Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Síða 11

Skessuhorn - 27.04.2022, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2022 11 Hjúkrunarforstjóri á Fellsenda í eitt ár Hjúkrunarheimilið Fellsendi vill ráða hjúkrunarforstjóra til eins árs frá og með ágúst 2022. Heimilið er staðsett í fallegri sveit Miðdala, um 20 km fyrir sunnan Búðardal. Á Fellsenda er rekið hjúkrunarheimili fyrir 27 íbúa sem glíma við geðsjúkdóma/geðfatlanir af ýmsum toga. Á Fellsenda ríkir góður starfsandi og heimilisbragur enda er starfið þar framsækið og metnaðarfullt. Krafist er íslensks hjúkrunarleyfis og framúrskarandi stjórnunar- og samstarfshæfileika sem og hæfni til að vinna sjálfstætt. Hjúkrunarforstjóri hefur faglega forystu og ábyrgð á sviði hjúkrunar og umönnunar á heimilinu. Stjórnar faglegri þróun, rekstri og starfsmannahaldi heimilisins í samvinnu við deildarstjóra hjúkrunar. Reynsla af stjórnun er æskileg. Allar nánari upplýsingar veita Helga Garðarsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 694 2386 eða helga@fellsendi. is og Þórður Ingólfsson, formaður framkvæmdastjórnar í síma 893 1125 eða thordur.ingolfsson@hve.is. Umsóknir og ferilsskrár skulu sendar til framkvæmdastjórnar á netfangið thordur.ingolfsson@hve.is í síðasta lagi 15. maí 2022. Áskilinn er réttur til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum. Framkvæmdastjórn Hjúkrunarheimilisins Fellsenda Hjúkrunarforstjóri Laust er til umsóknar starf hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Fellsenda. Fellsendi er hjúkrunarheimili fyrir 28 heimilismenn. Húsnæði hjúkrunarheimilisins var tekið í notkun árið 2006 og er vandað að allri gerð. Fellsendi er 20 km. fyrir sunnan Búðardal og í 130 km. fjarlægð frá Reykjavík. Sjá nánar fellsendi.is. Hjúkrunarforstjóri ber ábyrgð á hjúkrun, fjárhags- legum rekstri og stjórnun að öðru leyti. Hjúkrunar- forstjóri er ábyrgur gagnvart stjórn Fellsenda. Leitað er að hjúkrunarfræðingi; menntun og reynsla í geðhjúkrun er æskileg. Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og samskiptum er nauðsynleg. Umsóknir, þar sem gerð er gr in fyrir menntun og star s- ferli, berist stjórn hjúkrunarheimilisis merkt: Ólafur K. Ólafsson, Borgarbraut 2, 340 Stykkishólmi eða á ne fang ð oko@syslumenn.is fyrir 10. janúar 2014. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar veitir Ólafur K. Ólaf son, sýslumað r og formaður stjórnar, í síma 430 4100. S K E S S U H O R N 2 0 1 4 SK ES SU H O R N 2 02 2 Hjúkrunarheimilið Fellsendi, Fellsenda 371 Búðardal, sími 434 123 Hreint ál úr íslenskri orku | nordural.is Norðurál leitar að framsýnum og metnaðarfullum einstaklingi, sem hefur brennandi áhuga á fræðslu­ málum, til að sinna skemmtilegum verkefnum í um­ hverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Fræðslustjóri er hluti af öflugu teymi á mannauðssviði. Fræðslustjóri Nánari upplýsingar, s.s. um menntunar- og hæfniskröfur, veita Jensína K. Böðvars dóttir (jensina@vinnvinn.is) og Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn. is) í síma 552 1212. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðar mál. Starfið hentar öllum kynjum. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Starfsstöð er á Grundartanga, en starfsfólki bjóðast ferðir til og frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí næstkomandi. Sótt er um á www.vinnvinn.is. Starfssvið og viðfangsefni: Skipulag og stjórnun fræðslu og þjálfunar, þarfagreining, gerð fræðsluáætlana, innleiðing og eftir fylgni. Fræðslustjóri sinnir innleiðingu rafrænnar fræðslu, stöðugum umbótum á sviði fræðslumála og veitir starfsmönnum og stjórnendum ráðgjöf. Jafnlaunaúttekt PwC 2020 Framtíðin er spennandi í álframleiðslu á Íslandi og mun fram- þróun grænnar álframleiðslu hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Miðvikudaginn 20. apríl gáfu nokk- ur félagasamtök Heilsugæslunni í Búðardal og á Reykhólum ómtæki sem hægt er að nota í bráðatilfell- um, en einnig á stöðinni til aðstoð- ar við greiningar á heilsugæslunni sjálfri. Tækið hentar til að skoða á hraðan hátt vandamál í lungum, gallsteina, skoða blöðrurúmmál og til að finna æðar, sem og til að sjá púls í endurlífgun. Það kemur ekki í stað stærri ómtækja, sem geta skoðað nákvæmara og stærra svæði, þannig að enn sem áður þarf að senda sjúklinga í flestar ómskoðan- ir annað, en tækið er engu að síður góð viðbót við þau greiningartæki sem nauðsynleg eru á heilsugæslu- stöð. Þórður Ingólfsson heimilis- læknir tók við gjöfinni og sýndi svo í framhaldinu hvernig tækið virkar á handlegg eins af bráðalið- um heilsugæslustöðvarinnar. Tæk- ið sjálft er á stærð við farsíma og sendir gögn í spjaldtölvu sem sýnir ómunina. Það er einkar nett og tek- ur ekki mikið pláss, sem gerir það að verkum að það hentar einstak- lega vel til bráðanotkunar. Kvenfélagið Fjólan, Kven- félagið Katla, Handverksfélag- ið Assa, Lionsklúbbur Reykhóla og Lionsklúbbur Búðardals færðu heilsugæslunni gjöfina og voru full- trúar flestra félaganna viðstaddir afhendingu. bj Gáfu heilsugæslunni í Búðardal og á Reykhólum ómtæki til bráðanotkunar Fulltrúar félagasamtakanna sem gáfu tækið stilltu sér upp við nýja sjúkrabílinn í tilefni dagsins. Á myndinni eru: Sveinn Ragnarsson, Andrea Björnsdóttir, Berglind Vésteinsdóttir, Steinunn Lilja Ólafsdóttir, Erna K. Hjaltadóttir, Þórður Ingólfsson, Jón Egill Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Ingvar Samúelsson og Guðmundur Freyr Geirsson. Á myndina vantar fulltrúa Kvenfélagsins Kötlu. Þórður prófaði ómtækið á handlegg bráðaliða heilsugæslustöðvarinnar. Hann reyndist vera með bæði bláæðar og slagæðar! Ingólfur sýnir hvernig tækið er notað og hversu nett það er.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.