Skessuhorn - 27.04.2022, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 20226
Eva Björg til-
nefnd til breskra
verðlauna
AKRANES: Skáldsaga Evu
Bjargar Ægisdóttur, Stelp-
ur sem ljúga, er á svoköll-
uðum löngum lista CWA
Daggers verðlauna í Bret-
landi í flokknum besta þýdda
glæpasagan. Hin virtu samtök
breskra glæpasagnahöfunda
standa að verðlaununum. Það
var árið 2019 sem Stelpur sem
ljúga kom út hjá Veröld. Bók-
in nefnist Girls Who Lie á
ensku. Sem fyrr er það Victor-
ia Cribb sem þýddi bókina eins
og fyrstu bók hennar, Marr-
ið í stiganum. Það eru alls tíu
glæpasögur á langa listanum,
en sjötíu bækur voru gjald-
gengar. Aðeins tvær norræn-
ar glæpasögur voru á listan-
um að þessu sinni. Eva Björg
hlaut í fyrra verðlaun fyrir
Marrið í stiganum í flokknum
„New Blood“ eða frumraun
ársins. Arnaldur Indriðason er
eini Íslendingurinn sem hlot-
ið hefur hinn virta Gullrýt-
ing sem samtökin veita, en
Eva Björg er sú eina sem hef-
ur hlotið hann fyrir frumraun
ársins. -se
Hestur sparkaði
í stúlku
B O R G A R F J Ö R Ð U R :
Hringt var í Neyðarlínuna rétt
fyrir hádegi síðasta fimmtudag
og tilkynnt um að hestur hefði
sparkað í andlit þriggja ára
stúlku. Var hún á vappi ásamt
foreldrum með hrossum og
virðist eitt hrossið hafa spark-
að í hana með þeim afleiðing-
um að hún missti meðvit-
und og rotaðist í stutta stund.
Engin vitni voru að atvik-
inu en lögregla kom fljótlega
á staðinn og var stúlkan þá
komin til meðvitundar. Var
hún með bólgur í andliti og
skurð en þreytt og verkjuð og
var flutt á slysadeildina í Foss-
vogi til aðhlynningar. -vaks
Lét ófriðlega
BORGARNES: Rétt eft-
ir miðnætti síðasta miðviku-
dag bankaði karlmaður upp á
í Gistiheimilinu Bjargi, baðst
gistingar og hafði í hótun-
um. Fannst hann skömmu síð-
ar í rútu skammt frá og reyndi
lögregla að tala við mann-
inn. Lét hann ófriðlega og var
mjög æstur en óskaði síðan
eftir gistingu. Fékk hann hana
að lokum og gisti í fangaklefa
lögreglunnar á Akranesi um
nóttina. -vaks
Ók glæfralega
AKRANES: Lögreglumað-
ur á gangi eftir vinnu varð
vitni að glæfralegum akstri á
Garðagrund þar sem ungur
ökumaður ók mjög hratt fram
úr kennslubifreið við gatna-
mót, sem er stranglega bann-
að. Fór hann fram úr bif-
reiðinni og öðrum bíl og síð-
an öfugu megin við umferðar-
eyju við gangbraut. Málið
þykir grafalvarlegt því ef ein-
hver hefði verið á gangbraut-
inni hefði getað orðið alvar-
legt slys. -vaks
Nýr húsvörður í
Grundaskóla
AKRANES: Lárus Guðjónsson
hefur verið ráðinn í starf hús-
umsjónarmanns í Grundaskóla
á Akranesi. Húsvarðarstarf í
Grundaskóla var lagt niður fyr-
ir um áratug vegna skipulags-
breytinga hjá Akraneskaupstað
en nú hefur verið ákveðið að
endurvekja þetta starf í skólan-
um. Húsumsjónarmaður mun
einnig sinna þjónustu við leik-
skólana Garðasel og Akrasel.
Lárus mun hefja störf í Grunda-
skóla í byrjun júní. -vaks
Mozart færir sig
um set
AKRANES: Hárnyrtistof-
an Mozart mun verða lokað á
Skagabraut 31, 1. maí næst-
komandi en stofan hefur ver-
ið þar til húsa síðastliðin 18 ár.
