Skessuhorn - 30.03.2022, Page 1
arionbanki.is
Engin lántökugjöld á
100% rafmagnsbílum
Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka.
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 13. tbl. 25. árg. 30. mars 2022 - kr. 950 í lausasölu
Tilboð gildir út mars 2022
HOT DOG & A
BOTTLE OF PEPSI
*BÆTTU VIÐ ANNARRI
PYLSU FYRIR 200 kr.
499 kr.
& Pepsi í flösku
PYLSA
Um síðustu helgi fór fram íbúaþing í Dölum. Þar komu saman íbúar, hollvinir Dalanna og verkefnisstjórn Brothættra byggða. Sigurborg Kr. Hannesdóttir stýrði þing-
haldinu, sem var með því sniði að litlir hópar tóku fyrir málefni, ræddu og skráðu, en þátttakendur forgangsröðuðu síðan verkefnum í þinglok. Hér er verið að kjósa um
nafn á verkefnið, en það mun verða látið heita DalaAuður. Nánar er fjallað um íbúaþingið á bls. 10. Ljósm. Kristján Þ Halldórsson.
Síðastliðinn laugardag gengu íbú
ar í Stykkishólmsbæ og Helgafells
sveit á Snæfellsnesi til kosninga þar
sem þeir samþykktu sameiningu
sveitarfélaganna með afgerandi
kosningu. Í Helgafellssveit voru
56 á kjörskrá og kusu 52. Já sögðu
41, nei sögðu níu og auðir seðlar
og ógildir voru tveir. Kjörsókn var
93%. Í Stykkishólmsbæ voru 837 á
kjörskrá og kusu 460. Já sögðu 422,
nei sögðu 34 og auðir seðlar voru
fjórir. Kjörsókn var 55%.
Nú verður til tæplega 1300
manna sveitarfélag, blanda dreif
býlis og þéttbýlis þar sem sjávarút
vegur, landbúnaður, ferðaþjónusta
og ýmis önnur þjónusta eru helstu
atvinnugreinarnar sem stundaðar
eru. Meðal þess sem ákveðið var í
viðræðum um sameininguna var
að komið verður upp dreifbýlis
ráði sem verður ein af fastanefnd
um sameinaðs sveitarfélags og mun
það fjalla um þau mál sem snúa
að sveitinni sérstaklega, svo sem
fjallskilamál og fleira.
Afgerandi niðurstaða
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjar
stjóri í Stykkishólmi var jafn
framt formaður samstarfsnefndar
um sameiningu sveitarfélaganna.
Hann kvaðst í samtali við Skessu
horn vera afar sáttur með þessa
niðurstöðu og ekki síst hversu
afgerandi hún var. „Um er að ræða
mikilvæga niðurstöðu fyrir okkar
samfélag og er þessi skýra niður
staða góður grunnur til að byggja
næstu skref á. Það er mín sann
færing að þessi niðurstaða muni
verða til heilla fyrir okkur, íbúa
Stykkishólmsbæjar og Helgafells
sveitar. Við höfum alltaf litið á
okkur sem eitt samfélag og það
endurspeglast í þessari góðu kjör
sókn og afgerandi niðurstöðu. Við
erum sterkari saman,“ segir Jakob
Björgvin.
Hann segir að næsta skref verði að
bretta upp ermar og hefjast handa
við undirbúning að nýju sveitarfé
lagi á grunni þeirra áherslna sem
kynntar voru íbúum í aðdraganda
kosninganna. Kosið verður í nýju
sameinuðu sveitarfélagi 14. maí
næstkomandi. Ljósm/mm
Stykkishólmsbær og Helgafellssveit sameinast
699 3444
molby@fastlind.is
Löggiltur fasteignasali
ÁRALÖNG ÞEKKING
OG REYNSLA AF
FASTEIGNAMARKAÐI
Á VESTURLANDI
BOGI MOLBY
Allir kaupendur og seljendur fá
Vildarkort Lindar
hjá fjölmörgum fyrirtækjum
sem veitir 30% afslátt