Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Page 1

Skessuhorn - 27.04.2022, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 17. tbl. 25. árg. 27. apríl 2022 - kr. 950 í lausasölu 699 3444 molby@fastlind.is Löggiltur fasteignasali ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI BOGI MOLBY Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem veitir 30% afslátt Betri framtíð fyrir fermingarpeninginn arionbanki.is/ferming Framtíðarreikningur Arion banka Leggðu fermingarpeninginn inn hjá Arion og fáðu allt að 12.000 kr. mótframlag Fáðu næsta pakka á N1 ALLA LEIÐ 440 1000 n1.is Þótt hefja hafi mátt grásleppuveiðar víðast hvar 20. mars, eru enn fáir sem gera út hér við vesturströndina. Fimm bátar hafa í vetur verið gerðir út frá Akranesi og eru þrír þeirra búnir með 25 veiðidaga, hámarksfjöldann. Veiðar hafa gengið vel á Akranesi. Einungis tveir bátar eru gerðir út frá Snæfellsbæ og má hér á myndinni sjá annan þeirra, Rán SH, að veiðum skammt frá Öndverðarnesi á mánudags- morgun. Skipverjar á Rán hafa mokfiskað að undanförnu, mest um tíu tonn af óskorinni grásleppu eftir eina vitjun. Sjá nánar á bls 2. Ljósm. af. Þessum árstíma fylgir einatt auk- in hætta á gróðureldum, allt frá því í apríl og fram á mitt sumar þegar nýr gróður hefur náð yfir- höndinni í þurru landi. Eðli máls- ins samkvæmt hafa íbúar áhyggjur af gróður eldum og þá ekki síst íbú- ar í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru fáar og eldsmatur mikill kvikni eldur. Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum vakti athygli Skessuhorns á málinu og segist hafa fengið þær upplýsingar að staðan hjá Land- helgisgæslunni hvað varðar slökkvi- skjólu sé slæm; eina skjólan sem til er í landinu sé óvirk. „Þetta gerð- ist líka síðasta vor,“ rifjar Hulda upp, en þá voru tugir gróðurelda í landinu í þurru vori. Eina skjólan sem til var þá skemmdist í eld- um í Heiðmörk. Hún segir að eini raunhæfi búnaðurinn til að slökkva skógarelda á frístundasvæðum sé slíkur slökkvibúnaður á allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar. Nú er engin tiltæk slökkviskjóla í landinu, en slíkt líta menn alvar- legum augum í ljósi þeirrar gagn- semi sem þær hafa sýnt. Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrir- spurn Skessuhorns kemur fram að það eldvarnar- og slökkviliðs- mál í landinu heyri undir innviða- ráðuneytið, en ekki dómsmála- ráðuneytið sem fer með málaflokk Landhelgisgæslunnar. Sjá nánar frétt á bls. 14. mm Slökkviskjóla var fyrst prófuð hér á landið vorið 2009 þegar slökkviliðsæf- ing fór fram við Fíflholt á Mýrum. Ljósm. úr safni/mm. Engin slökkviskjóla tiltæk í landinu

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.