Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Síða 1

Skessuhorn - 30.03.2022, Síða 1
arionbanki.is Engin lántökugjöld á 100% rafmagnsbílum Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka. FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 13. tbl. 25. árg. 30. mars 2022 - kr. 950 í lausasölu Tilboð gildir út mars 2022 HOT DOG & A BOTTLE OF PEPSI *BÆTTU VIÐ ANNARRI PYLSU FYRIR 200 kr. 499 kr. & Pepsi í flösku PYLSA Um síðustu helgi fór fram íbúaþing í Dölum. Þar komu saman íbúar, hollvinir Dalanna og verkefnisstjórn Brothættra byggða. Sigurborg Kr. Hannesdóttir stýrði þing- haldinu, sem var með því sniði að litlir hópar tóku fyrir málefni, ræddu og skráðu, en þátttakendur forgangsröðuðu síðan verkefnum í þinglok. Hér er verið að kjósa um nafn á verkefnið, en það mun verða látið heita DalaAuður. Nánar er fjallað um íbúaþingið á bls. 10. Ljósm. Kristján Þ Halldórsson. Síðastliðinn laugardag gengu íbú­ ar í Stykkishólmsbæ og Helgafells­ sveit á Snæfellsnesi til kosninga þar sem þeir samþykktu sameiningu sveitarfélaganna með afgerandi kosningu. Í Helgafellssveit voru 56 á kjörskrá og kusu 52. Já sögðu 41, nei sögðu níu og auðir seðlar og ógildir voru tveir. Kjörsókn var 93%. Í Stykkishólmsbæ voru 837 á kjörskrá og kusu 460. Já sögðu 422, nei sögðu 34 og auðir seðlar voru fjórir. Kjörsókn var 55%. Nú verður til tæplega 1300 manna sveitarfélag, blanda dreif­ býlis og þéttbýlis þar sem sjávarút­ vegur, landbúnaður, ferðaþjónusta og ýmis önnur þjónusta eru helstu atvinnugreinarnar sem stundaðar eru. Meðal þess sem ákveðið var í viðræðum um sameininguna var að komið verður upp dreifbýlis­ ráði sem verður ein af fastanefnd­ um sameinaðs sveitarfélags og mun það fjalla um þau mál sem snúa að sveitinni sérstaklega, svo sem fjallskilamál og fleira. Afgerandi niðurstaða Jakob Björgvin Jakobsson, bæjar­ stjóri í Stykkishólmi var jafn­ framt formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna. Hann kvaðst í samtali við Skessu­ horn vera afar sáttur með þessa niðurstöðu og ekki síst hversu afgerandi hún var. „Um er að ræða mikilvæga niðurstöðu fyrir okkar samfélag og er þessi skýra niður­ staða góður grunnur til að byggja næstu skref á. Það er mín sann­ færing að þessi niðurstaða muni verða til heilla fyrir okkur, íbúa Stykkishólmsbæjar og Helgafells­ sveitar. Við höfum alltaf litið á okkur sem eitt samfélag og það endurspeglast í þessari góðu kjör­ sókn og afgerandi niðurstöðu. Við erum sterkari saman,“ segir Jakob Björgvin. Hann segir að næsta skref verði að bretta upp ermar og hefjast handa við undirbúning að nýju sveitarfé­ lagi á grunni þeirra áherslna sem kynntar voru íbúum í aðdraganda kosninganna. Kosið verður í nýju sameinuðu sveitarfélagi 14. maí næstkomandi. Ljósm/mm Stykkishólmsbær og Helgafellssveit sameinast 699 3444 molby@fastlind.is Löggiltur fasteignasali ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI BOGI MOLBY Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem veitir 30% afslátt

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.