Skessuhorn - 30.03.2022, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 20228
Fjöliðjan fær bif-
reið með lyftu
AKRANES: Bæjarráð Akra
ness samþykkti á fundi um
miðjan febrúar að kannað
yrði með leigu á sérútbúinni
bifreið með lyftu fyrir hjóla
stóla fyrir starfsemi Fjöliðj
unnar. Á fundi bæjarráðs síð
asta fimmtudag kom fram að
leitað hafi verið eftir upplýs
ingum hjá leigufélögum um
leigu á sérútbúinni bifreið
en slík bifreið er ekki til og
tæki það einhverja mánuði að
útbúa slíka. Á söluskrá er sér
útbúin bifreið sem stenst allar
kröfur og þarfir fyrir starfsemi
Fjöliðjunnar í dag. Kostnaður
við bifreiðakaupin er 6,8 millj
ónir og samþykkti bæjarráð
kaup á henni en leiga á slíkum
bíl er ekki möguleg þar sem
engin slík er til í landinu. Það
tekur að lágmarki sex mánuði
að fá bíl erlendis frá og fyrir
séð að kostnaður yrði þá mikið
mun hærri, segir í fundargerð.
-vaks
Ráðinn sölu-
stjóri hjá Origo
AKRANES: Skagamaður
inn Ísleifur Örn Guðmunds
son hefur verið ráðinn sölu
stjóri gæða og innkaupa
lausna hjá upplýsingatækni
fyrirtækinu Origo og verð
ur hlutverk hans að stýra og
efla sölustarf deildarinnar. Í
tilkynningu segir að Ísleifur
Örn hafi undanfarin ár starf
að sem framkvæmdastjóri inn
flutningsfyrirtækisins Habit
us. Þá hefur hann einnig starf
að sem sölu og markaðs
stjóri ferðaþjónustufyrirtæk
isins Safari Quads og tekið
þátt í hinum ýmsu verkefnum
tengt stjórnun og stefnumót
un. Ísleifur Örn stundaði og
lauk BS gráðu í viðskipta
fræði með áherslu á stjórnun
frá University of Alabama in
Huntsville í Bandaríkjunum
og Háskóla Íslands. -vaks
Aflatölur fyrir
Vesturland
19.-25. mars
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 12 bátar.
Heildarlöndun: 3.025.666 kg.
Mestur afli: Venus NS:
1.000.788 kg í einni löndun.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 96.256 kg
Mestur afli: Kristinn HU:
46.669 kg í sex löndunum
Grundarfjörður: 14 bátar.
Heildarlöndun: 970.947 kg.
Mestur afli: Brynjólfur VE:
256.065 kg í fjórum róðrum.
Ólafsvík: 14 bátar.
Heildarlöndun: 286.873 kg.
Mestur afli: Guðmund
ur Jensson SH: 37.756 kg í
þremur löndunum.
Rif: 13 bátar.
Heildarlöndun: 685.995 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
258.733kg í fimm róðrum.
Stykkishólmur: 3 bátar.
Heildarlöndun: 281.086 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
275.116 kg í ellefu löndunum.
Topp fimm
landanir á tímabilinu:
1. Venus NS – AKR:
1.000.788 kg. 24. mars.
2. Svanur RE – AKR:
560.800 kg. 23. mars.
3. Hákon EA – AKR: 425.022
kg. 23. mars.
4. Guðrún Þorkelsdóttir SU
– AKR: 283.274 kg. 22. mars.
5. Víkingur AK – AKR:
232.213 kg. 22. mars.
-dóh
Síðastliðinn laugardag rigndi mik
ið um vestanvert landið samhliða
hlýjum vindum. Snjóbráð var sam
kvæmt því mikil. Árnar í Borgar
firði höfðu engan veginn við vatns
flaumnum og margar sem brutu
st fram með klakahlaupi og látum.
Meðal annars var óvenjulega mikið
flóð í Andakílsá og Gufuá sem alla
jafnan er eins og smálækjarspræna.
