Skessuhorn - 30.03.2022, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2022 31
Íþróttamaður vikunnar
Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessu
horni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta
manna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vestur
landi. Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er körfu
bolta og hestakonan Signý Ósk frá Stykkishólmi.
Nafn: Signý Ósk Sævarsdóttir Walter
Fjölskylduhagir? Ég bý hjá mömmu minni og
stjúppabba ásamt bróður mínum. Auk þess bý ég líka
hjá pabba mínum og stjúpmömmu minni.
Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst skemmti
legast að ferðast, spila körfubolta, vera í kringum hesta
og hef líka mjög gaman að því að baka.
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? Ég mæti í
skólann, fer svo heim og reyni að læra eða bara slaka á.
Síðan fer ég á 9. flokks æfingu í körfubolta, þar á eft
ir á meistaraflokks æfingu og svo upp í hesthús ef ég
hef tíma og orku.
Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi fjórum til fimm
sinnum í viku.
Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Ég er ekki viss
um að ég gæti valið aðeins eina fyrirmynd en ég myndi
klárlega segja Anna Soffía Lárusdóttir og Gunnhild
ur Gunnars.
Af hverju valdir þú hestamennsku og körfubolta?
Ég valdi hestamennsku vegna þess að ég ólst upp í
kringum hesta og mamma mín hefur alltaf verið dug
leg að taka mig með á hestbak alveg síðan ég man eft
ir mér og mér hefur alltaf fundist það skemmtilegt.
Ég byrjaði í körfu aðallega út af því að það var lítið
af íþróttum í boði og körfubolti var skemmtilegasta
íþróttin af því sem var í boði.
Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Alfa
Magðalena liðsfélaginn minn.
Hvað er það skemmtilegasta og leiðinlegasta við
þínar íþróttir? Ég myndi segja að félagsskapurinn
væri hátt á mínum lista í báðum íþróttunum. Leiðin
legast finnst mér þegar illa gengur.
Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Mín
ir kostir eru ég er mjög skipulögð, samviskusöm og
dugleg en gallarnir mínir eru að ég get verið rosalega
þrjósk og viðkvæm.
Hefur gaman af því að baka
Víkingur Ólafsvík tók á móti ÍR á
laugardaginn í riðli 1 í B deild karla
í Lengjubikarnum í knattspyrnu og
fór leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli.
Arnór Siggeirsson kom heima
mönnum yfir á 22. mínútu og mín
útu fyrir hálfleik bætti Kristófer
Daði Kristjánsson við öðru marki
fyrir Víking. Pétur Hrafn Friðriks
son minnkaði muninn fyrir ÍR tíu
mínútum fyrir leikslok en lengra
komust þeir ekki og urðu síð
an að sjá á eftir Jóni Gísla Ström
sem fékk rautt spjald á 90. mínútu,
lokatölur 21 fyrir Víking.
Á sunnudaginn léku KFS og Kári
í sama riðli á Domusnova vellinum
í Breiðholti og endaði leikurinn
með jafntefli, 33. Frans Sigurðs
son kom KFS á bragðið á 19. mín
útu en fimm mínútum síðar misstu
þeir Aron Smára Magnússon út af
með rautt spjald. Það virtist þó ekki
koma að sök því eftir hálftíma leik
kom Daníel Már Sigmarsson KFS
í tveggja marka forystu en Kára
menn voru snöggir til því Fylk
ir Jóhannsson minnkaði muninn
mínútu síðar. Fimm mínútum fyr
ir hálfleik fékk Haukur Helgason,
leikmaður KFS, sitt annað gula
spjald og leikmenn KFS tveim
ur færri fyrir hálfleik. Kári jafnaði
þó ekki metin fyrr en á 82. mínútu
með marki frá fyrirliðanum Andra
Júlíussyni og fimm mínútum síð
ar kom hann þeim yfir með öðru
marki sínu í leiknum. Það dugði
þó ekki til sigurs því mínútu fyrir
leikslok jafnaði Leó Viðarsson fyr
ir KFS og jafntefli því niðurstaðan.
