Skessuhorn - 30.03.2022, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 202210
Guðlaugur Þór Þórðarson,
umhverfis, orku og loftslagsráð
herra, gerði í vikunni sem leið grein
fyrir úthlutun fjármuna til upp
byggingar innviða og náttúruvernd
ar á ferðamannastöðum. Gert er ráð
fyrir um 2,8 milljarða króna fram
lagi til næstu þriggja ára. Í ár verð
ur úthlutað rúmlega 914 milljón
um króna úr Landsáætlun um upp
byggingu innviða sem gerir kleift að
halda áfram því verkefni að byggja
upp efnislega innviði á ferða
mannastöðum, svo sem göngustíga,
útsýnispalla, bílastæði og salerni.
Aukin áhersla er á langtímaáætlan
ir í uppbyggingu staða en einnig á
aukna miðlun og merkingar, ekki
síst á stöðum þar sem samspil er á
milli náttúru og menningarsögu
legra minja.
65 nýir staðir
Landsáætlun um uppbyggingu inn
viða til verndar náttúru og menn
ingarsögulegum minjum er stefnu
markandi áætlun sem Alþingi sam
þykkti 2018. Verkefnaáætlanir eru
gerðar til þriggja ára og eru upp
færðar á hverju ári. Ný verkefnaá
ætlun sem ráðherra kynnti nær til
áranna 20222024. Alls er nú 151
verkefni á áætlun næstu þriggja
ára á rúmlega 90 ferðamannastöð
um, þar af 65 ný verkefni sem bæt
ast við að þessu sinni. Meðal stórra
verkefna má nefna uppbyggingu á
Geysissvæðinu, byggingu útsýnis
palls og göngustíga í Ásbyrgi, yfir
byggingu minja þjóðveldisbæjar
ins á Stöng í Þjórsárdal, skála með
góðri heilsárs salernisaðstöðu í
Vaglaskógi, vandaða göngustíga við
Búrfellsgjá, áframhaldandi umbæt
ur á aðgengi ofan við Gullfoss með
steyptum stígum og frekari skref til
bættrar aðstöðu við Jökulsárlón.
Tæp 5% á Vesturland
Í landsáætlun um uppbyggingu
innviða frá 20222024 eru þrettán
verkefni á Vesturlandi sem hljóta
styrki, alls að upphæð 136,6 millj
ónir króna, en það jafngildir 4,86%
af því fé sem ráðstafað verður næstu
þrjú árin á landinu öllu. Þessi svæði
á Vesturlandi eru öll á forræði
Umhverfisstofnunar, Þjóðgarðsins
Snæfellsjökuls og Minjaverndar.
Þetta eru:
Arnarstapi / Hellnar. Deiliskipulag;
endurbætur á göngustíg að Músa
gjá. 8.000.000 kr.
Búðir – friðland. Aðkomusvæði
við Sjávargötu og Klettsgötu.
5.684.000 kr.
Eldborg í Hnappadal. Bílastæði
fyrir gesti sem fara á Eldborg;
göngubrú frá bílastæði að göngu
stíg; skilti við upphaf gönguleiðar.
22.800.000 kr.
Grábrók. Malbikun bílastæðis.
3.500.000 kr.
Ólafsdalur í Gilsfirði. Minjavernd
hf. Göngustígar og önnur upp
bygging fyrir ferðamenn á svæðinu
46.076.000 kr.
Surtshellir (Vígishellir, afhellir).
Minjastofnun Íslands. Tvö skilti
um menningarminjar við bílastæði.
1.640.000 kr.
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.
Frumgreining á uppbyggðum
hjóla og göngustíg. 2.005.000 kr.
ÞS / Gufuskálavör Gufuskálar.
Endurgerð og varðveisla minja um
sjósókn; fræðsluskilti. 4.804.843 kr.
ÞS / Malarrif. Viðburða og áning
arpallur við gestastofu. 6.507.500
kr.
ÞS / Skarðsvík. Fræðsluskilti.
1.688.000 kr.
