Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Síða 23

Skessuhorn - 03.11.2021, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 23 Kynningarfundurinn verður haldinn 11. nóvember næstkomandi milli klukkan 20:00-22:00 í Hjálmakletti, Borgarbraut 54, Borgarnesi. Á fundinum verður boðið upp á kaffi og léttar veitingar. Umhverfismat vegna vindorkuverkefnisins Múla Qair Iceland ehf. áformar að reisa vindorkugarðinn Múla. Þróunarverkefnið er matsskylt skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, tl. nr. 3.02 í 1. viðauka laganna. Nú hugar þróunaraðili að því að halda opinn kynningarfund og eru íbúar og hagsmunaaðilar hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið. Einnig verður fyrirhugað umhverfismat til umfjöllunar þar sem starfsmenn EFLU verkfræðistofu kynna helstu áherslur matsins auk þess að leita upplýsinga frá fundarmeðlimum. • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Haustið er uppskerutími íþrótta- félaga og þar á meðal hestamanna. Landssamband hestamanna veitti um liðna helgi viðurkenningar fyr- ir knapa ársins og keppnishesta- bú ársins 2021 á sérstakri verð- launahátíð. Einnig veitti Meist- aradeildin í hestaíþróttum efnileg- asta knapa ársins viðurkenningu. Árni Björn Pálsson er knapi ársins 2021, Jakob Svavar Sigurðsson er íþróttaknapi ársins, Konráð Valur Sveinsson skeiðknapi ársins, Dan- íel Jónsson gæðingaknapi ársins, Guðmar Freyr Magnússon efnileg- asti knapi ársins 2021 og Árni Björn Pálsson er kynbótaknapi ársins. Þá voru Þúfur í Skagafirði, bú þeirra Gísla Gíslasonar og Mette Mann- seth, valið keppnishestabú ársins. Á verðlaunahátíð LH 2021 voru tve- ir félagsmenn sæmdir heiðursverð- launum LH. Það eru þeir Halldór Halldórsson fyrrverandi formaður reiðveganefndar LH og Helgi Sig- urðsson dýralæknir. Við þetta má bæta að á for- mannafundi í Landssambandi hestamannafélaga nýverið var Lár- us Ástmar Hannesson í Stykkis- hólmi sæmdur gullmerki LH fyr- ir aðkomu hans að félagsmálum hestamanna. Hann var eins og kunnugt er formaður LH í sex ár. Það var Guðni Halldórsson nú- verandi formaður LH sem nældi í hann merkinu. mm Tæknimessa verður haldin í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi í fjórða sinn á morgun, fimmtudag. Þá er nemendum í 8.-10. bekk af öllu Vesturlandi boðið í heimsókn á Akranes þar sem þau fá kynningu á iðnnámi og afreksdeild FVA auk þess sem nokkur fyrirtæki kynna sína starfsemi fyrir ungmennun- um. Þá fara þau að Grundartanga þar sem Ólafur Adolfsson, formað- ur stjórnar Þróunarfélags Grundar- tanga, tekur á móti hópnum og sýn- ir og segir frá starfsemi á svæðinu, en vegna Covid verður ekki hægt að fara inn á vinnustaðina. Þá verð- ur farið með krakkana í Nýsköp- unarsetrið á Breið þar sem þeim verður skipt í hópa og fá kynningu á starfsemi nokkurra fyrirtækja sem hafa þar aðstöðu. Í hádeginu mun Hugrún og hennar teymi í mötu- neytinu í FVA elda lasagna fyrir þessa 800 nemendur sem væntan- legir eru í heimsókn. arg Tæknimessa í FVA á morgun Frá Tæknimessu árið 2019. Ljósm. úr safni/ arg Bestu knapar ársins, ræktunarbú og gullmerki Lárus Ástmar hlaut gullmerki LH. Til hægri er Stefán Logi Haraldsson og vinstri Ól afur Þórisson. Ljósm. mv. Jakob Svavar Sigurðsson er íþróttaknapi ársins 2021. Ljósm. LH.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.