Þá hafði hefðbundinn farvegur
Hvítár ekki undan að færa til sjávar
allt vatnið af upptökusvæði árinn
ar. Meðfylgjandi mynd var tekin á
afleggjaranum að Hvítárbakka, en
þar flæddi yfir veginn og nokkrir
heybaggar fóru auk þess á siglingu
og stefndu til sjávar.
mm/ Ljósm. Hulda Hrönn
Sigurðard.
Aðgerðahópur gegn vindorkuver
um í Norðurárdal í Borgarfirði hef
ur sent erindi á alla frambjóðend
ur til sveitarstjórnar í Borgarbyggð.
Hópurinn vill að skýr afstaða fram
bjóðenda liggi fyrir í málinu áður en
gengið verður til kosninga til sveit
arstjórnar í vor. Erindið undirrita 90
íbúar og landeigendur í héraðinu. Í
erindi segir m.a.:
„Á þessu kjörtímabili sveitar
stjórnar í Borgarbyggð hafa íbúar í
Norðurárdal og Þverárhlíð staðið í
ströngu. Landeigendur, fjölskyld
ur þeirra og annað fólk sem á þar
athvarf eða er annt um þessar nátt
úruperlur Borgarfjarðar hafa mátt
standa í baráttu við erlenda menn og
húskarla þeirra sem vilja reisa risa
vaxin vindorkuver í Norðurárdal og
Þverárhlíð.
Við teljum að þessi áform séu
óbætanleg náttúruspjöll, verði af
framkvæmdum, og atlaga að tilveru
okkar. Við höfum barist á móti þess
um átroðningi af fremsta megni og
um þá mótstöðu er yfirgnæfandi og
eindregin samstaða. Sveitarstjórn
in getur leyst þetta vandamál. Hún
hefur það vald sem til þess þarf og
við völdum þangað fólk sem við
treystum til þess að verja hagsmuni
okkar.
Nú eru sveitarstjórnarkosningar
framundan. Þá koma þeir fram sem
vilja þjóna okkur á næsta kjörtímabili
og gera grein fyrir hugmyndum sín
um um betra samfélag og segja okk
ur hvernig þeir ætla að vinna að því.
Nú leitum við til ykkar sem eruð í
framboði og förum fram á það að
þið svarið þessu erindi og gerið ljósa
grein fyrir því hver afstaða ykkar er
í þessu máli. Við þurfum á aðstoð
ykkar að halda og við þurfum þess
vegna að þekkja skoðanir ykkar. Sú
þekking er okkur nauðsynleg í þeirri
baráttu sem framundan er,“ segir í
fyrirspurn sem 90 kjósendur, land
eigendur og náttúruverndarsinnar
í Borgarbyggð hafa sent frambjóð
endum. mm
Nóg hefur verið að gera á hvala
skoðunarbátnum Írisi að undan
förnu. Gísli Ólafsson skipstjóri og
eigandi Írisar segir að síðustu daga
hafi verið talsvert um afbókanir
og þá aðallega út af veðri, en auk
þess er vetrarfríið búið í Evrópu.
Gísli kveðst vera búinn að fá alveg
nóg af þessari ótíð sem af er vetri.
„Við förum sjálfsagt ekki á sjó fyrr
en á mánudag eða þriðjudag, það
er leiðinda spá framundan,“ sagði
hann þegar rætt var við hann á
föstudaginn. „En það hefur verið
nóg af hval að undanförnu og það
gleður gests hjartað að sjá hval rétt
við bæjardyrnar leika listir sínar,“
segir Gísli. Hann segist ekki eiga
von á að farþegum fjölgi hjá sér fyrr
en í júní. Fjórir eru í áhöfn Írisar.
Útgerðin er skráð í Grundarfirði
en gert er út frá Ólafsvík.
af
Aðgerðarhópur gegn vindorku-
verum spyr frambjóðendur
Asahláka og flóð í borgfirsku ánum
Íris að láta úr höfn á
fimmtudaginn með gesti í
hvalaskoðun.
Ótíðin einnig verið erfið hvalaskoðunarskipum