Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Side 16

Skessuhorn - 27.04.2022, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 202216 Sumri fagnað víða um Vesturland Fjölskyldumessa í samstarfi við Skátafélag Akraness var í Akraneskirkju fyrsta sumardag. Að sögn Þóru Bjargar Sigurðardóttur prests hófst dagskráin með skrúðgöngu frá Tónlistarskólanum og að kirkjunni. Þar var stutt fjölskyldustund og mikið sungið. Hoppukastali og pylsur voru í boði á Bjargarsteinslóðinni við Vinaminni. Á þriðja hundrað gestir mættu og var mikil og góð hátíðarstemning, að sögn sr. Þóru Bjargar. Ljósm. Anna Kristjánsdóttir. Hestamenn í Dreyra á Akranesi hafa um árabil haft fyrir venju að fara í Langasandsreið á Sumardaginn fyrsta. Komið er við á Dvalarheimilinu Höfða áður en haldið er á sandinn. Ljósm. mm. Ungar stúlku fá pylsu í partíi í Skallagrímsgarði. Ljósm. mm. Þétt setinn bekkurinn í Akraneskirkju þegar fjölskyldumessa var haldin í samstarfi við skátana. Ljósm. Garða- og Saurbæjarprestakall. Sumardagurinn fyrsti var sólríkur og fagur í Grundarfirði. Samstaða L-listinn bauð þá íbúum Grundarfjarðar upp á grillaðar pylsur við Sögumiðstöðina og var þó nokkur umferð af svöngum vegfarendum sem gæddu sér á dýrindis pylsum og nutu veðurblíðunnar. Loftur Árni Björgvinsson er hér að kokka fram íturvaxnar sápukúlur sem vöktu mikla lukku. Ljósm. tfk. Þessi ungi herramaður framleiddi mikið magn af sápukúlum með þar til gerðum spaða í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Í Stykkishólmi er ferðaþjónustan farin að taka við sér. Hafnarvagninn Fish & chips er kominn á sinn stað við höfnina og mikið líf er á veitingastöðum. Að sögn Eduard Guerrero Adorna móttökustjóra á Fosshótel Stykkishólmi eru bókanir þokkalegar fyrir maímánuð og mjög góðar fyrir sumarið. Allar líkur eru því á að greinin sé að byrja að jafna sig eftir erfitt tímabil vegna faraldursins. Hafnarvagn- inn Fish and Chips er opinn yfir sumartímann og er í eigu Guðmundar Rúnars Hallgerðarsonar. Ljósm. sá Þessar fjórar dugmiklu vinkonur voru búnar að stilla sér upp fyrir framan Kjörbúðina í Grundarfirði með allskyns freist- andi góss til sölu á sumardaginn fyrsta. Þær voru að safna fé til styrktar SOS barnaþorpum og gekk söfnunin ágætlega hjá þessum upprennandi sölukonum. F.v. Hrafney Dóra, Ellen Alexandra, Emilía Rós og Ísabella Ósk. Ljósm. tfk. Heiðdís Björk Jónsdóttir grillaði pylsur í gríð og erg í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Félagarnir Birgir Pálsson og Sæmundur Sigmundsson slaka á í góða veðrinu fyrsta sumardag. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.