Skessuhorn - 27.04.2022, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 20228
Datt af sexhjóli
BORGARFJÖRÐUR: Á
þriðjudagskvöld í liðinni
viku slasaðist karlmaður
á mjöðm eftir að hafa velt
sexhjóli. Óhappið varð við
Hraunsmúla. Var hann að
aka heim að hlaði en tók
of krappa beygju og missti
stjórn á hjólinu. Datt
hann af því og fór hjólið
yfir mjöðmina á honum.
Kenndi hann sér eymsla
í mjöðm og hægri hand-
legg og var fluttur á HVE
á Akranesi. -vaks
Amma ekki
heima
AKRANES: Gerð var
leit að sex ára stúlku úr
Grundaskóla á þriðju-
dagsmorgun í liðinni viku,
en hún hafði ekki skil-
að sér í skólann og var öll
lögregla ræst út til leitar.
Fannst hún skömmu síðar
á Garðagrund á móts við
Byggðasafnið ásamt jafn-
öldru sinni úr sama bekk.
Þær höfðu tekið þá sam-
eiginlegu ákvörðun að
heimsækja ömmu annarr-
ar stúlkunnar en hún var
ekki heima þegar þær kíktu
í heimsókn. Búið var að
kalla út björgunarsveit, en
nánast á sömu mínútunni
komu stúlkurnar í leitirn-
ar og var því útkallið dreg-
ið til baka. -vaks
Stafrænt
umsóknarferli
fyrir fjárhags-
aðstoð
AKRANES: Starfs-
menn velferðar- og mann-
réttindasviðs Akraneskaup-
staðar, í samvinnu við sam-
band íslenskra sveitarfé-
laga, hafa undanfarnar vik-
ur unnið að breytingum á
umsóknarferli fjárhagsað-
stoðar með það að mark-
miði að einfalda ferlið fyr-
ir notendur. Breytingarn-
ar eru fyrstu skref-
in í sameigin legri staf-
rænni vegferð sveitarfé-
laga í samvinnu við Staf-
rænt Ísland. Markmið-
ið með breytingunum er
að einfalda og bæta þjón-
ustu við notendur, fækka
skrefum og um leið tryggja
öryggi og stöðugleika við
umsýslu umsókna. Sjálf-
virk gagnaöflun frá Þjóð-
skrá og Skattinum einfald-
ar ferlið fyrir umsækjand-
ann mikið og einnig felst í
því mikið hagræðing fyrir
starfsfólk. Mikil áhersla var
lögð á að ferlið væri hann-
að út frá þörfum notenda.
Umsækjandi þarf aðeins
að skrá sig með rafrænum
skilríkjum, svara nokkrum
spurningum og veita heim-
ild til að sækja gögn. Öll
samskipti fara í gegnum
umsóknargátt á Ísland.is
og er niðurstaða afgreiðslu
birt þar. Frá og með apr-
íl 2022 verður tekið á
móti umsóknum í gegnum
island.is. -vaks
Hjartamagnýl
dregur úr dauðs-
föllum
LANDIÐ: „Gamla lyfið,
acetýlsalicýlsýra, sem er betur
þekkt sem aspirín, magnýl, eða
hjartamagnýl, virðist hafa sterk
og tölfræðilega marktæk vernd-
andi áhrif gegn dauðsföllum
meðal þeirra sem greinast með
alvarlega lungnabólgu af völd-
um algengustu lungnabólgu-
bakteríunnnar, sem kölluð er
Streptococcus pneumoniae á
fagmáli.“ Þetta segir Magnús
Gottfreðsson, prófessor í smit-
sjúkdómum við Háskóla Íslands
og yfirlæknir á Landspítala, um
niðurstöður í nýlegri rannsókn
sem unnin var af vísindafólki
Háskóla Íslands og Landspítala.
Birtist grein í hinu virta tímariti
Journal of Internal Medicine
þar sem þessar niðurstöður eru
dregnar fram en greinin byggist
á rannsókn Kristjáns Godsk
Rögnvaldssonar sem doktors-
nemi við Læknadeild HÍ og
læknir á Landspítala. Magn-
ús Gottfreðsson er leiðbein-
andi hans í verkefninu. „Þessi
verndandi áhrif komu strax
fram og voru raunar sterkust í
bráðafasa sýkingarinnar, en þá
er einmitt verulega aukin hætta
á ýmiss konar fylgikvillum eins
og hjartabilun og kransæða-
stíflu og dánartíðnin er há. En
áhrifin entust í eitt ár og lík-
lega lengur sem er afar merki-
legt. Þetta á við um þá sem eru
að taka lyfið þegar þeir veikjast
eftir að leiðrétt hefur verið fyr-
ir hugsanlegum bjögum,“ segir
Magnús. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
16 .apríl. - 22. apríl
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu
Akranes: 8 bátar.
Heildarlöndun: 29.014 kg.
Mestur afli: Ver AK: 7.071 kg í
fimm löndunum.
Arnarstapi: 4 bátar.
Heildarlöndun: 13.205 kg.
Mestur afli: Valdís ÍS: 4.119 kg
í tveimur löndunum.
Grundarfjörður: 3 bátar.
Heildarlöndun: 31.314 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
24.716 kg í einum róðri.
Ólafsvík: 16 bátar.
Heildarlöndun: 250.003 kg.
Mestur afli: Kristinn HU:
65.236 kg í fjórum löndunum.
Rif: 12 bátar.
Heildarlöndun: 136.606 kg.
Mestur afli: Rifsari SH: 31.183
kg í tveimur róðrum.
Stykkishólmur: 7 bátar.
Heildarlöndun: 35.722 kg.
