Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2022 7
Við vinnum
Aðalfundur deilda
Stéttarfélags Vesturlands
verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl.19:00
í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2.
Fundurinn er jafnframt fundur trúnaðarráðs og
samninganefndar félagsins
Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja-
og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og
þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og
Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum.
Dagskrá:
1.Kynnin á niðurstöðum úr Gallup könnun
Tómas Bjarnason kynnir
2.Venjuleg aðalfundarstörf deildanna
3.Kröfugerð vegna komandi kjarasamninga rædd
4.Umboð til landssambanda – á að afhenda þau
eða halda þeim heima
5.Ófriður innan ASÍ - Ályktun
6.Önnur mál
Stéttarfélag Vesturlands
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
2
Samhliða sumarkomunni og batn-
andi veðri færist aukið líf í smábáta-
hafnirnar við landið. Víða eru menn
því farnir að huga að bátum sínum
og veiðarfærum. Margir halda á sjó-
inn einungis til afþreyingar, en aðr-
ir setja stefnuna á strandveiðar sem
hefjast mánudaginn 2. maí næst-
komandi. Meðfylgjandi myndir eru
frá Akraneshöfn um liðna helgi.
Vorblíðan lék við mannskapinn og
kjöraðstæður voru til að sjósetja
bátana.
Kvótinn verður
tíu þúsund tonn
Svandís Svavarsdóttir matvælaráð-
herra hefur undirritað nýja reglu-
gerð um strandveiðar. Alls verða
nú 10.000 tonn af þorski í strand-
veiðipottinum á þessu tímabili,
þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér
af skiptimörkuðum á útmánuðum
eins og við greindum frá í Skessu-
horni. Hlutfall strandveiða af leyfi-
legum heildarafla þorsks nemur því
4,5% og hefur ekki hefur svo stór-
um hluta aflans áður verið úthlutað
til strandveiða. „Þessari ákvörðun
er ætlað að festa strandveiðar enn
betur í sessi, en í dag fá margar fjöl-
skyldur hluta sinna heimilistekna
frá strandveiðum. Sá afli sem er
til ráðstöfunar fyrir strandveiðar
hverju sinni miðast við ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar og ákvörðun
ráðherra um leyfilegan heildarafla,“
segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Brátt hefst því fjórtánda strand-
veiðisumarið frá því strandveið-
um var komið á, en strandveið-
ar eru stundaðar frá maí til ágúst.
Grunnhugsunin að baki strandveið-
um er að stunda megi veiðar með
ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan
hátt en jafnframt opna möguleika
fyrir þau sem ekki hafa yfir afla-
marki að ráða á að reyna fyrir sér í
sjávarútvegi.
mm/ Ljósm. Guðmundur
St Valdimarsson.
Með vorinu færist aukið líf í hafnirnar
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is