Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Qupperneq 12

Skessuhorn - 27.04.2022, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 202212 Á fundi atvinnu- og nýsköp- unarnefndar Stykkishólmsbæjar í byrjun apríl var tekin fyrir ósk fyrir- tækisins Asco Harvester ehf. um lóð að Nesvegi 22a í bænum. Asco Harvester var stofnað af systkinun- um Önnu Ólöfu, Ingvari Arndal og Ómari Arndal Kristjánsbörn- um. Það framleiðir sjávarsláttuvélar sem slá sjávargróður og geta hreins- að rusl og annan úrgang sem hleðst upp á viðkvæmum stöðum. Fyrsti sláttupramminn frá Asco Harvester var sjósettur í Stykkishólmi sumarið 2017 og fyrirtækið hlaut m.a. frum- kvöðlaverðlaun SSV sama ár. Beiðni fyrirtækisins til atvinnu- og nýsköpunarnefndar nú snýst um að fá lóð til að byggja aðstöðu til vinnslu, rannsókna og kynninga á framleiðslu þörunga, en einnig felst í henni ósk um samstarf um atvinnu- uppbyggingu í Stykkishólmi. Vinna er í gangi varðandi húsnæðið sem verður um 1000 fermetrar. Lóðin stendur auð og hentar vel til þessar- ar starfsemi. Fyrir hugaður er íbúa- fundur þar sem fyrirtækið kynnir nánar áform sín. Nefndin tók vel í erindið og lýsti í fundargerð ánægju með áhuga Asco Harvester ehf. á að efla og auka fjölbreytni atvinnulífs á staðnum. Að sögn Önnu Ólafar fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins tók það nýlega upp samstarf við Sæfell sem leitt er af bræðrunum Gunnlaugi og Halldóri Árnasonum. Einnig var Sigurður Pétursson fenginn til liðs við reksturinn sem hluthafi og stjórnarformaður, en hann stofnaði og var framkvæmdastjóri fiskeldis- fyrirtækisins Arctic Fish á Vest- fjörðum. Hún segir því sterkan hóp með víðtæka reynslu að baki fyrir- tækinu og það eigi eftir að reynast því vel. gj Keppni sem nefnist Upptaktur- inn eru tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna sem hér á landi hef- ur verið haldin frá 2012 í samstarfi Hörpunnar, Barnamenningarhá- tíðar, RÚV og Listaháskóla Íslands. Þar fær ungt fólk, með brennandi áhuga á tónlist og tónlistarsköp- un, tækifæri til að senda tónsmíð- ar eða drög að þeim inn til keppni og vinna markvisst úr hugmynd- um sínum með fulltingi listnem- enda og listamanna. Að þessu sinni voru 65 lög eða tónverk send inn í keppnina, en fjórtán voru valin til að verða útsett til flutnings hljóm- sveitar. Afrakstur af þeirri keppni mátti síðan sjá á tónleikum Upp- taktsins sem fram fóru í Hörpu í Reykjavík 5. apríl síðastliðinn. Þar léku atvinnuhljóðfæraleikarar tón- verkin sem valin höfðu verið. Með- al þeirra sem náðu áfram í keppn- inni í ár var fimmtán ára piltur úr Borgarnesi, Ágúst Davíð Steinars- son. Hann sendi til keppninnar lag sem hann nefnir Vals í C-moll. Hann er jafnframt fyrsti nemandi Tónlistarskóla Borgarfjarðar sem nær þetta langt í keppninni. Blaða- maður Skessuhorns hitti þenn- an unga og hæfileikaríka tónlistar- mann að máli. Stærðfræðin legið vel fyrir Ágúst Davíð er yngstur í röð fimm systkina og býr ásamt móður sinni Írisi Júlíu Ármannsdóttur í Bjargs- landinu í Borgarnesi. Í vor útskrif- ast hann úr 10. bekk Grunnskól- ans í Borgarnesi. En hefur hann tekið ákvörðun um framhaldið, næstu skref í námi? „Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég geri í haust. Ég er á línunni milli þess að sækja um á náttúrufræðibraut í Menntaskóla Borgarfjarðar, og nýta þekkingu mína t.d. í stærðfræði og efnafræði, eða sækja um í Mennta- skólanum í Tónlist en sá skóli er í Reykjavík,“ segir Ágúst Davíð. Stærðfræðin hefur alla tíð legið vel fyrir honum og