Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 20228 Aðstoðar­ bankastjóri yfir í Skeljung LANDIÐ: Akurnesingurinn Ásgeir H. Reykfjörð Gylfa- son mun á næstu dögum láta af starfi aðstoðarbankastjóra Arionbanka. Iða Brá Bene- diktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs bankans, hefur verið ráðin í hans stað. Fram kemur í tilkynningu til kauphallar að Ásgeir hafi verið ráðinn forstjóri Skel fjárfestingafélags hf. og mun ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni stjórnarformanni og aðaleiganda fyrirtækisins stýra uppbyggingu öflugs skráðs félags á markaði. -mm Ók yfir á rangan vegarhelming DALABYGGÐ: Hringt var í Neyðarlínuna skömmu eftir hádegi síðasta þriðju- dag í liðinni viku og tilkynnt um óhapp við Gilsfjarðar- brú á Vestfjarðarvegi. Þar hafði ökumaður ekið yfir á rangan vegarhelming og framan á aðra bifreið sem kom á móti. Slæmt skyggni var á vettvangi vegna snjó- kófs og skafrennings. Annar ökumaðurinn ók hægt og áttaði sig ekki á því hvar hann væri staddur á veginum fyrr en hann lenti á hinum bíln- um. Engin slys urðu á fólki en bifreiðarnar voru talsvert skemmdar eftir áreksturinn. -vaks Gluggagægir í heimsókn AKRANES: Seinni part laugardags var tilkynnt um rauðhærðan mann með skegg sem var að labba að húsum og kíkja á glugga. Lögregla fór á staðinn en varð ekki vör við aðilann. Síðar sást í öryggis- kerfi um hvaða aðila var að ræða og gat lögreglan borið kennsl á viðkomandi. Málið er upplýst en ekki er vitað hvað manninum gekk til. -vaks Vorfílingur í ökumönnum VESTURLAND: Lögreglan hefur undanfarið orðið vör við áberandi aukningu í hraðakstri hjá ökumönnum á svæðinu. Svo virðist að vorfíl- ingur sé hlaupinn í ökumenn og þeir séu að kitla pinnann einum of mikið. Lögregla biður ökumenn að aka eftir aðstæðum og fara varlega eins og hægt er. -vaks Frítt í sund fyrir yngri en 15 ára BORGARBYGGÐ: Í árslok 2021 kom upp sú hugmynd að bjóða ungmennum í Borgar- byggð frítt í sund sem lið í heilsueflingu sveitarfélagsins. Borgarbyggð er heilsuefl- andi og von bráðar barnvænt samfélag og er þetta liður í þeirri vegferð sveitarfélags- ins að stuðla að bættri heilsu, lífsgæðum og vellíðan. Fram kemur á vefsíðu Borgarbyggð- ar að ungmenni sem vilja nýta sér þessa gjöf geta farið í íþróttamiðstöðvar sveitarfé- lagsins og látið stofna fyrir sig kort sem gildir frá og með 1. apríl 2022 til og með 31. mars 2023. -vaks Kortavelta jókst mikið í fyrra LANDIÐ: Heildar greiðslu- kortavelta á Íslandi nam rúmum 1.040 milljörðum króna árið 2021 og jókst um 12,6% á milli ára að raunvirði. Í samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar kemur fram að kortavelta Íslendinga hérlend- is var 918,7 milljarðar kr. og jókst um 7,6% á milli ára að raunvirði. Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 121,4 milljörðum kr. og jókst um rúm 75% á milli ára að raunvirði. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 2. apríl. ­ 8. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiski­ stofu Akranes: 6 bátar. Heildarlöndun: 49.593 kg. Mestur afli: Ísak AK: 19.130 kg í fimm löndunum. Arnarstapi: 4 bátar. Heildarlöndun: 64.583 kg. Mestur afli: Kristinn HU: 35.493 kg í fjórum löndunum. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 504.313 kg. Mestur afli: Drangey SK: 202.098 kg í einum róðri. Ólafsvík: 9 bátar. Heildarlöndun: 126.484 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 72.156 kg í tveimur löndun- um. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 864.114 kg. Mestur afli: Magnús SH: 189.682 kg í níu róðrum. Stykkishólmur: 1 bátur. Heildarlöndun: 5.190 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 5.190 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Drangey SK – GRU: 202.098 kg. 03. apríl. 2. Rifsnes SK – RIF: 99.810 kg. 04. apríl. 