Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Page 17

Skessuhorn - 30.03.2022, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2022 17 Dagur í lífi... Nafn: Berghildur Pálmadóttir Fjölskylduhagir/búseta: Ég er gift Kára Gunnarssyni og við eig­ um þrjú börn, Martin, Íseyju og Snæ. Við búum á bænum Dunki í Dalabyggð þar sem við erum með um 650 fjár, sjö geitur, fimm hesta, þrjá hunda og tvo ketti. Svo er einn hundur í fóstri og einn köttur sem tók upp búsetu í fjárhúsunum okk­ ar. Starfsheiti/fyrirtæki: Umsjónar­ kennari á unglingastigi Auðarskóla og bóndi. Áhugamál: Ég hef óbilandi áhuga á réttindum fanga og öllu sem tengist bættri þjónustu við þann jaðarsetta hóp. Hef mikinn áhuga á áfeng­ is­ og vímuefnamálum og dreymir um að setja á laggirnar meðferðar­ og/eða áfangaheimili fyrir einstak­ linga sem eru að ljúka afplánun eða að vinna að bata. Ég hef líka mik­ inn áhuga á fræðslu og forvörnum þegar kemur að börnum og ung­ lingum. Ég hef svo mjög gaman af því að lesa/hlusta á bækur og eru það helst glæpasögur sem verða fyr­ ir valinu. Svo auðvitað þetta klass­ íska, góður matur og samvera með vinum og fjölskyldu. Dýrin mín eru svo líka mitt áhugamál þó þau séu vinna líka. Dagurinn: Miðvikudagurinn 23. mars 2022 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Vekjaraklukkan hringdi klukk­ an sjö, þar sem börnin voru enn í fastasvefni lét ég eftir mér að snúsa einu sinni. Síðan fór ég á fætur og vakti börnin. Á meðan ég græjaði mig gaf Kári krökkunum morgun­ mat og klæddi litla gaurinn. Kári stökk svo út í fjárhús að athuga með eina kind sem er komin að burði hjá okkur. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég borða sjaldnast morgunmat en fyrir vinnu finnst mér gott að fá mér ískaldan orkudrykk, (drekk ekki kaffi, það er mín afsökun). Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég lagði af stað klukkan átta á bílnum. Fyrstu verk í vinnunni? Þar sem ég er vanalega í fríi frá kennslu á miðvikudögum þá byrjaði ég á að fá upplýsingar um hvar ég ætti að hlaupa í skarðið en Covid hefur verið að angra okkur þessa vikuna í vinnunni. Hvað varstu að gera klukkan 10? Ég sat í kaffi á kennarastofunni og spjallaði þar við samstarfsfólk mitt. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég ásamt öðrum kennara vorum með áheyrnarprufur fyrir árshátíðar­ leikritið á unglingastigi, virkilega skemmtilegt. Hvað varstu að gera klukkan 14? Undirbúa mig fyrir að sækja yngri gaurinn á leikskólann og fara heim. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Er oftast til fjögur en búin fyrr þennan dag. Vinnudagurinn endar alltaf í vinnu­ herberginu við að fara yfir verk­ efni, ræða við samstarfsfólk eða við undirbúning. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Sótti Snæ á leikskólann og við keyrðum heim. Ég stökk svo út í fjárhús að athuga með kindina sem er kom­ in að burði, engin lömb voru kom­ in. Ég dreifði líka aðeins heyi í hús­ unum, gaf hrútunum og knúsað­ ist aðeins í litla kiðlingnum okkar, honum Hugin, sem kom óvænt í heiminn síðasta laugardag. Hann er ekki nógu duglegur að fara á spena svo við ýtum við honum annað slag­ ið. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Ég græjaði pylsur fyrir okkur, prinsessan á bænum kaus þó frekar grillaða samloku með skinku og osti. Hvernig var kvöldið? Eftir að Snær var sofnaður og Ísey var kom­ in upp í rúm að lesa fór ég aftur í fjárhúsin að klára að gefa með Kára. Við erum með gjafagrindur svo það tekur tíma að fylla á allt. Hvenær fórstu að sofa? Of seint, örugglega ekki fyrr en að nálgast miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég fór í sturtu og skoðaði eitthvað í símanum. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Að vegurinn okkar var loksins mokaður, erum ekki ofar­ lega á lista í snjómokstri svo börnin okkar hafa farið hér um í alls konar færð í vetur. Erum svo heppin með skólabílstjóra sem er öllu vanur og lætur ekki veður og færð raska ró sinni. Dagurinn var skemmtilegur og mikið gert. Eitthvað að lokum? Takk fyrir mig og hvet alla til þess að kíkja í Dalina í sumar, margar perlur hér á þessu sögufræga svæði. Umsjónarkennara í Auðarskóla og bónda það þurfi að mæta í eigin persónu. Annað er afgreitt með rafrænum skilríkjum. Hér í Borgarnesi var byggt stórhýsi undir bankann í upphafi aldarinnar. Nú er búið að selja húsið og við verðum nánast eins og í einu horni þess eftir að ráðhúsið verður flutt þar inn með starfsemi sína.