Stefanía Sigurðardóttir, eig-
andi Mozart, mun halda áfram
rekstri á Dvalarheimilinu
Höfða þar sem hún hefur unnið
samhliða rekstri Mozart síðustu
þrjú ár og verður stofan öllum
opin þar. Mozart var stofnuð
árið 1998 og fagnar því 25 ára
afmæli á næsta ári. -vaks
Á sumardaginn fyrsta var Skeifu-
dagurinn að venju haldinn á Mið-
-Fossum. Að þessu sinni höfðu
reyndar liðið tvö ár frá síðustu hátíð,
en það mátti rekja til Covid-19.
Skeifudagurinn er uppskeruhátíð
þeirra nemenda LbhÍ sem stunda
nám í hestafræðum og þjálfun. Að
þessu sinni var því einnig fagnað að
skólinn hefur nú tryggt sér til eign-
ar glæsilega aðstöðu að Mið-Foss-
um sem nýtt hefur verið undir reið-
mennsku og hestatengda kennslu
undanfarin ár.
Dagurinn hófst á fánareið og
setningarávarpi Ragnheiðar I.
Þórarinsdóttir rektors LbhÍ. Sig-
ríður Bjarnadóttir brautarstjóri
hestafræðibrautar flutti ávarp og
tvö sýningaratriði voru frá nem-
endum í hestafræði. Nemendur
búfræðibrautar sýndu tamningar-
tryppi sín og Randi Holaker og
Guðbjartur Þór Stefánsson reið-
kennarar vetrarins kynntu þau
og fóru yfir starf vetrarins. All-
ir nemendur í reiðmennskuáföng-
um kepptu síðan í fjórgangi og var
síðan riðið til úrslita annars vegar
hjá nemendum hestafræðibrautar
og hins vegar búfræðinemenda sem
kepptu um Gunnars bikarinn. Að
lokinni dagskrá var boðið til kaffis
í hestamiðstöðinni og síðan ávarp-
aði Helgi Eyleifur Þorvaldsson
brautar stjóri búfræði samkomuna
og veitti viðurkenningar ásamt því
að tilkynna verðlaunahafa. Degin-
um lauk svo með útdrætti í stóð-
hestahappdrætti Grana.
Úrslit dagsins
Morgunblaðsskeifuna 2022 hlaut
Helgi Valdimar Sigurðsson frá
Skollagróf í Hrunamannahreppi en
þetta er þriðja skeifan sem fer heim
að Skollagróf þar sem bæði bróðir
Helga og systir hlutu skeifuna 2019
og 2016. Foreldrar þeirra, Fjóla
Helgadóttir og Sigurður Jónsson,
stunduðu sömuleiðis bæði nám á
Hvanneyri á sinni tíð fyrir tæpum
fjórum áratugum. Skeifuna hlýtur
sá nemandi sem náð hefur bestum
árangri á frumtamningaprófi og í
reiðmennsku III.
Eiðfaxabikar hlaut Linda Bjarna-
dóttir en hann er veittur fyrir bestu
einkunn í bóklegum áfanga reið-
mennsku III.
Reiðmennsku- og ásetuverðlaun
Félags tamningamanna hlaut Sig-
ríður Magnea Kjartansdóttir og
veitti Silvía Sigurbjörnsdóttir for-
maður FT þau verðlaun.
Framfaraverðlaun Reynis hlaut
Gissur Gunnarsson en þau eru
veitt til minningar um Reyni Aðal-
steinsson tamningameistara frá
Sigmundarstöðum, þeim nemanda
sem sýnt hefur hvað mestan áhuga
og ástundun og tekið sem mestum
framförum í reiðmennsku.
Gunnarsbikarinn er síðan veittur
þeim sem stendur hæst í fjór-
gangskeppni búfræðinema og er
veittur til minningar um Gunnar
Bjarnason og hlaut hann Sigríður
Magnea Kjartansdóttir.
Loks sigraði Ágústa Rut Har-
aldsdóttir fjórgang nemenda í BS
hestafræðibraut.
mm
Stoltir verðlaunahafar á Skeifudeginum.
Hrunamaður hreppti Skeifuverðlaunin