muninn kvikmyndagerð hlaut styrk fyrir verkefni Jólagleði í Garðalundi og Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi fékk styrk vegna Heilsuviku. argÍ minningu Bjarna í Nesi Krónan veitti tveimur verkefnum á Akranesi styrk Frá Jólagleði í Garðalundi 2019. Ljósm. úr safni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.