Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Qupperneq 10

Skessuhorn - 12.04.2022, Qupperneq 10
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 202210 Undanfarna mánuði hafa verið í gangi gatnaframkvæmdir á Suður- götu á Akranesi. Á vef Akra- neskaupstaðar kemur fram að miklar tafir hafa orðið á verkinu og til dæmis hafi þurft að endurhanna hluta þess eftir að ástand lagna kom í ljós í götunni. Um gamlar lagn- ir er að ræða og var ástand þeirra óþekkt að miklu leyti áður en verk- ið hófst. „Nú fer þó að birta til og verk- takinn getur farið að setja meiri þunga í framkvæmdirnar. Ykkur til upplýsinga þá verður kalda- vatnslögnin endurnýjuð í götunni, niðurföll verða endurnýjuð og ný regnvatnslögn verður lögð í götuna. Þá verður skipt um jarðveg í götunni og hún endurbyggð. Nýtt malbik verður svo lagt yfir, kafl- inn sem um ræðir nær frá Mána- braut að Suðurgötu 117.“ Gera má ráð fyrir að fyrri áfanginn sem er í gangi núna muni verða í vinnslu fram í maí. Síðari hluti verksins mun hefjast að fyrri áfanga loknum og ná eitthvað inn í sumarið. vaks Nýr framboðslisti hefur komið fram í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafells- sveitar. Ber hann nafnið Íbúalistinn Stykkishólmi og Helgafellssveit og hefur listabókstafinn Í. Listann leiðir Haukur Garðarsson skrif- stofustjóri frá Rarik og í öðru sæti er Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir kennari. Listinn í heild er þannig: Nr. 1. Haukur Garðarsson, skrif- stofustjóri hjá Rarik Nr. 2. Ragnheiður Harpa Sveins- dóttir, kennari Nr. 3. Ragnar Már Ragnars- son, forstöðumaður tæknideildar Snæfellsbæjar Nr. 4. Heiðrún Höskuldsdóttir, læknaritari og verslunareigandi Nr. 5. Kristján Hildibrandsson, ferðaþjónustubóndi og kennari Nr. 6. Erla Friðriksdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensks Æðardúns Nr. 7. Ingveldur Eyþórsdóttir, yfir- félagsráðgjafi Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga Nr. 8. Steindór Hjaltalín Þorsteins- son, rafvirki hjá Skipavík Nr. 9. Unnur María Rafnsdóttir, fjármálastjóri hjá BB & sonum. Nr. 10. Halldóra Margrét Pálsdótt- ir, nemi í FSN Nr. 11. Gísli Sveinn Grétarsson, fjölmiðlafræðingur Nr. 12. Þórleif Hjartardóttir, móttökuritari St.Fransiskusspítala Nr. 13. Lárus Ástmar Hannesson, kennari Nr. 14. Helga Guðmundsdóttir, fiskverkakona. gj/ Ljósm. aðsend. Framboðslisti D-listans í Snæfells- bæ fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar 14. maí nk. var samþykktur samhljóða á fundi í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsbæ síðastliðinn miðvikudag. Í síðustu bæjarstjórnarkosning- um hlaut D-listinn fjóra bæjarfull- trúa af sjö og gefa þrír af þeim kost á sér áfram til forystu; þau Björn Haraldur, Júníana Björg og Auður. Bæjarstjóraefni D-listans er Krist- inn Jónasson núverandi bæjarstjóri í Snæfellsbæ, en hann hefur verið bæjarstjóri þar samfleytt síðan árið 1998, eða í 24 ár. Eftirfarandi skipa listann: Nr. 1. Björn Haraldur Hilmarsson, útibússtjóri. Nr. 2. Júníana Björg Óttarsdóttir, ráðgjafi. Nr. 3. Auður Kjartansdóttir, fjár- málastjóri. Nr. 4. Jón Bjarki Jónatansson, sjómaður. Nr. 5. Eiríkur Böðvar Rúnarsson, véltæknifræðingur. Nr. 6. Jóhanna Jóhannesdóttir, ferðamálafræðingur. Nr. 7. Kristgeir Kristinsson, sjómaður. Nr. 8. Lilja Hrund Jóhannsdóttir, matreiðslumeistari. Nr. 9. Illugi Jens Jónasson, skip- stjóri. Nr. 10. Þorbjörg Erla Halldórs- dóttir, lögreglukona. Nr. 11. Gunnar Ólafur Sigmarsson, framleiðslustjóri. Nr. 12. Viktoría Kr. Guðbjartsdótt- ir, stjórnmálafræðingur. Nr. 13. Zekira Crnac, húsmóðir. Nr. 14. Bárður Guðmundsson, útgerðarmaður. mm Í upphafi síðustu viku barst Matvælastofnun tilkynning um að skæðar fuglaflensuveirur hefðu fundist í íslenskum haferni sem drapst í október 2021. