Skessuhorn - 03.11.2021, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202136
www.skessuhorn.is
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Dreifi bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
Pennagrein
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Nauðsynlegir innviðir á borð við
nútímasamgöngur, öflugt fjar-
skiptasamband, góða heilbrigðis-
þjónustu og menntun, sem stenst
samanburð við höfuðborgarsvæð-
ið, er réttmæt krafa íbúa lands-
byggðarinnar.
Sundabraut er þjóðhagslega hag-
kvæmasta vegaframkvæmdin sem
völ er á í dag. Sundabraut styttir
akstur til höfuðborgarinnar líklega
um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju
Sundabraut á dag sparaði það 3000
vinnustundir á dag. Það munar um
minna.
Sundabraut skiptir miklu fyr-
ir íbúa Norðvesturkjördæmis, ekki
síst fyrir Akranes og Vesturland og
myndi styrkja verulega stöðu Akra-
ness sem hluta af atvinnusvæði höf-
uðborgarinnar. Lagning Sunda-
brautar er það mikilvæg vegafram-
kvæmd og þjóðhagslega hagkvæm
að setja ætti hana í forgang.
Mikilvægt er að auka aðgengi
ferðamanna að Vesturlandi og
áfram til Vestfjarða og Norður-
lands vestra með bættum samgöng-
um. Þar er Sundabraut mikilvæg-
ust, auk betri vegtenginga innan
kjördæmisins og til Þingvalla og
Suðurlands um Uxahryggi, sem og
Breiðafjarðarferja sem stenst nú-
tímakröfur.
Nýja Breiðafjarðarferju þarf sem
fyrst í stað þeirrar sem nú sigl-
ir. Núverandi Baldur annar ekki
eftirspurn og öryggi farþega er
ekki tryggt. Fjórðungssamband
Vestfjarða ályktaði um þetta nýlega
og benti á að Baldur og siglingar
yfir Breiðafjörð væru grunnstoð
í samgöngumálum Vestfirðinga.
Fiskeldi á Vestfjörðum skilar millj-
örðum króna í þjóðarbúið og inn-
an fimm ára mun ársframleiðsla
fara yfir 50 þúsund tonn, helmingi
meira en nú. Flutningar afurða og
aðfanga munu því stóraukast og
vegakerfið þarf að taka mið af því.
Krafa sveitarfélaga á Vestfjörðum
er að gamli Herjólfur verði notað-
ur í Breiðafjarðarferðir uns ný ferja
fæst. Hann hefur síðustu tvö ár ver-
ið við bryggju í Eyjum, til vara fyrir
Nýja Herjólf. Tekið er undir þessa
kröfu hér. Núverandi Baldur stenst
ekki nútímakröfur um þægindi í
farþegaflutningum og er í engu
samræmi við það að ferðaþjónusta
er í dag mikilvægasta atvinnugrein
þjóðarinnar.
Löngu tímabært er að nútíminn
hefji innreið sína í samgöngumál-
um á Vestfjörðum. Má hér nefna
mikilvægi þess að malbikun Dynj-
andisheiðar verði lokið sem fyrst, að
vegurinn um Suðurfirði til Bíldu-
dals verði malbikaður og undirbún-
ingur hefjist fyrir jarðgangagerð í
gegnum Hálfdán á milli Bíldudals
og Tálknafjarðar (6,1 km) og und-
ir Mikladal á milli Tálknafjarðar og
Patreksfjarðar (2,8 km).
Allt eru þetta verkefni sem þing-
menn Norðvesturkjördæmis verða
að sameinast um enda mikilvæg fyr-
ir kjördæmið og landið allt.
Sundabraut er það þjóðhags-
lega mikilvæg samgöngubót að all-
ir þingmenn ættu að geta samein-
ast um það verkefni. Eftir Hrun
var Harpa byggð sem efldi tónlist-
arlíf borgarinnar. Eftir heimsfar-
aldurinn ætti þjóðin að sameinast
um innviða- og samgöngubætur og
lagningu Sundabrautar.
Eyjólfur Ármannsson
Höfundur var kjördæmakjörinn
í 6. sæti í Norðvesturkjördæmi fyrir
Flokk fólksins í alþingiskosningunum
25. september sl.
Eldri borgarar eru þeir nefnd-
ir sem komnir eru á þann ald-
ur sem veitir þeim rétt til eftir-
launa. Nafngiftin er aukaatriði, en
það sem skiptir þennan félagsskap
öllu er að hann hafi markmið sem
bætt getur afkomu og ekki síst
líðan félagsmanna. Það eru sjálf-
sögð markmið að standa vörð um
kjör eldri borgara, kjör sem hafa
farið versnandi síðustu misseri
svo óviðunandi er. En hvað get-
ur vopnlaus maður? Það þýðir
lítið að rétta hinn vangann eins og
skrifað er í ónefndu riti.
Það þarf ekki að fjasa um það
að við lifum á undarlegum tímum
svo ekki sé meira sagt. En nú fara
breytingar í hönd eða við vonum
það þó oftast fari allt í sama farið.
Þarna á ég við nýafstaðnar alþing-
iskosningar. Þá er um að gera að
minna þá fulltrúa sem nú hafa náð
kjöri á að standa við gefin loforð.
Eins má minna á að doði borgar-
anna er oftast þannig að rumskað
er rétt fyrir kosningar.
