Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Qupperneq 24

Skessuhorn - 30.03.2022, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 202224 Umhverfisnefnd Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit hefur árlega reynt að láta gott af sér leiða með ein­ hverjum hætti og gjarnan tek­ ið þátt í verkefninu Jól í skókassa. Nefndin ákvað að gera það ekki á þessu skólaári og finna umhverfis­ vænni leið til að gera góðverk. Var því ákveðið að safna fjármunum og styrkja gott málefni. Ætlar nefndin að halda bingó, fatamarkað og vöfflukaffi í Heiðarskóla á morgun fimmtudag og að þessu sinni mun allur ágóði renna til hjálparstarfs í Úkraínu. Boðið verður upp á bingó með glæsilegum vinningum og þeir sem vilja geta komið með föt á slá til að selja til að styrkja málefnið. Þá verð­ ur hægt að setjast niður yfir kaffi og vöfflu og spjalla við fólk eftir langt hlé frá samkomum. Bingóspjaldið verður selt á 500 krónur og vaffla og kaffi á 1000 krónur. Enginn posi er á staðnum svo það þarf að koma með pening. Viðburðurinn verður í Heiðar­ skóla og hefst kl. 18:00 og eru allir velkomnir. arg Nemendur í 3. bekk í Grundaskóla á Akranesi voru í listaverkagöngu á fimmtudagsmorgun í liðinni viku þegar blaðamaður Skessuhorns hitti á þau á leið í vinnuna. Þau voru svo sannarlega til í mynda­ töku og héldu svo ferð sinni áfram að skoða listaverk bæjarins. vaks Meirihluti sveitarstjórnar Hval­ fjarðarsveitar sendir eftirfarandi svar við pennagrein Ólafs Óskars­ sonar dags. 9. mars síðastliðinn: Meirihluti sveitarstjórnar Hval­ fjarðarsveitar vísar til fyrra svars frá 22. febrúar sl. vegna fjölmargra þeirra hugleiðinga sem fram koma í grein bréfritara. Til að mynda kemur þar nokkuð skýrt fram að framtíðarsýn á legu þjóðvegar 1 í gegnum sveitarfélagið er á forræði Vegagerðarinnar sem hefur ráðið verkfræðistofuna VSÓ til ráðgjafar við verkefnið. Sveitarstjórn Hval­ fjarðarsveitar hefur í þeirri vinnu ekki lagt fram tillögur um hvaða kostir séu skoðaðir og hverjir ekki, svo það sé ítrekað, en greinarhöf­ undur ýjar að því í skrifum sínum að svo sé. Líkt og áður hefur kom­ ið fram hefur, á þessu stigi máls­ ins, ekki verið óskað eftir tillög­ um né umsögnum frá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar um frumtillög­ ur að legu þjóðvegar 1 um sveitar­ félagið. Sveitarstjórn gerir ráð fyr­ ir að við valkostagreiningu sína sé Vegagerðin með til hliðsjónar öll þau gögn sem hún hefur látið vinna fyrir sig í gegnum tíðina. Þar á meðal matsskýrslu VSÓ ráðgjafar um veg um Grunnafjörð frá árinu 2009 og skýrslu Mannvits frá apr­ íl 2018 um samanburð gangnaleiða nýrra Hvalfjarðarganga. Í skýr­ slu Mannvits kemur m.a. fram að stytting þjóðvegar 1 er um 2,8 km. verði hagkvæmasti kostur við legu nýrra Hvalfjarðarganga valinn. Þá er gert ráð fyrir að gangamunni að norðanverðu komi upp á mörk­ um jarðanna Kúludalsár og Graf­ ar. Hins vegar getur stytting þjóð­ vegar 1 mest orðið um 1 km. með vegi um mynni Grunnafjarðar. Ólafur veltir fyrir sér hvers vegna sveitarstjórnarfulltrú­ ar nágrannasveitarfélaga séu ekki að vinna að framgangi leiðar yfir Grunnafjörð, sveitarstjórn Hval­ fjarðarsveitar getur ekki svarað fyr­ ir það. Ólafur vísar jafnframt í svar samgönguráðherra, núverandi inn­ viðaráðherra, við fyrirspurn þing­ mannsins Guðjóns Brjánssonar árið 2020. Fyrirspurn Guðjóns er nokkuð ýtarleg og svar ráðherra sömuleiðis. Rétt er það sem fram kemur í svari ráðherra að sveitar­ stjórn Hvalfjarðarsveitar tók á þeim tíma ekki efnislega afstöðu til veglínu um mynni Grunnafjarðar og vildi ekki tefja gildistöku aðal­ skipulagsins líkt og fram kemur í greinargerð skipulagsins, enda lá fyrir að Umhverfisstofnun legð­ ist gegn vegalagningunni. Að lok­ um vill sveitarstjórn árétta fyrri afstöðu sína að það er hlutverk og verkefni Vegagerðarinnar að leggja til valkosti og finna bestu lausnir í samgöngumálum og hafa samráð við sveitarstjórn og íbúa sveitar­ félagsins. Það er á síðari stigum sem sveitarstjórn Hvalfjarðarsveit­ ar tekur afstöðu til þeirra valkosta sem lagðir verða fram. Vonandi set­ ur Vegagerðin kraft í þessa grein­ ingarvinnu svo hægt sé að vinna málið áfram og ljúka því. Það er ekki ætlun meirihluta sveitarstjórnar að standa í frekari skrifum við greinarhöfund, enda er verkefnið ennþá á vinnslustigi hjá Vegagerðinni og ráðgjafa hennar. Málið mun síðar í ferlinu koma til umfjöllunar og ákvarðanatöku hjá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar líkt