Skessuhorn - 30.03.2022, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 202226
Undanfarin 40 ár hefur Vegagerðin
og Borgarbyggð lagt til að fara með
þjóðveg nr. 1 út í Hvítá austan við
Brúartorgið og Bjargsland í Borg
arnesi. Í tengslum við endurskoðun
aðalskipulags Borgarbyggðar 2022
2034 þá er eitt erfiðasta verkefni
sveitarstjórnar að ákveða framtíðar
staðsetningu þjóðvegar nr. 1 í gegn
um Borgarnes. Allir sem hafa farið
í gegnum Borgarnes vita að bærinn
er langur og mjór, því ekki margir
kostir er varðar nýtt vegstæði fyr
ir þjóðveg nr. 1, sem tekur tillit til
umferðaröryggis, náttúruvernd
ar og íbúabyggðar. Það er eðlilegt
að skiptar skoðanir séu um mál
ið enda mun hún hafa mikil áhrif á
umhverfi, landslag og íbúa í Bjargs
landi. Undirritaður hefur hug
leitt málið í mörg ár, ritaði m.a.
grein í Mbl. 22.6.2013 „Hjáleiðir
til góðs“. Núverandi vegur í gegn
um Borgarnes um Borgarbraut og
að hringtorgi við Snæfellsnesveg er
ekki góður m.t.t. umferðaröryggis
og flæði umferðar.
Vegagerðin hefur ekki látið kanna
umhverfisáhrif leiðarinnar eða aðra
kosti. Hjáleið út í Borgarfjörðinn
hefur marga ókosti og margt bend
ir til að veglínan eigi erfitt með að
komast í gegnum mat á umhverfis
áhrifum framkvæmda. Kynna þarf
fyrir íbúum í Borgarnesi hvað fyrir
huguð hjáleið út í Borgarfirði hafi
á umferðarhávaða, breytingar á
landslagi og útivistarsvæði.
Núverandi þjóðvegur fer um
Brúartorg og Borgarbraut framhjá
íbúabyggð og honum fylgir tölu
verður umferðarþungi og hávaði.
Vegagerðin hefur bent sveitarfé
laginu á að nauðsynlegt sé að fækka
gatnamótum til að auka umferðar
öryggi, en tíu aðkomuleiðir eru inn
á núverandi þjóðveg. Skipulagslega
séð er erfitt að fækka gatnamótum
án þess að íþyngja íbúum.
Sveitarstjórn Borgarbyggð
ar ákvað 2014 að fara í samræður
við fulltrúa Vegagerðarinnar um
umferðaröryggi á þjóðvegi 1 í gegn
um Borgarnes, í framhaldi var skip
uð nefnd af fulltrúum sveitarstjórn
ar og Vegagerðarinnar. Árið 2017
kom út skýrsla þar sem m.a. var
ákveðið að tryggja betra umferð
aröryggi í gegnum Borgarnes með
því að koma upp umferðarstýr
ingu á Borgarbraut við tvö gatna
mót í gegnum Borgarnes, en þau
verða væntanlega komin upp í byrj
un sumars.
Íbúabyggðin norðan við Brú
artorg (Sandvíkin) liggur í um 2,5
metra hæð yfir sjó. Í aðalskipulagi
Borgarbyggðar 20002022 er mið
að við 5 metra flóðahættusvæði
Hvítá, það er því nauðsynlegt að
finna leið til verja byggðina. Það
væri hægt að gera með uppbyggð
um vegi sem byggður yrði út í
fjörðinn framan við Sandvíkina
á milli Brúartorgs og vestan við
bæinn Bjarg.
Undirritaður leggur til að skoð
aður verði nýr valkostur, það er að
fara á milli Borgarbrautar og fyr
irhugaðar hjáleiðar út í Borgar
fjörðinn. Veglínan myndi liggja
frá núverandi þjóðvegi við Brú
artorg (bensínstöðvarnar), þar
kæmi hringtorg til að leiða þá sem
eiga erindi inn í Borgarnes. Með
fram strandlengjunni yrði um 800
metra langur vegur að klettun
um vestan við bæinn Bjarg. Grafin
yrðu 540 metra löng jarðgöng sem
myndu liggja að Hrafnakletti og
síðan kæmi 650 metra nýr veg
ur að núverandi hringtorgi við
Snæfellsveg. Úr jarðgöngum yrði
hægt að fá um 22.000 rúmmetra
af burðarlagsefni sem hægt væri að
nýta í vegagerðina. Fyrrnefnd leið
hefur ekki verið skoðuð og metin,
en margt bendir til að hún sé betri
m.t.t. náttúruverndar, umferðarhá
vaða og fjárhagslegra hagsmuna.
Lagt er til að unnið verði mat á
umhverfisáhrifum þriggja veglína:
A. Núverandi leið í gegnum
Borgarnes, um Borgarbraut að
hringtorgi Snæfellsnesvegar.
