Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Side 32

Skessuhorn - 03.11.2021, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202132 Pennagrein Bókaútgáfan Hólar sendir frá sér þó nokkrar bækur á þessu ári. Þar ber fyrst að nefna Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar, með undir- titlinum Fugladagbókin 2022, sem er nýjung á íslenskum bókamark- aði og einkum hugsuð fyrir þau fjölmörgu, ung og eldri, sem hafa áhuga á fuglum, ekki síst í nærum- hverfinu, þótt einnig megi nota bókina sem venjulega dagbók. Í henni er t.d. hægt að skrá hjá sér í hverri viku ársins þær tegundir, og fjölda innan hverrar og einnar, sem sjást þennan eða hinn daginn, auk þess sem ítarlegur fróðleikur er um 52 af þeim rúmlega 400 fugla- tegundum sem hingað hafa kom- ið til lengri eða skemmri dvalar frá því farið var að halda tölur um slíkt. Bókin er prýdd glæsilegum fugla- myndum og er höfundur hennar Sigurður Ægisson. Spæjarahundurinn heitir ævin- týrabók eftir Guðjón Inga Eiríks- son og fjallar hún um bráðskarpan hund sem leysir hin erfiðustu saka- mál, sem lögreglan hefur í rauninni gefist upp á og hér verður hann að taka á öllu sínu ef ekki á illa að fara, fyrir honum og heiminum öll- um. Halldór Baldursson teiknaði myndirnar í bókinni og setja þær mikinn svip á hana eins og vænta mátti. Ógn – ævintýrið um Dísar-Svan, eftir Hrund Hlöðversdóttur, fjall- ar um Svandísi, 14 ára gamla, sem flytur úr borginni norður í land. Amma henn- ar heldur því fram að álfar séu til og seg- ir barnabörnunum sögur úr álfheimum. Svandís trúir ekki á álfa en þegar dular- full skilaboð berast henni er hún ekki lengur viss í sinni sök. Í kringum hana er margt einkenni- legt á kreiki. Köttur með rauð augu, dularfullir hestar og fólk sem ef til vill er annað en það sýn- ist vera. Hún flæk- ist inn í baráttu góðs og ills, kynn- ist ástinni og þarf ásamt vinum sín- um að glíma við ógurlegar kynjaskepnur. Sagan byggir á þjóðsagna- arfi okkar Ís- lendinga og tengir saman tvo heima, r a u n h e i m a sem við þekkjum öll og huldu- heima sem færri þekkja. Á vor- dögum kom út ljóðaúr- val Hjálmars heitins Frey- steinssonar, lengi heim- ilislæknis á Akureyri, en það heitir Ekki var það illa meint og geymir mörg gullkornin. Eins og þetta, sem ber heitið Skag- firsk fræði: Margrét frá Mannskaðahóli er mögnuð á torfæruhjóli. Af ótuktarskap sinn eiginmann drap á toppnum á Tindastóli. Hjálmar var okkar fremsta „skemmtiskáld.“ Hann sá atburði líðandi stundar í öðru ljósi en all- ir aðrir og deildi þeirri kímni sem hann bjó yfir óspart með okkur hinum. Svo má nefna léttmetisbækurn- ar: Brandarar, þrautir og gátur, Spurningabókin 2021 og Fótbolta- spurningingabókin 2021. Í þeirri síðastnefndu er m.a. annars spurt um íslenska boltann, enska bolt- ann, Evrópumótið síðasta sumar, Evrópudeildina, Meistaradeildina og íslenska atvinnuknattspyrnu- menn, fyrr og síðar. Þá kem- ur út þriðja heftið af hinum vin- sælu Fimmaurabröndurum, en efnið þar er sótt í hina vinsælu síðu Fimmaurabrandarafjelagsins. -fréttatilkynning Út var að koma hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Fimmaurabrandarar 3 sem unnin er upp úr smiðju hins vinsæla Fimmaurabrandarafjelags. Hér er gripið niður í bókina: Í gær ætlaði ég að segja góðan brandara um IKEA en ég er enn að setja hann saman. Hvernig bragð er að stafasúpu? Nú, auðvitað orðbragð. Hatið þið það ekki þegar fólk spyr spurninga og svarar þeim sjálft? Ég geri það! Ætli gæinn, sem fann upp orðatil- tækið „One hit wonder“, hafi kom- ið fram með annað vinsælt orða- tiltæki? Hvar lærði Jesús að ganga á vatni? Í Krossá. Nú eru allir að tala um hr- ingrásarhagkerfið; endurnota, endurnýta, endurvinna. En vilja endurnar þetta endilega? Ef skilvindan bilar, verður mjólkin þá misskilin? Ég hellti óvart G-mjólk í sófann og það kom