Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Qupperneq 38

Skessuhorn - 03.11.2021, Qupperneq 38
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202138 Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir þegar þú ert ekki í skólanum? Spurning vikunnar (Spurt í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík) Matthías Daði Gunnarsson „Vera í fótbolta.“ Gabríel Berg Rúnarsson „Líkamsræktin.“ Kristall Blær Barkarson „Að skellinaðrast.“ Arnar Tryggvi Karlsson „Fara í fótbolta.“ Eyþór Júlíus Hlynsson „Keyra vespu. Knattspyrnufélag ÍA hefur ráð- ið Aldísi Ylfu Heimisdóttur sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna og þjálfara 2. flokks kvenna. Aldís Ylfa sem er 25 ára hefur þjálf- að í yngri flokkum félagsins í mörg ár og aðstoðað við þjálfun yngri landsliða. Aldís Ylfa er með KSÍ B þjálfaragráðu og sækir nú nám- skeið til KSÍ A réttinda. Hún mun því starfa með Magneu Guðlaugs- dóttur sem ráðin var aðalþjálfari hjá meistaraflokki og 2. flokki kvenna á dögunum. vaks Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir keppti á föstu- daginn á Heimsmeistaramóti ung- linga í klassískri bekkpressu sem fram fór í Vilníus í Litháen. Þar nældi hún í silfurverðlaun í -63 kg flokki þegar hún lyfti 97,5 kg og bætti þar með sinn persónu- lega árangur um fimm kíló. Hún reyndi við nýtt Íslandsmet í þriðju lyftu þegar hún var með 102,5 kíló á stönginni. En sú lyfta mistókst naumlega. arg A ð a l f u n d u r Krabbameins- félags Borgar- fjarðar verður haldinn mánu- daginn 8. nóv- ember kl. 20:00 í sal Brák- arhlíðar í Borg- arnesi. Á dag- skrá fundar er heimsókn frá Unni iðjuþjálfara frá Ljósinu. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og að- standendur þeirra. Loks eru venju- leg aðalfundarstörf. „Þar verða meðal annars ræddar breytingar á samþykktum félagsins í takt við tímann og kynnt dagskrá vetrar- ins. Stjórn hvetur bæði félagsmenn og aðra áhugasama til að mæta og bæta í hug- m y n d a b a n k - ann hvern- ig hægt sé að auka við þjón- ustu og dag- skrá félagsins á svæðinu í þágu bæði krabba- meinsgreindra og aðstandenda þeirra. Við veltum upp hvernig við getum bæði staðbundið og raf- rænt aðstoðað og náð til fólks bæði í þéttbýli og til sveita sem glímir við krabbamein í sínu daglega lífi. Og hvað fólk vill almennt aðstoð með? Er það helst endurhæfing? Réttindamál? Námskeið? Spjöll- um saman,“ segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar. mm Það var líf og fjör á leikskólanum Krílakoti í Ólafsvík á miðvikudag í síðustu viku. Þá mættu allir sem vildu í búningum, bæði börn og starfsfólk. Haldið var Halloween ball og mátti vart á milli sjá hverj- ir væru spenntari fyrir deginum börnin eða starfsfólkið og greini- lega búið að undirbúa daginn vel. Í leikskólanum mátti þennan dag sjá bæði beinagrindur, nornir, pr- insessur, ofurhetjur og ýmiskonar verur. þa Píluklúbbur Akraness hélt Meist- aramótið í pílu á laugardaginn í að- stöðu Pílufélagsins í íþróttahúsinu á Vesturgötu og voru tíu leikmenn skráðir til leiks. Mikil barátta ein- kenndi mótið og margir hörkuleik- ir sem fóru fram. Í fyrri undanúr- slitaleiknum kepptu þeir Sigurður Tómasson og Stefán Bjarki Ólafs- son. Óhætt er að segja að Siggi Tomm hafi sópað Stefáni Bjarka undir teppið, eins og oft er sagt á pílumáli, því Siggi Tomm vann leikinn 5-0. Í hinum undanúr- slitaleiknum mættust þeir Sverrir Þór Guðmundsson, meistarinn frá því í fyrra, og Sigurður Guðfinns- son. Úr varð ótrúlega spennandi viðureign þar sem Diddi eins og hann er kallaður komst yfir 4-3 í leiknum og virtist vera að tryggja sig inn í úrslitin. En Sveppi eins og Sverrir er nefndur náði að jafna 4-4 og hafði síðan mikla yfirburði í síð- asta leggnum og endaði viðureign- ina á glæsilegu Bulls Eye. Úrslitaleikurinn var þó ekki eins spennandi því Siggi Tomm var á eldi þennan laugardaginn, sigraði Sveppa og legginn örugglega og með miklum tilþrifum 7-2. Siggi Tomm fagnaði því sigri á Akra- nesmeistaramótinu í pílu árið 2021 og ljóst að það verður sótt hart að honum þegar hann ver titilinn á næsta ári. vaks Hrekkjavaka á Krílakoti Frá Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar Aldís Ylfa ráðin aðstoðarþjálfari hjá ÍA Alexandrea kom heim með silfur Siggi Tomm vann Meistaramótið í pílu Glaðbeittir kepp- endur á mótinu. Þessir kepptu í undanúrslitunum: Sveppi, Stebbi, Siggi og Diddi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.