B. Hjáleið út í Borgarfjörðin í
samræmi við aðalskipulag Borgar
byggðar 20102022.
C. Vegstæði sem færi austan
við Brúartorg og Sandvík, með
jarðgöngum undir Bjarg og inn
á núverandi þjóðveg norðan við
Hrafnaklett og að hringtorgi við
Snæfellsnesveg.
Rauð lína sýnir hugmynd að nýrri
veglínu þjóðvegar nr.1.
Gera þarf arðsemismat fram
kvæmda. Ef hægt er að finna leið
sem er hagkvæmari og meira í sátt
við umhverfið þá er æskilegt að
skoða þann kost.
Virðingarfyllst,
Ragnar Frank Kristjánsson,
landslagsarkitekt FÍLA, hjá RFK
umhverfisráðgjöf
Hringvegur um Borgarnes
Pennagrein
Minjastofnun Íslands hefur
úthlutað úr Fornminjasjóði og
Húsafriðunarsjóði að fenginni
umsögn hlutaðeigandi nefnda,
samtals um 376 milljónum króna.
Að jafnaði er úthlutað úr sjóðunum
einu sinni á ári og hlutfall styrkupp
hæðar ekki haft hærra en sem nem
ur 50% af kostnaðaráætlun verk
efnisins. Allnokkur verkefni á Vest
urlandi hlutu styrk að þessu sinni.
Fornminjasjóður
• Arnarstapi 16021787: Inve
stigation of a Danish monopoly
trade port and its associated
archaeological remains. Kevin
Martin, 2.350.000 kr.
• Bænhúsaskráning í Dalasýslu.
Fornleifastofnun Íslands ses,
1.140.000 kr.
• Rannsókn á fornum rústum
í Ólafsdal. Fornleifastofnun
Íslands ses, 2.500.000 kr.
• Fornleifar í Fagurey. Forn
leifastofnun Íslands ses,
1.380.000 kr.
• Alls bárust 78 umsóknir um
styrki úr Fornminjasjóði og
veittir voru 33 styrkir upp á sam
tals 66.750.000 kr.
Húsafriðunarsjóður
Friðlýstar kirkjur:
• Borgarkirkja, 200.000 kr.
• Fitjakirkja í Skorradal ,
400.000 kr.
• Hallgrímskirkja í Saurbæ,
400.000 kr.
• Hvanneyrarkirkja, 700.000 kr.
• InnraHólmskirkja, 3.200.000
kr.
• Rauðamelskirkja, YtriRauði
mel, 850.000 kr.
• Stafholtskirkja, 400.000 kr.
Friðlýst hús og mannvirki:
• Hreppslaug í Andakíl, 500.000
kr.
• Hvanneyri – íþróttahús, 400.000
kr.
• Hvanneyri – skólahús, 650.000
kr.
• Skólahúsið á Bifröst, 4.500.000
kr.
• Norska húsið Stykkishólmi,
1.050.000 kr.
Friðuð hús og mannvirki:
• Ráðagerði, Vesturgata 24B
Akranesi, 850.000 kr.
• Reynisrétt, Vestri Reyni,
500.000 kr.
• Hlíðartúnshús í Borgarnesi,
1.000.000 kr.
• Pakkhús í Ferjukoti, 1.350.000
kr.
• Bókhlöðustígur 9 í Stykkishólmi,
1.300.000 kr.
• Kristjánshús í Stykkishólmi,
2.600.000 kr.
• Sívertsenshús, Víkurgata 3 í
Stykkishólmi, 2.250.000 kr.
• Sjónarhóll, Höfðagata 1 í Stykk
ishólmi, 700.000 kr.
• Súgandiseyjarviti í Súgandisey,
Stykkishólmi, 2.000.000 kr.
• Sæmundarreitur 8 í Stykkis
hólmi, 1.200.000 kr.
• Ásgarður í Flatey, Breiðafirði
1.100.000 kr.
• Jónshús, Grundarbraut 1 Ólafs
vík, 600.000 kr.
• Brautarholt I Haukadalshreppi,
2.400.000. kr.
• Að auki var veitt 1.600.000 kr. til
húsakönnunar í Stykkishólmi.
Alls bárust 285 umsóknir um
styrk úr húsafriðunarsjóði árið
2022. Veittir voru 242 styrkir og
úthlutað var 300 milljónum króna.
Ofangreint er birt með fyrirvara
um misritun blaðsins og er vísað
á heimasíðu Minjastofnunar varð
andi frekari upplýsingar: www.
minjastofnun.is.
gj
Styrkir Minjastofnunar til Vesturlands árið 2022
Fitjakirkja í Skorradal.
Rannsókn á verslunarminjum á Arnarstapa hlaut styrk úr Fornminjasjóði.
Nýjasti hluti endurgerðar Hlíðartúnshúsanna í Borgarnesi.
Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-
2022.