Víkingur Ó og Kári enduðu jöfn í
öðru og þriðja sæti riðilsins með
sjö stig en ÍR í því efsta með tólf
stig og fer í úrslitakeppni sex liða.
Á sunnudaginn mættust einnig
lið GG og Reynis Hellissandi í
riðli 3 í C deild karla og fór leik
urinn fram á Domusnova vellin
um í Breiðholti. GG komst yfir í
leiknum með marki Ivan Jugovic
á 31. mínútu og á 79. mínútu var
Reynismaðurinn Kristján Freyr
Tómasson rekinn af velli. Mín
útu síðar skoraði Birkir Snær Sig
urðsson annað mark GG en einum
færri náðu Reynismenn að minnka
muninn í uppbótartíma með marki
frá Birni Óla Snorrasyni, lokatöl
ur 21 fyrir GG. Reynir er enn án
sigurs í riðlinum en á einn leik eft
ir gegn Hvíta riddaranum og verð
ur hann á Ólafsvíkurvelli laugar
daginn 2. apríl og hefst klukkan
14.
Skallagrímur lék síðasta leik
sinn í riðli 5 í C deild karla síðasta
miðvikudag gegn KÁ og var leik
urinn á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Skallagrímur var þremur mörk
um undir eftir fyrri hálfleikinn
og heimamenn komust í 70 áður
en Hlöðver Már Pétursson skor
aði sárabótarmark fyrir Skallagrím
mínútu fyrir leikslok. Skallagrímur
lauk leik í Lengjubikarnum þetta
árið í þriðja sæti riðilsins með þrjú
stig.
vaks
Um helgina fór fram Íslands
mót unglinga í badminton í hús
um Tennis og Badmintonfélags
Reykjavíkur. Badmintonfélag Akra
ness sendi alls tólf keppendur á
mótið og vann ÍA sjö Íslandsmeist
aratitla og einn sigurvegara í U11
B.
Máni Berg Ellertsson varð þre
faldur Íslandsmeistari U15. Í U11
A varð Guðrún Margrét Halldórs
dóttir tvöfaldur Íslandsmeistari í
tvíliða og tvenndarleik og í öðru
sæti í einliðaleik. Davíð Logi Atla
son varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik
U11 og í öðru sæti í einliða og
tvenndarleik. Arnar Freyr Fannars
son varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik
U15. Andri Viðar Arnarsson sigraði
í einliðaleik U11 B og Tinna María
Sindradóttir varð í öðru sæti í ein
liðaleik U11 B.
vaks
Tveir úr Keilufélagi Akraness
voru valdir til að spila fyrir Íslands
hönd á Heimsmeistaramóti U21
í keilu sem haldið verður í Sví
þjóð dagana 19.30. júní í sumar.
Það eru þeir Ísak Birkir Sævarsson
og Jóhann Ársæll Atlason en auk
þeirra er lið drengja skipað Hinriki
Óla Gunnarssyni úr Keiludeild ÍR
og Mikael Aroni Vilhelmssyni frá
Keilufélagi Reykjavíkur. Stúlkna
liðið skipa þær Alexandra Krist
jánsdóttir, Elva Rós Hannesdóttir,
Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir og
Málfríður Jóna Freysdóttir.
arg
Signý Ósk. Ljósm. Kristín Vald.
Sjö Íslandsmeistaratitlar í hús
hjá Badmintonfélagi Akraness
Guðrún Margrét, Máni Berg og Davíð
Logi. Ljósm. af facebook síðu BA.
Tveir Skagamenn á leið
á HM U21 í keilu
Svipmynd úr leik GG og Reynis Hellissandi sem fór 2-1 fyrir GG.
Lengjubikarnum að ljúka hjá liðunum af Vesturlandi
Úr leik Víkings Ólafsvík og ÍR á laugardaginn. Ljósm. af