ÞS / Öndverðarnes. Bílastæði;
minjaheildarsvæði í samráði
við Minjastofnun Vesturlands.
19.154.200 kr.
ÞS Jökulháls. Skilti og merkingar.
2.260.000 kr.
ÞS Svalþúfa. Stækkun og úrbætur
á bílastæði; göngustígar, tengingar
og landmótun. 12.560.000 kr.
mm
Íbúaþing var haldið í Dalabyggð
um nýliðna helgi, 26. og 27. mars.
Þar komu saman íbúar, hollvinir
Dalanna og verkefnisstjórn Brot
hættra byggða, sem er skipuð full
trúum Byggðastofnunar, SSV,
Dalabyggðar og íbúa. Linda Guð
mundsdóttir, nýráðinn verkefn
isstjóri Brothættra byggða, mætti
á fundinn, en hún hyggst flytja
í Dalina með vorinu og taka við
starfi í júní. Sigurborg Kr. Hann
esdóttir stýrði þinginu, sem var
með því sniði að litlir hópar tóku
fyrir málefnin, ræddu og skráðu,
en þátttakendur forgangsröð
uðu síðan verkefnunum í þing
lok. Þetta form á umræðum dreg
ur fram skoðanir sem ekki heyrast
þegar fólk þarf að stíga í pontu og
það dregur einnig fram mismun
andi mikilvægi verkefna.
Heitar umræður sköpuðust
um ýmis hagsmunamál, svo sem
atvinnumál, húsnæðismál og mál
efni yngri kynslóðar. Í vikunni á
undan var fundur hjá elstu nem
endum Auðarskóla, þar sem ung
mennin komu fram með sína fram
tíðarsýn; um atvinnu, frístundir og
ímynd Dalanna. Á þinginu kynntu
síðan þrjár stúlkur þau mál sem
helst brunnu á unga fólkinu, jafn
framt því sem þær tóku fullan þátt
í öllum umræðum þingsins. Yngstu
íbúarnir fengu líka sitt eigið þing,
þar sem sjóndeildarhringur þeirra
kom skýrt fram; skólalóðin, rólur,
rennibraut, úitivera og þrautabraut
svo eitthvað sé nefnt.
Það er óhætt að segja að hugur
sé í Dalamönnum, því margar hug
myndir að bættu samfélagi komu
fram og áhugi á því að efla allt frá
tómstundum til sérhæfðra starfa og
framkvæma allt frá göngustígum til
jarðganga.
Nafn á verkefnið var eitt
umræðuefnið og komu fram
margar hugmyndir, en kosið var
um tvö þau hlutskörpustu, annars
vegar Dalir úr dvala og hins vegar
DalaAuður. Heitin er mjög lýsandi
fyrir hug íbúa, sem vilja vekja
upp styrkleika Dalanna og virkja
auðinn. DalaAuður varð hlutskarp
ari, en ekki munaði miklu. Auður
getur vísað í Auði djúpúðgu, land
námskonu Dalanna, en líka í auð
lindir eða auðlegð Dalanna. Auk
þess sem nafnið er auðvitað líka
nafn á osti, framleiddum í Búðar
dal.
Þingið er gott veganesti fyrir
verkefnisstjóra og stjórn verkefnis
ins, en íbúar hafa einnig tækifæri til
að móta áherslur síðar.
bj/ Ljósm. Kristján Þ Halldórsson.
Stærsta einstaka verkefnið á Vesturlandi, sem nýtur stuðnings ríkisins, er göngustígagerð og önnur uppbygging fyrir ferða-
menn í Ólafsdal, verkefni sem Minjavernd stendur að. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.
Tæpum þremur milljörðum
ráðstafað til ferðamannastaða
Spenna í loftinu undir lok þingsins.
Dalir virkja auðinn
Íbúaþing fór fram í Dölum um liðna helgi
Jóhanna, Jasmín og Dagný Sara kynntu hugmyndir unga fólksins.Heitar umræður um atvinnumál.
Kosið var um nafn á verkefnið.