Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Page 19

Skessuhorn - 30.03.2022, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2022 19 Á fundi bæjarstjórnar Akraness 22. mars síðastliðinn var tekin fyrir umsókn um breytingu á skipulagi Breiðarsvæðis vegna Bárugötu 15, en fyrirhugað er að breyta núver­ andi húsi á lóðinni í fjölbýlishús með allt að átta íbúðum. Húsið sem um ræðir er gamla Hótel Akraness sem flestir Skagamenn þekkja og eiga margar góðar minningar frá þeim sögufræga stað. Í þó nokkurn tíma hefur verið í umræðunni að byggja ofan á núverandi hús og hafa bæjaryfirvöld nú gefið grænt ljós á að Bárugötu 15 verði breytt. Skipulags­ og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að fyrirliggj­ andi skipulagslýsing yrði auglýst með hefðbundnum hætti og hef­ ur bæjar stjórn nú samþykkt auglýs­ ingu skipulagslýsingar. „Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu á fjölbýlis­ húsi, stuðla að fjölgun íbúa í þess­ um hluta bæjarins. Mikil breyting hefur orðið á hvað varðar atvinnu­ umhverfi á svæðinu til dæmis með breyttri nýtingu á þeim mannvirkj­ um sem áður hýstu fiskverkun og útgerð HB &Co og síðar Brims. Uppi eru áætlanir um enn frekari breytingar á nálægum svæðum til dæmis á Breiðinni. Fjölgun íbúða á svæðinu er skref í styrkingu svæð­ isins þegar horft er til fjölgun íbúa og tækifæri á búsetu á neðri Skaga,“ segir í fylgiskjali með afgreiðslu nefndarinnar. Þá segir að Bárugata sé ein neðsta íbúðarhúsagatan á Akranesi og þar mætast íbúðabyggð, versl­ un og þjónusta og atvinnusvæði. Á neðri Skaga hafa mörg íbúðar­ hús verði ýmist flutt annað, stund­ um innan svæðis, eða verið rifin og hafa mörg hús við Bárugötu horf­ ið í gegnum tíðina og íbúum þá um leið fækkað á svæðinu. „Sam­ setning atvinnutækifæra á Akranesi hefur breyst mikið og hefur útgerð og fiskverkun dregist saman en að sama skapi hafa aðrar atvinnu­ greinar fyllt í skarðið og hefur fjöl­ breytni atvinnutækifæra aukist mik­ ið ekki síst með Breiðinni þróunar­ setri. Uppbygging á íbúðarhúsnæði á þessu svæði á Akranesi stuðlar að jafnvægi byggðarinnar í nálægð við fjölmörg fyrirtæki á neðri hluta Akraness.“ Einnig segir að í húsakönnun sé Bárugata 15 skilgreind á byggingar­ tímabili 1925­1949 og í fasteigna­ skrá er byggingarár tilgreint 1945, húsið falli því ekki undir 29. gr. laga um menningarminjar 80/2012 um friðuð mannvirki þar sem öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri séu friðuð. Bárugata 15 er skilgreint með varðveislugildi tvö sem einstakt hús, húsaraðir og götumyndir. Áætlun er um að byggja ofan á núverandi hús, húsið verði ekki rifið og verður því áfram hluti götumyndar Bárugötu en með eitthvað breyttu útliti. vaks Bárugata 15 eins og hún lítur út í dag. Eigandi hússins er Ragnar Guðmundsson hjá Múrverki RG. Hann hefur undanfarin ár gert miklar lagfæringar á húsinu og undirbúið það verk að byggja tvær hæðir ofan á það. Framkvæmdir munu hefjast á næstunni og stefnir Ragnar á að þeim verði lokið eftir eitt ár. Ljósm. vaks Hótel Akranesi verður breytt í fjögurra hæða fjölbýlishús Helena Vignisdóttir hótelstjóri á Hótel Varmalandi ræðir hér við Rögnvald Guðmundsson ferðaráðgjafa og formann Ólafsdalsfélagsins. Bryndís Guðmundsdóttir eigandi Lava Resort á Miðhrauni og Óskar Þór matreiðslumeistari kynntu starfsemi hins nýja ferðaþjónustustaðar. Páll Ásgeirsson markaðsstjóri Hótel Húsafells og Sigrún Þormar sviðsstjóri þjón- ustu hjá Snorrastofu í Reykholti. Ragnhildur Helga Jónsdóttir og Ástríður Sigurðardóttir kynntu Landbúnaðar- safnið og Ullarselið á Hvanneyri. Helga Margrét hjá Landnámssetri Íslands og Hlynur Ragnarsson frá Bara Ölstofu lýðveldisins í Borgarnesi. Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Anna Sigrún Grétarsdóttir kynntu Vínlandssetur og Eiríksstaði í Dölum. Margrét Rósa eigandi Hótel Glyms og Englendingavíkur. Hekla og Brynjar eigendur Hótel Laxárbakka ræða við gesti.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.