3. Sigurborg SH – GRU: 95.996 kg. 03. apríl. 4. Tjaldur SH –RIF: 88.884 kg. 7. apríl. 5. Tjaldur SH –RIF: 88.482 kg. 2. apríl. -dóh Um nónbil síðastliðinn fimmtudag var Slökkvilið Snæfellsbæjar kallað út vegna elds á bifreiðaverkstæði í Rifi. Kviknað hafði í bíl sem var í viðgerð, en starfsmaður verkstæðis- ins náði að slökkva eldinn áður en hann breiddist frekar út. Bifreiðin er talin ónýt en annað tjón varð ekki. af Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum síðasta þriðjudag að ráða Herdísi Ernu Gunnarsdóttur í starf skólastjóra Auðarskóla. Herdís er með B.Sc. í líffræði og B.Ed. í grunnskóla- kennarafræði og hefur leyfisbréf sem leik-, grunn- og framhalds- skólakennari. Auk þess er hún að leggja lokahönd á lokaritgerð sína í M.Ed. námi í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands. Á vefsíðu Dalabyggðar kemur fram að Herdís Erna hafi starf- að sem kennari frá árinu 1995 en þá hóf hún störf sem umsjónar- kennari við Grunnskólann að Laugum. Þá starfaði hún í fjög- ur ár sem umsjónarkennari við Grunnskólann á Siglufirði en hóf svo störf árið 2004 sem grunn- skólakennari við Grunnskól- ann í Búðardal, síðar Auðarskóla. Árið 2012 tók Herdís til starfa við leikskóladeild Auðarskóla og gegndi þar störfum deildarstjóra og aðstoðarleikstjóra þar til árið 2021 þegar hún tók tímabundið við starfi skólastjóra Auðarskóla. vaks Fréttablaðið greindi frá því síðast- liðinn föstudag að Karl Gauti Hjaltason fv. alþingismaður Flokks fólksins og síðar Miðflokksins hafi kært lögreglustjórann á Vestur- landi til ríkissaksóknara fyrir að hætta rannsókn á hendur yfirkjör- stjórn á Vesturlandi vegna talningar atkvæða í Borgarnesi að loknum alþingiskosningum 25. septem- ber sl. Karl Gauti var einn þeirra frambjóðenda sem náði þingsæti á kosninganótt en missti það svo eftir endurtalningu yfirkjörstjórnar á Vesturlandi daginn eftir. Fréttablaðið hefur eftir Karli Gauta að ekki hafi verið ætlun löggjafans að slaka á kröfum held- ur þvert á móti að auka þær. „Í raun og veru var engin meining með því þegar kosningalögum var breytt að slaka á kröfum um öryggi og vönduð vinnubrögð kjörstjórna, innsiglun kjörgagna og öllu verk- lagi við kosningar,“ segir Karl Gauti. Lögreglustjórinn á Vest- urlandi felldi eins og kunnugt er niður rannsókn málsins og vísaði í breytingar sem Alþingi gerði á kosningalögum meðan á rann- sókninni stóð. Karl Gauti segir við Fréttablaðið að það sé hlutverk dómstóla að skera úr um refsinæmi meintra brota við framkvæmd kosninga. mm Nemastofa atvinnulífsins var form- lega stofnuð síðastliðinn þriðjudag í húsnæði Iðunnar fræðsluseturs, að viðstöddum ráðherra, fulltrúum úr atvinnulífi og skólameisturum framhaldsskólanna. Nemastofa atvinnulífsins er í jafnri eigu Iðunn- ar og Rafmenntar fyrir hönd fyrir- tækja og félagsmanna sem standa að viðkomandi félögum. Nemastofan verður samstarfs- vettvangur samtaka í atvinnulífinu um bætt vinnustaðanám og fjölg- un faglærðs starfsfólks. „Markmið með Nemastofu atvinnulífsins er að fjölga fyrirtækjum og iðnmeistur- um sem taka nema á vinnustaða- námssamning. Með tilkomu stofn- unarinnar eykst yfirsýn yfir fjölda nemenda í vinnustaðanámi auk þess sem aðgengi nemenda að starfsnámi verður bætt og einfald- að,“ segir í kynningu. Samhliða stofnun Nemastofu atvinnulífsins var vefur hennar formlega opnað- ur: nemastofa.is. mm Auðarskóli í Dalabyggð. Ljósm. úr safni Herdís Erna ráðinn skólastjóri Auðarskóla Talningarfólk að störfum við endur- talningu atkvæða á Hótel Borgarnesi 26. september 2021 Ljósm. mm. Kærir lögreglustjórann á Vesturlandi Eldur í bíl á bifreiðaverkstæði Frá stofnun Nemastofu atvinnulífsins. Ljósm. Stjórnarráðið. Nemastofa atvinnulífsins tekur til starfa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.