En hvað skyldi nú valda því að
svo illa gengur að bæta kjör eldri-
borgara og kjörin svo ömurleg
sem raun ber vitni? Og gæti það
einnig verið að þeir sem fara með
þennan málaflokk þurfi ekki að
kvíða ellinni miðað við að þeim
lánist að verða gamlir, því þeir
hafa þegar tryggt sér góðan lífeyri
nú þegar. Ekki veit ég, en eitthvað
er að. Sem betur fer eru til eftir-
launahópar sem hafa góðan lífeyri
og í sumum tilfellum meira en
þeir geta torgað.
Breytingar? Það er spurningin.
Frá því fyrir ca. hálfri öld er ég
fór að fylgjast með þjóðmálum
eins og hinn almenni stritari, ekki
endilega kafa djúft í spillinguna,
hefur nánast lítið breyst. Ríkis-
stjórn eftir ríkisstjórn hefur ekki
tekist eða viljað koma kjörum
svokallaðra eldri borgara þannig
fyrir að sómi sé að. Í viðtölum
við ráðamenn eru svörin að mál-
ið er í skoðun og vonir standa til
breytinga. Þannig að skilaboðin
eru: Haldið í vonina.
Umræðan þarf að vera lausna-
miðuð, því að samtíma sagnfræði
skilar litlu og grein eftir grein sem
lýsir ömurlegum kjörum sem auð-
vitað á rétt á sér og hamra þarf á,
en virðist ekki ná eyrum þeirra
sem með málaflokkinn fara.
En þá er þrautin þyngri því
lausnin liggur ekki á borðinu
því þeir sem ráða málaflokkn-
um þverskallast sífellt, enda bún-
ir að tryggja sér öruggt ævikvöld
allavega fjárhagslega, en heils-
una kaupir enginn. Það þarf að
jafna kjör eftirlaunaþega. Mis-
skiptingin þar er orðin óþolandi
eins og raunar í öllu þjóðfélaginu.
Velferðarráðuneytið gefur út við-
miðunartölur sem þarf til lág-
marks framfærslu, en eftir því er
ekki farið.
Alþingi er nú vel mannað ungu
fólki. Eigum við að binda von-
ir við þann hóp vaskra kvenna og
manna? Því miður er lítil von til
þess að þeir sem hafa allt að tí-
föld laun margra þeirra sem berj-
ast við okurhúsnæðiskostnað skilji
og finni hinn raunverulega vanda.
Þeir sem hættir eru störfum vegna
aldurs, sjúkdóma eða hvað það er
sem gerir viðkomandi óvinnufær-
an, eiga ekki að þurfa að standa í
kjarabaráttu. Það á að vera metn-
aður frjálsrar og velmegandi þjóð-
ar að tryggja þeim sem af elju og
samviskusemi hafa lagt sitt að
mörkum til uppbyggingu þjóð-
félags sem rifið hefur sig upp á
stuttum tíma úr moldarkofunum í
það að vera eitt besta í heimi.
Það er ekki eitt besta í heimi ef
eftirlaunaþegum er ekki tryggð
lágmarks framfærsla. Annað er
sjálfstæðri þjóð ekki samboðið.
Það má nefna t.d. eitt atriði sem
leggja þarf áherslu á, það er að
eldri borgurum verði gert mögu-
legt að búa sem lengst í húsum
og íbúðum sínum, sem þeir hafa
stritað fyrir alla sína ævi á heiðar-
legan hátt og hvergi komið nálægt
fjármálasukki. Þarna er ég með í
huga hin mjög svo háu fasteigna-
gjöld. Þau eru að mínu mati ekki
sanngjörn gagnvart láglaunahóp-
um, hvað svo sem má segja um þá
sem eru með ofurlaun án þess að
ég skilgreini það nánar.
Nú eigum við að fylgjast með
hverjar áherslur flokkanna verða
fyrir næsta kjörtímabil og er mér
þá skiljanlega ofarlega í huga mál-
efni eldra fólks, því nú er ég flokk-
aður meðal þeirra og verð að lifa
af skammtinum eins og ég kalla
það. Ég nefndi hér áðan undar-
lega tíma. Þegar lífskjörin hafa
versnað sem aldrei fyrr þá geng-
ur það auðvitað ekki að hjá stjórn-
völdum, að seilast sýknt og heilagt
í vasa þeirra sem eru nánast tóm-
ir, því þannig hefur það verið. Það
er ekki hygginna manna háttur að
róa á mið þar sem lítið eða ekkert
er að hafa. Hvorki ég eða nokkur
getur kennt þeim sem völdin hafa,
því þeir virðast lítið heyra, eða
sjá það réttlæti sem felst í því að
borgurum þessa lands þurfi ekki
að kvíða ellinni eða ævikvöldi sem
á að vera hverjum manni nota-
legt miðað við að heilsan sé í lagi,
og skilað hefur góðu ævistarfi af
þrautseigju og samvisku.
En til þess að eitthvað breyt-
is til batnaðar verða viðkomandi
að láta heyra í sér og rökstyðja
sitt mál og hamra á þvi endalaust.
Þannig hefur það verið og mun
alltaf verða, að þeir fiska sem róa.
Ég óska eldri borgurum alls
hins besta í allri baráttu og starf-
semi komandi ára.
Ingibjartur G. Þórjónsson
Góðborgarar á Íslandi
– er vonin ein eftir?
Sundabraut og ný
Breiðafjarðarferja
í forgang