Mestur afli: Kári SH: 7.732 kg
í tveimur löndunum.
Topp fimm
landanir á tímabilinu:
1. Hringur SH – GRU: 24.716
kg. 20. apríl.
2. Ólafur Bjarnason SH –
ÓLA: 21.539 kg. 21. apríl.
3. Guðmundur Jensson SH –
ÓLA: 20.964 kg. 21. apríl.
4. Kristinn HU – ÓLA: 19.795
kg. 21. apríl.
5. Rifsari SH –RIF: 17.725 kg.
22. apríl.
-dóh
Guðrún Hulda Pálsdóttir hefur
verið ráðin nýr ritstjóri Bænda-
blaðsins og tekur við af Herði
Kristjánssyni 1. júní næstkomandi.
Guðrún Hulda er öllum hnútum
kunn á Bændablaðinu en hún hef-
ur starfað þar síðastliðin sjö ár sem
blaðamaður, auglýsingastjóri og
umsjónarmaður Hlöðunnar.
„Staða Bændablaðsins er sterk
því lesendur vita að þeir geta
gengið að innihaldsríkri umfjöll-
un, óvæntri þekkingu og mikil-
vægum upplýsingum, auk þess sem
blaðið er vettvangur fyrir áhuga-
verð skoðanaskipti. Ég mun halda
áfram þeirri vegferð sem Hörð-
ur hefur, með þvílíkri natni og
eljusemi, leitt undanfarin ár. Við
erum lítill en samhentur hópur
sem stöndum að blaðinu og mun-
um áfram miðla upplýsandi fregn-
um af landbúnaði og fjölbreytt-
um málefnum honum tengdum á
skýran og heiðarlegan hátt,“ segir
Guðrún Hulda í tilkynningu.
Guðrún Hulda hefur 15 ára
reynslu í fjölmiðlum. Áður en hún
kom til starfa á Bændablaðinu
starfaði hún hjá tímaritinu Eið-
faxa sem ritstjóri og blaðamaður
og þar áður hjá Morgunblaðinu.
Guðrún Hulda er með BA gráðu
í bókmenntafræði frá Háskóla
Íslands og nam Umhverfis- og
auðlindafræði á meistarastigi í
sama skóla.
mm
Ný viðbygging við leikskólanna í
Stykkishólmi hefur verið tekin í
notkun en síðasta föstudagsmorgun
mættu foreldrar með börnin sín á
nýja Bakka. Að sögn leikskólastjóra
var ekki annað að sjá en að börnin
væru glöð með nýtt umhverfi enda
búin að fylgjast grannt með fram-
vindu byggingarinnar undanfarna
mánuði.
Fram kemur á vefsíðu Stykkis-
hólmsbæjar að vegna heimsfar-
aldursins hefðu verklok dregist á
Bakka þar sem innréttingar og fleira
skilaði sér seint úr flutningum. Enn
eru minni háttar atriði sem eftir á
að ganga frá innanhúss auk þess að
ljúka við klæðningu hússins. Þá er
einnig frágangur á lóð eftir.
Viðbyggingin er 72 fermetrar og
hýsir nú 13 börn en nokkur eiga
eftir að bætast við hópinn og verða
alls 19 börn á Bakka. Í sumar verða
92 börn á leikskólanum í Stykkis-
hólmi. Aldrei hafa verið svo mörg
börn í skólanum síðan hann flutti
úr húsnæði St. Franciskusspítala í
nýtt húsnæði við Búðanesveg.
Næstkomandi föstudag, 29. apr-
íl, verður opinn dagur í leikskólan-
um. Þá bjóða börnin foreldrum og
forráðamönnum í heimsókn á milli
klukkan 14 og 16 og gefst þá kostur
að skoða Bakka.
vaks
Vorverkin hjá Vegagerðinni eru
komin í fullan gang, enda sumar-
ið handan við hornið. Samkvæmt
tilkynningu frá stofnuninni er
unnið hörðum höndum að því að
gera við holur sem hafa myndast
í bundnu slitlagi á vegum víða um
land.
„Holur myndast þegar vatn
liggur í vegum. Vatn finnur sér
alltaf leið. Ef það er t.d. mjög lítil
sprunga í malbiki kemst vatn þar
undir og safnast fyrir. Þegar vatn
frýs eykst rúmmál þess og þegar
það þiðnar aftur, er malbikið upp-
spennt. Ef þungur bíll ekur þar
yfir og brýtur það niður getur hola
myndast mjög hratt,“ segir Birkir
Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður
á mannvirkjasviði Vegagerðarinn-
ar. Hann segir að gert sé við holur
eins fljótt og kostur er, oft í mjög
erfiðum aðstæðum. „Þegar vorið
kemur og aðstæður leyfa, förum
við annað hvort í heilar yfirlagnir
eða staðbundnar viðgerðir á stór-
um eða litlum holum,“ segir Birk-
ir Hrafn og bendir á að holur séu
ekki séríslenskt fyrirbæri.
„Við hér á Íslandi erum ekki ein
um að berjast við holur þegar vor-
ið kemur með sínum leysingum.
Ég hef fengið fréttir frá kollegum
mínum um allan heim og þetta er
alls staðar. Hins vegar erum við
illa sett núna eftir mjög þungan
vetur,“ segir Birkir Hrafn. mm
Nýja viðbygging leikskólans Bakka í Stykkishólmi. Ljósm. stykkisholmur.is
Ný viðbygging við leikskólann
í Stykkishólmi
Sjaldan fleiri holur eftir erfiðan vetur
Guðrún Hulda er nýr
ritstjóri Bændablaðsins