g-blettur. Nær maður þessu úr með því að nudda hann? Ef maður gengur þá hleypur mað- ur ekki í spik. Ég er að spá í að smíða mitt eig- ið sjónvarpstæki. Hvar ætli maður geti keypt sjónvarpsefni? Góður svefn er ekki aðeins heilsu- samlegur… Hann styttir vinnu- daginn líka heilmikið! Þegar Aðalbjörg svarar ekki í sím- ann hringi ég í Varabjörgu. Jólin nálgast. Nú sitja margir með hendur í skrauti. Af hverju varð Gosi gjaldþrota? Jú, hann var rukkaður um svo mikinn nefskatt. Sá alvöru fátækling í dag. Hann át myglaðan ost, drakk gamalt vín og keyrði svo um á topp-lausum bíl. mm Góðir lesendur. Hamast þú nú Borgarbyggð, að atvinnu þinni og sjálfboðaliðum. Það er samlíking milli atburða vel þekktra úr Eg- ils sögu er æði rann á Skallagrím Kveldúlfsson og stefnu Borgar- byggðar í Brákarey. Veittist hann að syni sínum Agli en ambáttin Brák sem var þó Skallagrími mikilvæg, bjargaði Agli en galt fyrir með lífi sinu í Brákarsundi er Skallagrímur setti stein milli herða henni og kom hvorki upp síðan. Nú hefur sveitar- stjórn sett þungan stein milli herða sjálfboðaliða sem og atvinnulífs í Brákarey og tvísýnt að hvort komi úr kafinu aftur. Þetta hefur áhrif eins og neyðar- köll sjálfboðaliða hafa sýnt undan- farna mánuði. Sú gríðarlega vinna sjálfboðaliða sem unnin er í þágu samfélagsins er brothætt, svo mjög brothætt að æ erfiðara er að manna stjórnir og nefndir. Með því að bregða fæti fyrir gott sjálfboðstarf og jafnvel neita öllu samtali er illa komið fyrir litlu samfélagi. Nú virðist komið að ögurstundu í mörgu sjálfboðaliða starfi. Skýrt hefur komið fram á síðum þessa blaðs að ekki njóta sjálfboða- liðar meðalhófs varðandi lokanir í Brákarey. Hvað atvinnuna varðar er ekki ein báran stök í viðleitni við að kasta frá sér atvinnunni. Þó ekki sé það tengt eyjunni þá er skemmst að minnast þess er nýjasta og full- komnasta mjólkurbúi landsins var fórnað til að „bjarga“ gjaldþrota kaupfélagi og drífa atvinnuna til Reykjavíkur og Selfoss. Hallar nú undan búi í landnámi Skallagríms, en mjólkurbú og kvóti sogast til Skagafjarðar sem og þingmenn Norðvesturkjördæmis. En það er efni í aðra grein. Virðist fram und- an að fæla alla atvinnu úr Brákar- ey og fórna henni á altari arkitekta og byggingar- verktaka. Verkfræðistofur líta svæð- ið girndaraugum og er mikilvægt að fá annað álit þegar kemur að því að dæma hús ónýt eður ei. Eftir skipulagsklúðrið með Slát- urhús Vesturlands þar sem opnun þess tafðist um a.m.k. eitt ár, mætti halda að Borgarbyggð sæi að sér í skipulagsmálum og væri stolt af þeirri atvinnustarfsemi sem rekin er í eyjunni. Í eyjunni er eitt besta renniverkstæði landsins, sláturhús sem er ört vaxandi í landbúnað- arhéraði, öflugt verktakafyrirtæki, plastskipasmiðir, nýsköpunarfyrir- tæki sem flytur út vöru í milljóna- vís svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst er gríðarmikil sjálfboða- vinna fornbílafélagsins, skotfélags- ins, golfklúbbsins og fleiri. Sú sjálf- boðaliða vinna hefur laðað að ið- andi mannlíf og heimsóknir gesta í eyjuna. Það er hart að sá steinn er sveitarfélagið setti milli herða þeirra er stunda sjálfboðaliðastörf valdi samtalsleysi, því sjálfboðaliðar hafa ætíð verið boðnir og búnir að bæta húsnæðið með sjálfboðaliða- vinnu. Það er dauðans alvara að rífa vel uppsteypt hús. Þar er kolefnis- sporið mikið. Sú örskotsstund er tók að finna nýtt húsnæði fyrir bæj- arskrifstofur sýnir að afkomendur Skallagríms geta sýnt kjark og þor. Það ætti ekki að taka örskotsstund að rífa það sem ónýtt er, laga einn þakræfil og gera þann húsakost til sóma er í eyjunni stendur. Vilji er allt sem þarf og korter í sveitar- stjórnarkosningar. Stefán Skafti Steinólfsson Höfundur er sjálfboðaliði. Nýútkomnar bækur frá Hólum Ómótstæðilegir fimmaurabrandarar Hamast þú nú Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.