vann hann t.d. til verðlauna í Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi þegar keppnin var síðast haldin í FVA. Þá varð hann í öðru sæti nemenda í 8. bekk, en annar Borgnesingur vermdi þá fyrsta sætið, en nemend- ur úr Borgarnesi hafa jafnan verið öflugir í stærðfræði í þeirri keppni. Spilar fyrir aðra nemendur Ágúst Davíð segist hafa byrjað að læra á píanó í Tónlistarskóla Borgar fjarðar þegar hann var átta ára. Kennararnir hans hafa m.a. verið þær Jónína Erna Arnardótt- ir, Zsuzsanna Budai og Birna Þor- steinsdóttir sem leiðbeinir honum nú. Nú stefnir hann á að ljúka mið- stigi næsta haust en slíkur áfangi er metinn til eininga fyrir stúd- entspróf. „Það er búið að vera mjög gaman að læra á píanó og ég ætla að halda því námi áfram. Það hef- ur stundum verið sagt að hæfileikar í tónlist og stærðfræði fari saman. Ég held að það eigi við mig,“ segir hann. Tónlistin er helsta áhugamál Ágústs Davíðs. Til marks um það hefur hann leyft skólafélögum sín- um í Grunnskólanum í Borgarnesi að njóta. „Ég er yfirleitt fljótur að borða í hádegishléinu í skólanum og eftir það gríp ég oft í píanóið og spila fyrir krakkana í matsaln- um. Það eru aðallega nemendur á yngsta stigi sem heyra þegar ég spila, en þau eru í mat á eftir okk- ur á elsta stiginu.“ Aðspurður um hvað hann spili segir hann það vera allskonar lög, klassísk og önnur. Missti af sjálfri uppskeruhátíðinni Verkið sem Ágúst Davíð sendi í Upptakt heitir eins og áður segir Vals í C-moll. Hann segist áður hafa verið búinn að semja annað lag. Þá hefur hann einnig tekið þátt í Nót- unni, tónlistarkeppni á Vesturlandi, sem fór fram í Stykkishólmi í mars. „Svo var ég að semja eitthvað meira þegar ég var yngri og sem nem- andi í tónlistarskólanum. Það var erfiðara, en þá kunni ég enga tón- fræði.“ Aðspurður segir hann að það hafi verið gaman að heyra verk eftir sig flutt af hljómsveit í Hörp- unni. „Ég reyndar missti sjálfur af viðburðinum í Hörpu, var með flensu og komst ekki. Sigfríður Björnsdóttir skólastjóri tónlistar- skólans og mamma fóru fyrir mína hönd og tóku við viðurkenningu og verðlaunum. Sigfríður hefur einnig verið mjög dugleg að hjálpa mér að komast suður. Eftir að lagið hafði komist áfram í keppninni fékk ég aðstoð nemenda Listaháskólans til að útsetja það fyrir hljómsveit. Það var mjög skemmtilegt og fróðlegt,“ segir Ágúst. Fram kemur í spjalli okkar að Ágúst Davíð hafi tekið sig á hvað hreyfingu og mataræði varðar. „Ég var allt of feitur sem krakki og ákvað að gera eitthvað í því. Ég fór því að ganga í klukkutíma alla daga og hef þannig smám saman náð að losna við aukakílóin. Ég mæli svo sannar- lega með því að ungt fólk hreyfi sig reglulega og mikið, fari út að ganga hvernig sem veðrið er. Það hreinsar og endurnærir einnig sálina að fara reglulega í góðan göngutúr,“ segir Ágúst Davíð að endingu. mm Fyrsti þangsláttupramminn frá Asco Harvester, Sigri, var sjósettur við hátíðlega athöfn í Stykkis- hólmi sumarið 2017. Ljósm. úr safni. Asco Harvester sækir um lóð í Stykkishólmi Þangskurðarprammi frá Asco Harvester. Ljósm. aðsend. Þangskurðarvélin prófuð. Ljósm. aðsend. Ungur Borgnesingur komst áfram í tónlistarkeppni Upptakts Nú stendur valið um náttúrufræðibraut í MB eða Menntaskólans í Tónlist Ágúst Davíð framan við vegginn hjá N1 í Borgarnesi, en hann tók þátt í að mála hann ásamt fleiri ungmennum í unglingavinnunni. Ágúst Davíð Steinarsson tónskáld og nemandi í 10. bekk Grunnskólans í Borg- arnesi. Hér framan við Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.