og áður er getið. Með vinsemd og virðingu, Meirihluti sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn Hvalfjarðar kýs að bæta litlu við af nýjum svörum við ítrekuðum fyrirspurnum okkar og ósk um valmöguleika um veg fyrir Grunnafjörð samhliða öðrum kost­ um sem kynntir hafa verið. Sveitar­ stjórnin lætur sem þetta komi ekki sveitarfélaginu við, það sé eingöngu mál Vegagerðarinnar. Furðulegt samt að grípa ekki tækifærið og samþykkja ágæta tillögu minnihluta sveitarstjórnar þeirra Elínar Óskar Gunnarsdóttur og Rögnu Ívars­ dóttur um að bæta valkosti við um Grunnafjörð. Auk þess sem það eru einnig fleiri sem hafa óskað eftir að þeirri leið væri bætt við. Við vorum búin að átta okkur á þessari skoðun sveitarstjórnar fyr­ ir allnokkru síðan. Við undirrit­ uð ásamt fleiri aðilum höfum því einnig verið í sambandi við fulltrúa Vegagerðarinnar, átt fundi með þeim bæði í Borgarnesi og einnig í höfuðstöðvum Vegagerðarinn­ ar. Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að á síðast fundi okkar þann 22. mars með Bergþóru Þorkels­ dóttur vegamálastjóra og hennar samstarfsfólki þá kom skýrt fram að Vegagerðin mun bæta Grunna­ fjarðarleiðinni inn sem valkosti. Mjög ánægjuleg niðurstaða. Það er samt sem áður löng leið framund­ an þar til að endanlegar tillögur um vegalagninguna liggja fyrir. Mikil vinna við skýrslur, hönnun, kostn­ aðargreiningar, umhverfismat og margt fl. Að því loknu verða tillög­ ur sendar meðal annars til sveitar­ stjórnar til umsagnar. Vonandi að þá verði vel tekið á móti tillögun­ um og þær afgreiddar málefnalega af þeirri sveitarstjórn sem þá verð­ ur við störf. Eins og fram kemur í svari sveitar stjórnar þá er ekki fyrirhugð­ að að gefa bréfritara frekari svör eða veita frekari upplýsingar v a r ð a n d i v e g a b æ t ­ urnar. Ekki eru gerðar athugasemdir við það, enda aug­ ljóslega mun áhrifaríkara að ræða beint við starfsfólk Vegagerðar­ innar. Undirritaður vonast samt sem áður eftir góðu samstarfi við sveitarfélagið um uppbyggingu í þessari fallegu sveit og að sveitar­ stjórnin svari þeim erindum sem þeim kunna að berast frá undir­ rituðum. Þó svo að allir möguleg­ ir kostir fyrir vegalagningu verði skoðaðir, þá er mjög mikilvægt að sem flestir láti í sér heyra, sem gæti haft áhrif á loka niðurstöð­ una, hvaða kostur verður valinn. Þá verður væntanlega ekki bara horft í krónur og aura heldur margir aðrir þættir teknir inn í jöfnuna. Einnig er mikilvægt að t.d. sveitarstjórnar­ menn í nágranna sveitarfélögunum, núverandi og einnig þeir sem verða í framboði í vor, skoði málið vel og láti í sér heyra, það eru jú þeir sem eiga að vinna að hagsmunum okk­ ar kjósenda. Mér finnst t.d. að hjá Samtökum sveitarfélaga á Vestur­ landi ætti að vera lögð mikil áhersla á að skoða þessi mál frá grunni. Það er t.d. ekki boðlegt, þar sem hags­ munirnir hljóta að vera mjög miklir eins og t.d. á Akranesi og í Borgar­ byggð, að þá þegja sveitarstjórnar­ menn bara þunnu hljóði. Það má líka ítreka að umferðarmannvirki koma öllum vegfarendum við, líka þau sem eru í öðrum sveitarfélög­ um. Með vinsemd og virðingu. Ólafur Óskarsson Fyrir hönd eigenda sumarhúsa- svæðis í land Beitistaða Golfklúbburinn Leynir á Akranesi segir í tilkynningu að samið hafi verið við Hlyn Guðmundsson um að taka að sér rekstur veitinga í Frí­ stundamiðstöðinni á Garðavöllum. Leynir auglýsti í mars eftir nýjum rekstraraðila og bárust klúbbnum níu umsóknir. Veitingastaðurinn Galito var fyrrum rekstraraðili en hann hafði séð um veitingarekstur­ inn frá því húsið var tekið í notkun árið 2019. Þá segir í tilkynningunni að mat­ reiðslumaðurinn Hlynur Guð­ mundsson hafi mikla reynslu í faginu og ætli að flytja fyrirtækið sitt, Hlynur Kokkur Veisluþjón­ usta, frá Hafnarfirði upp á Akranes. Þá segir einnig að Golfklúbburinn Leynir og Hlynur ætli að undirbúa sumarið vel og leggja metnað í að efla þjónustu við kylfinga sem og aðra gesti sem sækja Garðavelli. Á næstu vikum er stefnt á að ljúka við endurbætur á salnum og gera hann tilbúinn fyrir vorið. vaks Pennagrein Pennagrein Svarbréf við lokasvari Hvalfjarðarsveitar Björgum sveitinni Frá meirihluta sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar Krakkarnir stilltu sér upp og voru mjög stillt. Ljósm. vaks. Kátir krakkar á göngu Bingó í Heiðarskóla til styrktar hjálparstarfi í Úkraínu Frístundamiðstöðin á Garðavöllum. Ljósm. vaks Samið við nýjan veitingaaðila á Garðavöllum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.