Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Síða 24

Skessuhorn - 27.04.2022, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 202224 Verkalýðsfélag Akraness, Sameyki, VR, FIT, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1.maí 2022 1. MAÍ AKRANESI! Félagsmenn fjölmennið! 1. maí-nefndin SK ES SU H O R N 2 02 2 Safnast verður saman við skrifstofu VLFA að Þjóðbraut 1, kl: 14:00 og genginn hringur að bæjarskrifstofum Akraness þar sem hátíðardagskrá hefst í sal eldri borgara á Akranesi Kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög Kaffi og kökur - Fjöldasöngur - Ræðuhöld Bíósýningar fyrir börnin eru kl 13:00 og 16:00 í Bíóhöllinni. ATH ! foreldrar þurfa að nálgast rafrænan frímiða á vlfa.is (ekki er hægt að hleypa ótakmarkað inn á sýningarnar vegna brunavarna og fl.) Við vinnum Sendum félagsmönnum okkar og landsmönnum öllum baráttukveðjur í tilefni dagsins Anna Bjarnadóttir íþróttafræðing- ur hefur undanfarin ár unnið að bættri lýðheilsu á Akranesi fyrir Akraneskaupstað. Til dæmis hef- ur hún staðið fyrir göngum tvisvar í viku fyrir 60 ára og eldri sem tek- ið hefur verið eftir þar í bæ. Hópur- inn fer frá N1 klukkan 9 árdegis á mánudögum og á miðvikudög- um klukkan 10. Anna hefur ástríðu fyrir hreyfingu og stundar reglu- lega göngu hér og þar um náttúru Íslands. Reynir oftast að fara um á hjóli eða gangandi á milli staða á Akranesi. Anna er Vestfirðingur, frá Suður- eyri við Súgandafjörð. Þar ólst hún upp við að stunda íþróttir og hreyf- ingu og hefur sá áhugi fylgt henni allar götur síðan. Auk þess að starfa sem íþróttakennari við FVA hefur hún verið í starfi hjá Akraneskaup- stað með hreyfingu fyrir 67+. Í vet- ur hefur hún komið inn í félags- starf bæjarins og verið með æfingar þar auk þess að sjá um leikfimi hjá Félagi eldri borgara á Akranesi og göngurnar fyrir 60 ára og eldri. „Gönguferðirnar eru á mánu- dögum og miðvikudögum. Á Göngur fyrir 60 ára og eldri á Akranesi mánudögum er gengið rösklega og rólegri göngur á miðvikudög- um. Yfirleitt erum við í kringum 15 sem mætum í göngurnar en oft fleiri. Göngurnar eru yfirleitt í kringum 70-80 mínútur á mánu- dögum en um klukkutíma á mið- vikudögum. Oft gerum við æfingar í gönguferðunum. Til að brjóta upp hversdagsleikann endum við stund- um á því að koma við í Kallabakaríi að göngu lokinni. Upphaflega var það þannig að það var leikfimi yfir vetrarmánuðina en svo ákvað ég að prófa eitt vorið að bjóða upp á göngur eftir að leikfimin hætti. Það tókst svona vel að við höfum haldið því áfram síðan 2018 að mig minn- ir,“ segir Anna. „Ég byrjaði þannig að ég bauð upp á áskorunargöngur. Þá tók- um við þrjár göngur í viku sem byrjuðu klukkan 8 á morgnana og gengum 10-15 km í hverri göngu. Það var virkilega vel mætt í þess- ar göngur. Í ágúst 2020 gengum við í kringum Akrafjall sem var mjög skemmtilegt. Við ákváðum að láta Covid ekki stoppa okkur og héldum áfram að ganga þrátt fyrir ástandið og auðvitað var það upp og niður hvernig mætingin var þegar faraldurinn stóð sem hæst, en við gengum okkur í gegnum hann ef svo má segja, og erum enn að,“ segir Anna að endingu. se Við Sólmundarhöfða. Gönguhópurinn við Höfða. Gönguhópurinn í Kallabakaríi að einni göngu lokinni. Gönguhópurinn að loknum plokkdegi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.