“ Hentaði vel að vinna heima Eftir að Covid­19 breiddist út meðal þjóðarinnar fyrir tveimur árum færðist vinnustöð Steinunn­ ar Ástu heim í Brautarholt. „Stað­ reyndin er sú að það hentaði í mörgum störfum að færa vinnu­ stöðvarnar heim til fólks. Fyrir mig var þetta mjög þægilegt, eigin­ lega hálfgerður lúxus. Nú fer ég kannski einu sinni í viku í Borgar­ nes og kannski verða kaupstaðar­ ferðirnar mínar eftir að ég hætti að vinna enn færri. Álíka margar og hjá sveitafólkinu í gamla daga þegar farið var í kaupstað til að afla aðfanga þegar þurfti og öllum erindum safnað í eina langa kaup­ staðarferð.“ Steinunn Ásta kveðst hlakka til að hætta að vinna, en segist búa að því að hafa kynnst mörgu góðu fólki á sínum starfstíma sem bankamaður í Borgarnesi, bæði samstarfsfélögum og viðskipta­ mönnum. „Það eru forréttindi að vinna á góðum vinnustað og hlakka alltaf til að mæta í vinnuna. Ég hef eignast vini fyrir lífstíð og marga góða kunningja eftir þessi 45 ár í Borgar nesi. Kannski var það happ mitt að hafa ekki feng­ ið leyfi Friðjóns heitins til að byrja á mánudegi. Það veit enginn. En allavega þá lýk ég störfum núna fimmtudaginn 31. mars sátt við minn tíma.“ Hún segist engu kvíða með áhugamál þegar hefðbundinni starfsævi lýkur. „Hér eigum við snyrtilegt gamalt hús á góðum stað og með frábæru útsýni. Við Dan­ íel höfum nóg fyrir stafni og hér um slóðir er margt í gangi fyrir eldri borgara. Við munum örugg­ lega njóta þess að hafa afa­ og ömmustelpurnar okkar sem mest hjá okkur. Hver veit svo nema að ég taki golfkylfuna aftur til handar­ gagns. Það er allavega ekki langt á völlinn héðan frá Brautarholti.“ mm Steinunn Ásta með ömmustelpurnar sínar í heimsókn í vinnunni árið 2013. Starfsfólk Arion banka vorið 2016, þegar bankinn flutti á aðra hæð hússins við Digranesgötu. Dagana 6. til 9. apríl fær miðstig nokkurra grunnskóla á Vestur­ landi óvenjulega heimsókn. Þar er á ferðinni kynning á sjálfum hand­ ritunum undir heitinu Bál tímans ­ kveikjum ljós um miðaldahand­ ritin! Bók Arndísar Þórarinsdóttur er þungamiðja kynningarinnar sem höfundurinn annast ásamt Evu Maríu Jónsdóttur miðaldafræðingi. Það er List fyrir alla sem sendir þessa fulltrúa Árnastofnunar sem varðveitir handritin fyrir íslenska þjóð og umheiminn allan. Auk skólaheimsóknanna verða haldnar tvær handritasmiðjur þar sem hægt verður að setja sig í spor skrifara miðalda. Fyrri smiðjan verður á Amts­ bókasafninu á Stykkishólmi mið­ vikudaginn 6. apríl kl. 15:30 og sú síðari í Landnámssetrinu í Borgarnesi laugardaginn 9. apr­ íl kl. 14:00. Nemendur geta komið ásamt fjölskyldum sínum og fengið að prófa að skrifa með fjaðurstaf á skinn auk þess að fræðast um bóka­ gerð á miðöldum. Einnig verða til sýnis endurgerðir af frægum skinn­ handritum. Smiðjurnar standa í um hálfa aðra klukkustund og hægt er að koma hvenær sem er innan þeirra tímamarka. Árið 1971 varð sá merkisatburð­ ur að Danir afhentu Íslending­ um Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða. Þetta var tæpum þrjá­ tíu árum eftir að landið fékk sjálf­ stæði frá herraþjóðinni. Samt voru margir sem litu á þetta sem tákn­ rænan endapunkt á því ferli sem leiddi til sjálfstæðis þjóðarinnar. Árnastofnun minntist þessa hálfrar aldar afhendingarafmælis með því að efna til samtals við unga fólkið og almenning í landinu með marg­ víslegum hætti, s.s. skólaheimsókn­ um, handritasamkeppni, sjónvarps­ útsendingu úr Hörpu og bókaút­ gáfu. Heimsókn Evu Maríu og Arn­ dísar kemur í framhaldi af ferðalagi Snorra Mássonar og Jakobs Birgis­ sonar til tæplega 50 valinna grunn­ skóla á vegum Árnastofnunar á síð­ asta ári. Því til viðbótar heimsækja þær nú einnig menningarhús og halda smiðjur þar sem þær segja á skemmtilegan hátt frá handritun­ um. Smiðjurnar henta öllum, en fjölskyldur með börn eru sérstak­ lega boðnar velkomnar til að kynn­ ast þessum gersemum Íslands sem gegna svo veigamiklu hlutverki í bókmenntasögu heimsins. gj Fjaðurstafir og sortulyngsblek. Hvað eru skinnhandrit og af hverju þarf að læsa þau niður?

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.