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar veirur finnast hér á landi. „Þetta rennir stoðum undir það mat sérfræðinga að miklar líkur séu á að alvarleg afbrigði fuglaflensuveira berist með farfuglum hingað til lands. Það er því brýnt að alifuglaeigendur gæti sérstaklega vel að sóttvörnum sem lúta að því að koma í veg fyrir smit úr villtum fuglum. Jafnframt er mikilvægt að allir sem finna dauða villta fugla tilkynni Matvælastofn- un um þá,“ segir í tilkynningu frá MAST. Haförninn sem um ræðir var með senditæki á sér og því er vitað að hann drapst 8. október í fyrra við Breiðafjörð. Fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sóttu fuglinn og bættu honum í hóp annarra hafarna sem drepist hafa á síðastliðnum árum og hópurinn var síðar sendur til Þýskalands til ýmiss konar rannsókna, sem tengjast verk- efni á vegum Náttúrufræðistofnun- ar. Þýska rannsóknarstofan hefur sem reglu að ganga úr skugga um hvort fuglaflensuveirur séu í þeim villtu fuglum sem þeir fá til rann- sóknar og þá greindust skæðar fuglaflensuveirur í þessum fugli. Fram kemur í frétt stofnunarinnar að um er að ræða alvarlegt afbrigði af fuglaflensuveirum af gerðinni H5N1. „Engar sérstakar ráðstaf- anir verða gerðar vegna þessarar greiningar þar sem langt er liðið frá því að fuglinn fannst og staður- inn sem hann fannst á er langt frá byggðu bóli,“ segir í tilkynningu MAST. Það afbrigði veirunnar sem greindist (H5N1) er það sem geis- að hefur víða um Evrópu á undan- förnum mánuðum og nú einnig í Kanada og Bandaríkjunum. Í upphafi þessa árs bárust fréttir af því að sama afbrigði af fuglaflensuveir- um hefði fundist í Austur-Kanada og með rannsóknum á erfðaefni þeirra var hægt að sýna fram á að þær hafi borist með fuglum frá Evrópu, hugsanlega með viðkomu hér á landi. „Af þessum tilfellum má draga þá ályktun að miklar líkur séu á að skæðar fuglaflensuveirur berist með farfuglum til landsins. Það er því enn mikilvægara en áður að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að koma í veg fyrir að smit berist í fuglana þeirra úr villtum fuglum.“ Loks er minnt á að sum afbrigði fuglaflensu geta sýkt fólk. Því er ávallt mikilvægt að gæta persónu- legra sóttvarna við handfjötlun á villtum fuglum. Ef taka þarf upp dauðan fugl skal það gert með einnota hönskum og hann settur í plastpoka eða með því að stinga hendi í plastpoka og taka fuglinn upp með pokanum og draga pokann svo yfir fuglinn og loka fyrir. mm Svona var staðan á Suðurgötu síðastliðinn föstudag. Ljósm. vaks Miklar tafir á gatnafram­ kvæmdum á Suðurgötu Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ birtir framboðslista sinn Ellefu af fjórtán sem skipa D-lista í Snæfellsbæ. Ljósm. af. Haförninn á meðfylgjandi mynd sást vankaður við Rif á Snæfellsnesi í nóvember 2017. Ekki er útilokað að um sama fugl sé að ræða, þótt það sé engan veginn víst. Ljósm. úr safni Skessuhorns/af. Skæð fuglaflensuveira fannst í haferni sem drapst við Breiðafjörð Nýr framboðslisti í sameinuðu sveitarfélagi á Snæfellsnesi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.